Gaf nær ókunnugum manni nýra og bjargaði lífi hans Hrund Þórsdóttir skrifar 1. febrúar 2014 18:53 Þeir Hólmar Þór Stefánsson og Gunnar Biering þekktust nær ekkert þegar Gunnar ákvað að gefa Hólmari nýra. Nú er ár liðið frá aðgerðinni og munu nýrun koma saman á ný, þegar þeir félagar hlaupa til að vekja athygli á gjöfum lifandi líffæragjafa. Síðustu daga höfum við fjallað um líffæraskort á Íslandi en Íslendingar sig einna best þjóða sem lifandi gjafar. Hólmar hafði beðið eftir gjafanýra í mörg ár. Hann var mjög hætt kominn og haustið 2012 sendi kona hans bréf til venslafólks. Þar sagði meðal annars: „Við biðjum ykkur kæra fjölskylda og vinir að íhuga þann möguleika að gefa Hólmari nýra. Hafið í huga að þetta er einnig lífgjöf.“ Bréfið barst til Gunnars. Hann reyndist hentugur gjafi og var aldrei í vafa, hann vildi hjálpa til þótt þeir Hólmar þekktust aðeins lauslega. Hann óskaði nafnleyndar og þegar Hólmar mætti í aðgerðina vissi hann ekki hver gjafinn væri. Hann heilsaði Gunnari eins og hverjum öðrum en svo faðmaði Gunnar hann að sér. „Þegar hann spurði mig bara, „Já, þú fattar þetta núna er það ekki?“, varð ég bara orðlaus. Þetta er svo stór gjöf,“ segir Hólmar. „Þetta var vika sem var erfið eftir aðgerð. Fjórum mánuðum eftir aðgerð fór ég á grunnnámskeið í Crossfit þannig að þetta er ekki erfiðara, að gefa nýra, heldur en það. Heilsan er mjög góð,“ segir Gunnar. Hólmar tekur undir og segir að sér líði frábærlega. „Ég er farinn að vinna fulla vinnu og taka þátt í öllu sem mig langar að taka þátt í.“ Þeir félagar ætla að hlaupa tíu kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu í sumar til að vekja athygli á líffæragjöfum lifandi gjafa. Facebooksíða var stofnuð utan um viðburðinn og þegar hafa rúmlega 70 manns skráð sig. Hópurinn hittist á sinni fyrstu æfingu í dag og þar var meðal annars faðir sem bjargaði lífi dóttur sinnar með nýragjöf. En af hverju hlaup? „Ætli það sé ekki bara af því að Gunnari finnst ég vera orðinn of þéttur. Hann hvatti mig til þess , hann er greinilega að halda utan um líf mitt, að ég passi það,“ segir Hólmar og brosir. „Já, hann þarf að fara vel með nýrað,“ bætir Gunnar við. Þeir segja umræðu um líffæragjafir nauðsynlega. Hólmar er ekki viss um að mega gefa sín líffæri en Gunnar er skráður gjafi. „Það er sælla að gefa en þiggja,“ segir Gunnar að lokum. Tengdar fréttir Þriðjungur hafnar líffæragjöf: "Kerfið er óboðlegt og varla siðlegt" 80 til 90 prósent Íslendinga vilja gefa líffæri sín eftir andlát sitt en aðstandendur hafna líffæragjöf í þriðjungi tilfella. Líffæragjafakerfið sem nú er við lýði á Íslandi er óboðlegt og varla siðlegt, segir siðfræðingur sem fjallað hefur um ætlað samþykki. Hann lenti í vandræðum þegar hann ætlaði sjálfur að gerast líffæragjafi. 31. janúar 2014 20:00 Líffæraskortur á Íslandi: Getum ekki vænst þess að fá þau líffæri sem við þurfum Á Íslandi er skortur á líffærum. Þörf er fyrir fleiri líffæragjafa og frumvarpi sem liggur fyrir Alþingi er ætlað að auðvelda fólki að gerast gjafar. 30. janúar 2014 20:00 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Sjá meira
Þeir Hólmar Þór Stefánsson og Gunnar Biering þekktust nær ekkert þegar Gunnar ákvað að gefa Hólmari nýra. Nú er ár liðið frá aðgerðinni og munu nýrun koma saman á ný, þegar þeir félagar hlaupa til að vekja athygli á gjöfum lifandi líffæragjafa. Síðustu daga höfum við fjallað um líffæraskort á Íslandi en Íslendingar sig einna best þjóða sem lifandi gjafar. Hólmar hafði beðið eftir gjafanýra í mörg ár. Hann var mjög hætt kominn og haustið 2012 sendi kona hans bréf til venslafólks. Þar sagði meðal annars: „Við biðjum ykkur kæra fjölskylda og vinir að íhuga þann möguleika að gefa Hólmari nýra. Hafið í huga að þetta er einnig lífgjöf.“ Bréfið barst til Gunnars. Hann reyndist hentugur gjafi og var aldrei í vafa, hann vildi hjálpa til þótt þeir Hólmar þekktust aðeins lauslega. Hann óskaði nafnleyndar og þegar Hólmar mætti í aðgerðina vissi hann ekki hver gjafinn væri. Hann heilsaði Gunnari eins og hverjum öðrum en svo faðmaði Gunnar hann að sér. „Þegar hann spurði mig bara, „Já, þú fattar þetta núna er það ekki?“, varð ég bara orðlaus. Þetta er svo stór gjöf,“ segir Hólmar. „Þetta var vika sem var erfið eftir aðgerð. Fjórum mánuðum eftir aðgerð fór ég á grunnnámskeið í Crossfit þannig að þetta er ekki erfiðara, að gefa nýra, heldur en það. Heilsan er mjög góð,“ segir Gunnar. Hólmar tekur undir og segir að sér líði frábærlega. „Ég er farinn að vinna fulla vinnu og taka þátt í öllu sem mig langar að taka þátt í.“ Þeir félagar ætla að hlaupa tíu kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu í sumar til að vekja athygli á líffæragjöfum lifandi gjafa. Facebooksíða var stofnuð utan um viðburðinn og þegar hafa rúmlega 70 manns skráð sig. Hópurinn hittist á sinni fyrstu æfingu í dag og þar var meðal annars faðir sem bjargaði lífi dóttur sinnar með nýragjöf. En af hverju hlaup? „Ætli það sé ekki bara af því að Gunnari finnst ég vera orðinn of þéttur. Hann hvatti mig til þess , hann er greinilega að halda utan um líf mitt, að ég passi það,“ segir Hólmar og brosir. „Já, hann þarf að fara vel með nýrað,“ bætir Gunnar við. Þeir segja umræðu um líffæragjafir nauðsynlega. Hólmar er ekki viss um að mega gefa sín líffæri en Gunnar er skráður gjafi. „Það er sælla að gefa en þiggja,“ segir Gunnar að lokum.
Tengdar fréttir Þriðjungur hafnar líffæragjöf: "Kerfið er óboðlegt og varla siðlegt" 80 til 90 prósent Íslendinga vilja gefa líffæri sín eftir andlát sitt en aðstandendur hafna líffæragjöf í þriðjungi tilfella. Líffæragjafakerfið sem nú er við lýði á Íslandi er óboðlegt og varla siðlegt, segir siðfræðingur sem fjallað hefur um ætlað samþykki. Hann lenti í vandræðum þegar hann ætlaði sjálfur að gerast líffæragjafi. 31. janúar 2014 20:00 Líffæraskortur á Íslandi: Getum ekki vænst þess að fá þau líffæri sem við þurfum Á Íslandi er skortur á líffærum. Þörf er fyrir fleiri líffæragjafa og frumvarpi sem liggur fyrir Alþingi er ætlað að auðvelda fólki að gerast gjafar. 30. janúar 2014 20:00 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Sjá meira
Þriðjungur hafnar líffæragjöf: "Kerfið er óboðlegt og varla siðlegt" 80 til 90 prósent Íslendinga vilja gefa líffæri sín eftir andlát sitt en aðstandendur hafna líffæragjöf í þriðjungi tilfella. Líffæragjafakerfið sem nú er við lýði á Íslandi er óboðlegt og varla siðlegt, segir siðfræðingur sem fjallað hefur um ætlað samþykki. Hann lenti í vandræðum þegar hann ætlaði sjálfur að gerast líffæragjafi. 31. janúar 2014 20:00
Líffæraskortur á Íslandi: Getum ekki vænst þess að fá þau líffæri sem við þurfum Á Íslandi er skortur á líffærum. Þörf er fyrir fleiri líffæragjafa og frumvarpi sem liggur fyrir Alþingi er ætlað að auðvelda fólki að gerast gjafar. 30. janúar 2014 20:00