Innlent

Pollapönk fer til Danmerkur

Bjarki Ármannsson skrifar
Pollapönk fékk til sín þá Óttar Proppé og Snæbjörn Ragnarsson fyrir keppnina í kvöld.
Pollapönk fékk til sín þá Óttar Proppé og Snæbjörn Ragnarsson fyrir keppnina í kvöld. Mynd/Ingibjörg Högna Jónasdóttir

Sigurverari söngvakeppni sjónvarpsins í ár er hljómsveitin Pollapönk með lagið Enga fordóma. 

Ásamt sigurlaginu var það lagið Lífið kviknar á ný í flutningi Sigríðar Eyrúnar Friðriksdóttur sem keppti til úrslita um sæti í Eurvision-keppninni eftir fyrri kosningu.

Flutti Sigríður Eyrún lagið sitt á ensku undir heitinu Up and away en Pollapönk flutti lagið sitt á bæði íslensku og ensku. Sögðu liðsmenn sveitarinnar í kjölfar sigursins að það hefði verið bandaríski tónlistarmaðurinn John Grant sem sneri hluta lagsins yfir á ensku.

Eurovision-keppnin verður haldin í B&W höllinni í Kaupmannahöfn og hefst þann 6. maí næstkomandi. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.