Óábyrgt að halda aðildarviðræðum áfram Heimir Már Pétursson skrifar 19. febrúar 2014 20:00 Utanríkisráðherra segir algerlega óábyrgt að halda aðildarviðræðum við Evrópusambandið áfram. Skýrsla Hagfræðistofnunar sýni að engar varanlegar undanþágur fáist og Evrópusambandið þurfi að gerbreyta sjávarútvegsstefnu sinni til að mæta þörfum Íslensdinga. Viðamikil umræða um skýrslu Hagfræðistofnunar um stöðu Evrópusambandsins og þróun þess hófst á Alþingi í dag og verður framhaldið á morgun. Eins og oft áður þegar gerðar eru skýrslur í umdeildum málum, telja bæði stuðningsmenn og andstæðingar áframhaldandi viðræðna við Evrópusambandið að skýrsla Hagfræðistofnunar renni stoðum undir þeirra skoðun. Enginn ætlar sér í raun að skipta um skoðun. En það sem skiptir máli núna er hvað ríkisstjórnin ætlar að gera næst. Ríkisstjórnin hefur lýst ýmsum annmörkum á þjóðaratkvæðagreiðslu um framhaldið og því sennilegt að þingsályktun um slit viðræðna líti dagsins ljós áður en langt er um liðið. Utanríkisráðherra sagði að viðræðurnar við Evrópusambandið hafi verið og yrðu aðlögunarviðræður. Aðildarferlið sé ekki hugsað fyrir þróuð ríki eins og Ísland. „Stækkunarstefnan er í eðli sínu óbilgjörn. Hún er ekki framkvæmd á jafningjagrundvelli. Þessi stækkunarstefna hentar ekki Íslandi. Þá er ábyrgðarhluti að hrinda í framkvæmd aðildarviðræðum þegar þannig háttar til. Að þessum forsendum gefnum er það að mínu mati fullkomlega óábyrgt að halda áfram þessum viðræðum,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson. Skýrsla Hagfræðistofnunar sýndi að varanlegar undanþágur væru ekki í boði í stærstu hagsmunamálunum, landbúnaði og sjávarútvegi. „Ég held að öllum sé það ljóst að ef ætti að ná aðildarsamningi fyrir Ísland, sem ætti einhverja von á að vera samþykktur, þyrfti Evrópusambandið nánast bæði að að breyta sjávarútvegsstefnu sinni í öllum grundvallaratriðum sem og að fallast á lausnir í landbúnaði sem gengju þvert á kerfi sambandsins,“ segir utanríkisráðherra.Guðmundur Steingrímsson formaður Bjartrar framtíðar sagði það sérstaka lífsreynslu að vera svo mikið ósamála einum manni á svo skömmum tíma. „Evrópusambandið er ekki bara einhver klúbbur sem maður gengur í og þá verður allt gott. Evrópusambandið er samstarfsvettvangur fullvalda ríkja í Evrópu sem hafa kosið að reyna eftir besta megni að leysa vandamál sín saman,“ sagði Guðmundur.Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar sagði ríkisstjórnina minna sig á söguna af manninum sem hélt að bæ eftir að sprakk á bílnum hjá honum til að fá lánaðan tjakk og sannfærðist um að engan tjakk væri að fá. „Hún er að finna sér stöðugt leiðir til þess að forðast að fá svör við þeim efnislegu spurningum sem þjóðin þarf á að halda að fá svör við í þessu stóra máli. Hún er að finna leiðir til þess að ímynda sér að svörin verði svo svakaleg að það sé ekki réttlætanlegt að spyrja spurninganna,“ sagði Árni Páll Árnason í umræðunum á Alþingi í dag. Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Ofsótt af ellihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Sjá meira
Utanríkisráðherra segir algerlega óábyrgt að halda aðildarviðræðum við Evrópusambandið áfram. Skýrsla Hagfræðistofnunar sýni að engar varanlegar undanþágur fáist og Evrópusambandið þurfi að gerbreyta sjávarútvegsstefnu sinni til að mæta þörfum Íslensdinga. Viðamikil umræða um skýrslu Hagfræðistofnunar um stöðu Evrópusambandsins og þróun þess hófst á Alþingi í dag og verður framhaldið á morgun. Eins og oft áður þegar gerðar eru skýrslur í umdeildum málum, telja bæði stuðningsmenn og andstæðingar áframhaldandi viðræðna við Evrópusambandið að skýrsla Hagfræðistofnunar renni stoðum undir þeirra skoðun. Enginn ætlar sér í raun að skipta um skoðun. En það sem skiptir máli núna er hvað ríkisstjórnin ætlar að gera næst. Ríkisstjórnin hefur lýst ýmsum annmörkum á þjóðaratkvæðagreiðslu um framhaldið og því sennilegt að þingsályktun um slit viðræðna líti dagsins ljós áður en langt er um liðið. Utanríkisráðherra sagði að viðræðurnar við Evrópusambandið hafi verið og yrðu aðlögunarviðræður. Aðildarferlið sé ekki hugsað fyrir þróuð ríki eins og Ísland. „Stækkunarstefnan er í eðli sínu óbilgjörn. Hún er ekki framkvæmd á jafningjagrundvelli. Þessi stækkunarstefna hentar ekki Íslandi. Þá er ábyrgðarhluti að hrinda í framkvæmd aðildarviðræðum þegar þannig háttar til. Að þessum forsendum gefnum er það að mínu mati fullkomlega óábyrgt að halda áfram þessum viðræðum,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson. Skýrsla Hagfræðistofnunar sýndi að varanlegar undanþágur væru ekki í boði í stærstu hagsmunamálunum, landbúnaði og sjávarútvegi. „Ég held að öllum sé það ljóst að ef ætti að ná aðildarsamningi fyrir Ísland, sem ætti einhverja von á að vera samþykktur, þyrfti Evrópusambandið nánast bæði að að breyta sjávarútvegsstefnu sinni í öllum grundvallaratriðum sem og að fallast á lausnir í landbúnaði sem gengju þvert á kerfi sambandsins,“ segir utanríkisráðherra.Guðmundur Steingrímsson formaður Bjartrar framtíðar sagði það sérstaka lífsreynslu að vera svo mikið ósamála einum manni á svo skömmum tíma. „Evrópusambandið er ekki bara einhver klúbbur sem maður gengur í og þá verður allt gott. Evrópusambandið er samstarfsvettvangur fullvalda ríkja í Evrópu sem hafa kosið að reyna eftir besta megni að leysa vandamál sín saman,“ sagði Guðmundur.Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar sagði ríkisstjórnina minna sig á söguna af manninum sem hélt að bæ eftir að sprakk á bílnum hjá honum til að fá lánaðan tjakk og sannfærðist um að engan tjakk væri að fá. „Hún er að finna sér stöðugt leiðir til þess að forðast að fá svör við þeim efnislegu spurningum sem þjóðin þarf á að halda að fá svör við í þessu stóra máli. Hún er að finna leiðir til þess að ímynda sér að svörin verði svo svakaleg að það sé ekki réttlætanlegt að spyrja spurninganna,“ sagði Árni Páll Árnason í umræðunum á Alþingi í dag.
Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Ofsótt af ellihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Sjá meira