Innlent

Þrír ákærðir í Stím málinu

Jóhannes Stefánsson skrifar
Þremenningunum er gefið að sök að hafa misnotað aðstöðu sína til að halda verði á hlutabréfum í Glitni uppi.
Þremenningunum er gefið að sök að hafa misnotað aðstöðu sína til að halda verði á hlutabréfum í Glitni uppi. Samsett/Vilhelm/Anton/Stefán/GVA
Embætti sérstaks saksóknara hefur gefið út ákæru á hendur Lárusi Welding, fyrrverandi bankastjóra Glitnis, Jóhannesi Baldurssyni, einn stjórnenda bankans, og Þorvaldi Lúðvík Sigurjónssyni, fyrrverandi forstjóra Saga Capital. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari.

Um er að ræða eitt stærsta mál sem hefur komið inn á borð sérstaks saksóknara. Málið verður þingfest í héraðsdómi Reykjavíkur þann 28. febrúar næstkomandi.

Forsaga málsins er sú að félag að nafni Stím fékk tæplega 20 milljarða króna að láni frá Glitni til að kaupa hlutabréf í Glitni og FL Group í nóvember árið 2007. Seljandi bréfanna var Glitnir en um var að ræða rúmlega 4 prósenta hlut í hvoru tilfelli. Veðin fyrir láni Stíms voru í hlutabréfunum í Glitni og FL Group. Glitnir var sjálfur seljandi bréfanna sem Stím keypti og lögðu hluthafarnir einnig fram tæplega 5 milljarða króna eiginfjárframlag vegna kaupanna á bréfunum.

Þremenningarnir eru ákærðir fyrir þátt sinn í þessum lánveitingum, en grunur leikur á um hafi verið að ræða tilraun til að halda verði á bréfum í Glitni hærri en eðlilegar forsendur voru fyrir.

RÚV greindi frá málinu í kvöldfréttum sínum nú í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×