Innlent

Heilbrigðisráðherra vill endurskoða refsistefnu í fíknefnamálum

Jakob Bjarnar skrifar
Kristján Þór Júlíusson segir að breyta verði um stefnu í fíknefnamálum.
Kristján Þór Júlíusson segir að breyta verði um stefnu í fíknefnamálum.
Heimdellingar stóðu fyrir fundi í gærkvöldi þar sem rætt var hvort núverandi stefna í fíkniefnamálum gengi hreinlega upp. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra var einn framsögumanna á fundinum og mörgum að óvörum lýsti hann því yfir að hann hefði miklar efasemdir um ríkjandi stefnu í fíknefnamálum.

„Ég er mjög hallur undir þá skoðun að við eigum að reyna að afglæpavæða neysluna í þessum málum,“ sagði heilbrigðisráðherra. Þetta er nýtt, aldrei fyrr hefur ríkjandi valdhafi gefið undir fótinn með að full ástæða sé til að endurskoða stefnuna sem felst í því að refsa fíkniefnaneytendum.

Kristján Þór var í framhaldinu spurður hvort hann telji breytinga sé þörf á grundvallaratriðum löggjafarinnar og hann svaraði: „Ég er að bjóða upp í þann dans, ég er sannfærður um að við þurfum að beita öðrum meðulum,“ bætir hann við.

Jón Steinar Gunnlaugsson fyrrverandi hæstaréttardómari var á fundinum en hann er einn fárra sem hefur talað opinberlega fyrir lögleiðingu fíknefna sem hinni einu réttu. Hann benti á að ... „Ráðherra Sjálfstæðisflokksins er að ganga lengra í átt skynseminnar með þessari afstöðu sinni. Núverandi stefna er stefna þekkingarleysis, fordóma og ákveðinnar vanmáttar. Fyrir hvað stendur sjálfstæðisflokkurinn?“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×