Innlent

Vorið komið á Seltjarnarnes

Stefán Ó. Jónsson skrifar

Lóan er farin að láta á sér kræla að nýju.

Sex lóur sáust nyrst í fjörunni við Seltjörn á Seltjarnarnesi í gær er kemur fram í frétt mbl.is af málinu.

Kristinn Haukur Skarphéðinsson fuglafræðingur segir í samtali við vefinn að lóan sé óvenju snemma á ferðinni í ár. Farfuglar hafa yfirleitt komið hingað um miðjan mars og hafa þá borist hingað með sterkum suðlægum áttum.

„Að undanförnu hefur hins vegar verið mjög kalt á meginlandi Evrópu og sennilegt er að lóurnar við Seltjörn komi af þeim slóðum,“ segir Kristinn og bætir við að fuglarnir hafi því flúið kuldann í suðri og borist með vindum hingað.

Hefur þú séð til lóunnar? Sendu okkur mynd á ritstjorn@visir.is



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×