Gaf nær ókunnugum manni nýra og bjargaði lífi hans Hrund Þórsdóttir skrifar 1. febrúar 2014 18:53 Þeir Hólmar Þór Stefánsson og Gunnar Biering þekktust nær ekkert þegar Gunnar ákvað að gefa Hólmari nýra. Nú er ár liðið frá aðgerðinni og munu nýrun koma saman á ný, þegar þeir félagar hlaupa til að vekja athygli á gjöfum lifandi líffæragjafa. Síðustu daga höfum við fjallað um líffæraskort á Íslandi en Íslendingar sig einna best þjóða sem lifandi gjafar. Hólmar hafði beðið eftir gjafanýra í mörg ár. Hann var mjög hætt kominn og haustið 2012 sendi kona hans bréf til venslafólks. Þar sagði meðal annars: „Við biðjum ykkur kæra fjölskylda og vinir að íhuga þann möguleika að gefa Hólmari nýra. Hafið í huga að þetta er einnig lífgjöf.“ Bréfið barst til Gunnars. Hann reyndist hentugur gjafi og var aldrei í vafa, hann vildi hjálpa til þótt þeir Hólmar þekktust aðeins lauslega. Hann óskaði nafnleyndar og þegar Hólmar mætti í aðgerðina vissi hann ekki hver gjafinn væri. Hann heilsaði Gunnari eins og hverjum öðrum en svo faðmaði Gunnar hann að sér. „Þegar hann spurði mig bara, „Já, þú fattar þetta núna er það ekki?“, varð ég bara orðlaus. Þetta er svo stór gjöf,“ segir Hólmar. „Þetta var vika sem var erfið eftir aðgerð. Fjórum mánuðum eftir aðgerð fór ég á grunnnámskeið í Crossfit þannig að þetta er ekki erfiðara, að gefa nýra, heldur en það. Heilsan er mjög góð,“ segir Gunnar. Hólmar tekur undir og segir að sér líði frábærlega. „Ég er farinn að vinna fulla vinnu og taka þátt í öllu sem mig langar að taka þátt í.“ Þeir félagar ætla að hlaupa tíu kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu í sumar til að vekja athygli á líffæragjöfum lifandi gjafa. Facebooksíða var stofnuð utan um viðburðinn og þegar hafa rúmlega 70 manns skráð sig. Hópurinn hittist á sinni fyrstu æfingu í dag og þar var meðal annars faðir sem bjargaði lífi dóttur sinnar með nýragjöf. En af hverju hlaup? „Ætli það sé ekki bara af því að Gunnari finnst ég vera orðinn of þéttur. Hann hvatti mig til þess , hann er greinilega að halda utan um líf mitt, að ég passi það,“ segir Hólmar og brosir. „Já, hann þarf að fara vel með nýrað,“ bætir Gunnar við. Þeir segja umræðu um líffæragjafir nauðsynlega. Hólmar er ekki viss um að mega gefa sín líffæri en Gunnar er skráður gjafi. „Það er sælla að gefa en þiggja,“ segir Gunnar að lokum. Tengdar fréttir Þriðjungur hafnar líffæragjöf: "Kerfið er óboðlegt og varla siðlegt" 80 til 90 prósent Íslendinga vilja gefa líffæri sín eftir andlát sitt en aðstandendur hafna líffæragjöf í þriðjungi tilfella. Líffæragjafakerfið sem nú er við lýði á Íslandi er óboðlegt og varla siðlegt, segir siðfræðingur sem fjallað hefur um ætlað samþykki. Hann lenti í vandræðum þegar hann ætlaði sjálfur að gerast líffæragjafi. 31. janúar 2014 20:00 Líffæraskortur á Íslandi: Getum ekki vænst þess að fá þau líffæri sem við þurfum Á Íslandi er skortur á líffærum. Þörf er fyrir fleiri líffæragjafa og frumvarpi sem liggur fyrir Alþingi er ætlað að auðvelda fólki að gerast gjafar. 30. janúar 2014 20:00 Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Fleiri fréttir Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Sjá meira
Þeir Hólmar Þór Stefánsson og Gunnar Biering þekktust nær ekkert þegar Gunnar ákvað að gefa Hólmari nýra. Nú er ár liðið frá aðgerðinni og munu nýrun koma saman á ný, þegar þeir félagar hlaupa til að vekja athygli á gjöfum lifandi líffæragjafa. Síðustu daga höfum við fjallað um líffæraskort á Íslandi en Íslendingar sig einna best þjóða sem lifandi gjafar. Hólmar hafði beðið eftir gjafanýra í mörg ár. Hann var mjög hætt kominn og haustið 2012 sendi kona hans bréf til venslafólks. Þar sagði meðal annars: „Við biðjum ykkur kæra fjölskylda og vinir að íhuga þann möguleika að gefa Hólmari nýra. Hafið í huga að þetta er einnig lífgjöf.“ Bréfið barst til Gunnars. Hann reyndist hentugur gjafi og var aldrei í vafa, hann vildi hjálpa til þótt þeir Hólmar þekktust aðeins lauslega. Hann óskaði nafnleyndar og þegar Hólmar mætti í aðgerðina vissi hann ekki hver gjafinn væri. Hann heilsaði Gunnari eins og hverjum öðrum en svo faðmaði Gunnar hann að sér. „Þegar hann spurði mig bara, „Já, þú fattar þetta núna er það ekki?“, varð ég bara orðlaus. Þetta er svo stór gjöf,“ segir Hólmar. „Þetta var vika sem var erfið eftir aðgerð. Fjórum mánuðum eftir aðgerð fór ég á grunnnámskeið í Crossfit þannig að þetta er ekki erfiðara, að gefa nýra, heldur en það. Heilsan er mjög góð,“ segir Gunnar. Hólmar tekur undir og segir að sér líði frábærlega. „Ég er farinn að vinna fulla vinnu og taka þátt í öllu sem mig langar að taka þátt í.“ Þeir félagar ætla að hlaupa tíu kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu í sumar til að vekja athygli á líffæragjöfum lifandi gjafa. Facebooksíða var stofnuð utan um viðburðinn og þegar hafa rúmlega 70 manns skráð sig. Hópurinn hittist á sinni fyrstu æfingu í dag og þar var meðal annars faðir sem bjargaði lífi dóttur sinnar með nýragjöf. En af hverju hlaup? „Ætli það sé ekki bara af því að Gunnari finnst ég vera orðinn of þéttur. Hann hvatti mig til þess , hann er greinilega að halda utan um líf mitt, að ég passi það,“ segir Hólmar og brosir. „Já, hann þarf að fara vel með nýrað,“ bætir Gunnar við. Þeir segja umræðu um líffæragjafir nauðsynlega. Hólmar er ekki viss um að mega gefa sín líffæri en Gunnar er skráður gjafi. „Það er sælla að gefa en þiggja,“ segir Gunnar að lokum.
Tengdar fréttir Þriðjungur hafnar líffæragjöf: "Kerfið er óboðlegt og varla siðlegt" 80 til 90 prósent Íslendinga vilja gefa líffæri sín eftir andlát sitt en aðstandendur hafna líffæragjöf í þriðjungi tilfella. Líffæragjafakerfið sem nú er við lýði á Íslandi er óboðlegt og varla siðlegt, segir siðfræðingur sem fjallað hefur um ætlað samþykki. Hann lenti í vandræðum þegar hann ætlaði sjálfur að gerast líffæragjafi. 31. janúar 2014 20:00 Líffæraskortur á Íslandi: Getum ekki vænst þess að fá þau líffæri sem við þurfum Á Íslandi er skortur á líffærum. Þörf er fyrir fleiri líffæragjafa og frumvarpi sem liggur fyrir Alþingi er ætlað að auðvelda fólki að gerast gjafar. 30. janúar 2014 20:00 Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Fleiri fréttir Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Sjá meira
Þriðjungur hafnar líffæragjöf: "Kerfið er óboðlegt og varla siðlegt" 80 til 90 prósent Íslendinga vilja gefa líffæri sín eftir andlát sitt en aðstandendur hafna líffæragjöf í þriðjungi tilfella. Líffæragjafakerfið sem nú er við lýði á Íslandi er óboðlegt og varla siðlegt, segir siðfræðingur sem fjallað hefur um ætlað samþykki. Hann lenti í vandræðum þegar hann ætlaði sjálfur að gerast líffæragjafi. 31. janúar 2014 20:00
Líffæraskortur á Íslandi: Getum ekki vænst þess að fá þau líffæri sem við þurfum Á Íslandi er skortur á líffærum. Þörf er fyrir fleiri líffæragjafa og frumvarpi sem liggur fyrir Alþingi er ætlað að auðvelda fólki að gerast gjafar. 30. janúar 2014 20:00
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent