Gaf nær ókunnugum manni nýra og bjargaði lífi hans Hrund Þórsdóttir skrifar 1. febrúar 2014 18:53 Þeir Hólmar Þór Stefánsson og Gunnar Biering þekktust nær ekkert þegar Gunnar ákvað að gefa Hólmari nýra. Nú er ár liðið frá aðgerðinni og munu nýrun koma saman á ný, þegar þeir félagar hlaupa til að vekja athygli á gjöfum lifandi líffæragjafa. Síðustu daga höfum við fjallað um líffæraskort á Íslandi en Íslendingar sig einna best þjóða sem lifandi gjafar. Hólmar hafði beðið eftir gjafanýra í mörg ár. Hann var mjög hætt kominn og haustið 2012 sendi kona hans bréf til venslafólks. Þar sagði meðal annars: „Við biðjum ykkur kæra fjölskylda og vinir að íhuga þann möguleika að gefa Hólmari nýra. Hafið í huga að þetta er einnig lífgjöf.“ Bréfið barst til Gunnars. Hann reyndist hentugur gjafi og var aldrei í vafa, hann vildi hjálpa til þótt þeir Hólmar þekktust aðeins lauslega. Hann óskaði nafnleyndar og þegar Hólmar mætti í aðgerðina vissi hann ekki hver gjafinn væri. Hann heilsaði Gunnari eins og hverjum öðrum en svo faðmaði Gunnar hann að sér. „Þegar hann spurði mig bara, „Já, þú fattar þetta núna er það ekki?“, varð ég bara orðlaus. Þetta er svo stór gjöf,“ segir Hólmar. „Þetta var vika sem var erfið eftir aðgerð. Fjórum mánuðum eftir aðgerð fór ég á grunnnámskeið í Crossfit þannig að þetta er ekki erfiðara, að gefa nýra, heldur en það. Heilsan er mjög góð,“ segir Gunnar. Hólmar tekur undir og segir að sér líði frábærlega. „Ég er farinn að vinna fulla vinnu og taka þátt í öllu sem mig langar að taka þátt í.“ Þeir félagar ætla að hlaupa tíu kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu í sumar til að vekja athygli á líffæragjöfum lifandi gjafa. Facebooksíða var stofnuð utan um viðburðinn og þegar hafa rúmlega 70 manns skráð sig. Hópurinn hittist á sinni fyrstu æfingu í dag og þar var meðal annars faðir sem bjargaði lífi dóttur sinnar með nýragjöf. En af hverju hlaup? „Ætli það sé ekki bara af því að Gunnari finnst ég vera orðinn of þéttur. Hann hvatti mig til þess , hann er greinilega að halda utan um líf mitt, að ég passi það,“ segir Hólmar og brosir. „Já, hann þarf að fara vel með nýrað,“ bætir Gunnar við. Þeir segja umræðu um líffæragjafir nauðsynlega. Hólmar er ekki viss um að mega gefa sín líffæri en Gunnar er skráður gjafi. „Það er sælla að gefa en þiggja,“ segir Gunnar að lokum. Tengdar fréttir Þriðjungur hafnar líffæragjöf: "Kerfið er óboðlegt og varla siðlegt" 80 til 90 prósent Íslendinga vilja gefa líffæri sín eftir andlát sitt en aðstandendur hafna líffæragjöf í þriðjungi tilfella. Líffæragjafakerfið sem nú er við lýði á Íslandi er óboðlegt og varla siðlegt, segir siðfræðingur sem fjallað hefur um ætlað samþykki. Hann lenti í vandræðum þegar hann ætlaði sjálfur að gerast líffæragjafi. 31. janúar 2014 20:00 Líffæraskortur á Íslandi: Getum ekki vænst þess að fá þau líffæri sem við þurfum Á Íslandi er skortur á líffærum. Þörf er fyrir fleiri líffæragjafa og frumvarpi sem liggur fyrir Alþingi er ætlað að auðvelda fólki að gerast gjafar. 30. janúar 2014 20:00 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Sjá meira
Þeir Hólmar Þór Stefánsson og Gunnar Biering þekktust nær ekkert þegar Gunnar ákvað að gefa Hólmari nýra. Nú er ár liðið frá aðgerðinni og munu nýrun koma saman á ný, þegar þeir félagar hlaupa til að vekja athygli á gjöfum lifandi líffæragjafa. Síðustu daga höfum við fjallað um líffæraskort á Íslandi en Íslendingar sig einna best þjóða sem lifandi gjafar. Hólmar hafði beðið eftir gjafanýra í mörg ár. Hann var mjög hætt kominn og haustið 2012 sendi kona hans bréf til venslafólks. Þar sagði meðal annars: „Við biðjum ykkur kæra fjölskylda og vinir að íhuga þann möguleika að gefa Hólmari nýra. Hafið í huga að þetta er einnig lífgjöf.“ Bréfið barst til Gunnars. Hann reyndist hentugur gjafi og var aldrei í vafa, hann vildi hjálpa til þótt þeir Hólmar þekktust aðeins lauslega. Hann óskaði nafnleyndar og þegar Hólmar mætti í aðgerðina vissi hann ekki hver gjafinn væri. Hann heilsaði Gunnari eins og hverjum öðrum en svo faðmaði Gunnar hann að sér. „Þegar hann spurði mig bara, „Já, þú fattar þetta núna er það ekki?“, varð ég bara orðlaus. Þetta er svo stór gjöf,“ segir Hólmar. „Þetta var vika sem var erfið eftir aðgerð. Fjórum mánuðum eftir aðgerð fór ég á grunnnámskeið í Crossfit þannig að þetta er ekki erfiðara, að gefa nýra, heldur en það. Heilsan er mjög góð,“ segir Gunnar. Hólmar tekur undir og segir að sér líði frábærlega. „Ég er farinn að vinna fulla vinnu og taka þátt í öllu sem mig langar að taka þátt í.“ Þeir félagar ætla að hlaupa tíu kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu í sumar til að vekja athygli á líffæragjöfum lifandi gjafa. Facebooksíða var stofnuð utan um viðburðinn og þegar hafa rúmlega 70 manns skráð sig. Hópurinn hittist á sinni fyrstu æfingu í dag og þar var meðal annars faðir sem bjargaði lífi dóttur sinnar með nýragjöf. En af hverju hlaup? „Ætli það sé ekki bara af því að Gunnari finnst ég vera orðinn of þéttur. Hann hvatti mig til þess , hann er greinilega að halda utan um líf mitt, að ég passi það,“ segir Hólmar og brosir. „Já, hann þarf að fara vel með nýrað,“ bætir Gunnar við. Þeir segja umræðu um líffæragjafir nauðsynlega. Hólmar er ekki viss um að mega gefa sín líffæri en Gunnar er skráður gjafi. „Það er sælla að gefa en þiggja,“ segir Gunnar að lokum.
Tengdar fréttir Þriðjungur hafnar líffæragjöf: "Kerfið er óboðlegt og varla siðlegt" 80 til 90 prósent Íslendinga vilja gefa líffæri sín eftir andlát sitt en aðstandendur hafna líffæragjöf í þriðjungi tilfella. Líffæragjafakerfið sem nú er við lýði á Íslandi er óboðlegt og varla siðlegt, segir siðfræðingur sem fjallað hefur um ætlað samþykki. Hann lenti í vandræðum þegar hann ætlaði sjálfur að gerast líffæragjafi. 31. janúar 2014 20:00 Líffæraskortur á Íslandi: Getum ekki vænst þess að fá þau líffæri sem við þurfum Á Íslandi er skortur á líffærum. Þörf er fyrir fleiri líffæragjafa og frumvarpi sem liggur fyrir Alþingi er ætlað að auðvelda fólki að gerast gjafar. 30. janúar 2014 20:00 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Sjá meira
Þriðjungur hafnar líffæragjöf: "Kerfið er óboðlegt og varla siðlegt" 80 til 90 prósent Íslendinga vilja gefa líffæri sín eftir andlát sitt en aðstandendur hafna líffæragjöf í þriðjungi tilfella. Líffæragjafakerfið sem nú er við lýði á Íslandi er óboðlegt og varla siðlegt, segir siðfræðingur sem fjallað hefur um ætlað samþykki. Hann lenti í vandræðum þegar hann ætlaði sjálfur að gerast líffæragjafi. 31. janúar 2014 20:00
Líffæraskortur á Íslandi: Getum ekki vænst þess að fá þau líffæri sem við þurfum Á Íslandi er skortur á líffærum. Þörf er fyrir fleiri líffæragjafa og frumvarpi sem liggur fyrir Alþingi er ætlað að auðvelda fólki að gerast gjafar. 30. janúar 2014 20:00