Líffæraskortur á Íslandi: Getum ekki vænst þess að fá þau líffæri sem við þurfum Hrund Þórsdóttir skrifar 30. janúar 2014 20:00 Í gær hittum við fjölskyldu hins 18 ára gamla Skarphéðins Andra Kristjánssonar sem lést í fyrradag í kjölfar bílslyss. Hann var staðráðinn í að gefa líffæri sín og sex manns lifa vegna gjafar hans. Þetta er því miður undantekning og á Íslandi er skortur á líffærum. Níu Íslendingar þiggja að meðaltali líffæri úr látnum einstaklingum á hverju ári en látnir líffæragjafar hér á landi eru aðeins þrír á ári, sem jafngildir 11 á hverja milljón íbúa. Í meðfylgjandi myndskeiði sést hversu mikið betur aðrar Evrópuþjóðir standa sig. Gengið er út frá ætlaðri neitun hér á landi, það er, gert er ráð fyrir að fólk vilji ekki gefa líffæri sín og þurfa ættingjar að taka ákvörðun við andlát. Þingmenn úr öllum flokkum hafa lagt fram frumvarp um ætlað samþykki, sem felur í sér að fólk þarf að taka fram, vilji það ekki gefa líffæri sín. Búist er við að frumvarpið verði afgreitt úr velferðarnefnd um miðjan febrúar og gæti það svo farið í aðra umræðu fljótlega. Silja Dögg Gunnarsdóttir er fyrsti flutningsmaður þess. „Það er skortur á líffærum og við getum ekki ætlast til þess að fá meira af líffærum en við gefum,“ segir hún. Silja tekur skýrt fram að þótt frumvarpið fari í gegn liggi endanlegt samþykki áfram hjá aðstandendum. Fæstir gangi þó gegn vilja hinna látnu. Hún telur flesta vilja gefa líffæri sín. „Það er í okkur, innra með okkur sem manneskjum, að vilja hjálpa öðru fólki en mjög margir láta þessa skoðun sína ekki í ljós eða skrá þetta ekki sérstaklega,“ segir Silja. Þeim sem vilja gerast líffæragjafar er bent á bækling sem á að vera til taks, til dæmis á heilbrigðisstofnunum og í apótekum. Eins og sjá má í myndskeiðinu fyllir maður einfaldlega út lítið kort, lætur aðstandendur vita um afstöðu sína og geymir svo kortið hjá öðrum persónuskilríkjum. Runólfur Pálsson er í forsvari fyrir líffæraígræðsluteymi Landspítalans. Eins og staðan er í dag, getum við vænst þess að fá öll þau líffæri sem við þurfum, þrátt fyrir að gefa svona fá frá okkur? „Í rauninni ekki,“ segir Runólfur. Þörfin fyrir líffæri hefur aukist vegna tækniframfara og þar sem einstaklingar, sem áður hefði verið synjað um ígræðslur því þeir þættu ekki heppilegir, fá þær í auknum mæli. „Svo er hitt líka að ígrædd líffæri endast í takmarkaðan tíma svo nú eru í auknum mæli að koma einstaklingar á biðlista eftir líffærum sem hafa áður fengið ígræðslur.“ Bið eftir nýra getur verið að allt að þremur árum en góðu fréttirnar eru að Íslendingar standa sig afar vel sem lifandi gjafar. „Íslendingar hafa verið mjög fúsir til að gefa úr sér nýra og það hefur gert að verkum að þessi skortur sem er á líffærum og sérstaklega nýrum, frá látnum, hefur ekki verið eins mikið vandamál og annars hefði verið.“ Runólfur hvetur alla til að gerast líffæragjafar. „Þetta er stórkostlegasta gjöf sem hægt er að gefa og það skiptir miklu máli að fólk ræði þetta við sína nánustu þannig að þeim sé kunnugt um þeirra afstöðu ef um ótímabært andlát er að ræða.“ Tengdar fréttir Líffæraskortur á Íslandi Á Íslandi er skortur á líffærum. Þörf er fyrir fleiri líffæragjafa og frumvarpi sem liggur fyrir Alþingi og þingmenn úr öllum flokkum standa að, er ætlað að auðvelda fólki að gerast gjafar. 30. janúar 2014 16:12 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Fyrrverandi ísraleskir foringjar biðla til Bandaríkjaforseta um að ljúka stríðinu Erlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Einn handtekinn vegna líkamsárasar Innlent Fleiri fréttir Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Sjá meira
Í gær hittum við fjölskyldu hins 18 ára gamla Skarphéðins Andra Kristjánssonar sem lést í fyrradag í kjölfar bílslyss. Hann var staðráðinn í að gefa líffæri sín og sex manns lifa vegna gjafar hans. Þetta er því miður undantekning og á Íslandi er skortur á líffærum. Níu Íslendingar þiggja að meðaltali líffæri úr látnum einstaklingum á hverju ári en látnir líffæragjafar hér á landi eru aðeins þrír á ári, sem jafngildir 11 á hverja milljón íbúa. Í meðfylgjandi myndskeiði sést hversu mikið betur aðrar Evrópuþjóðir standa sig. Gengið er út frá ætlaðri neitun hér á landi, það er, gert er ráð fyrir að fólk vilji ekki gefa líffæri sín og þurfa ættingjar að taka ákvörðun við andlát. Þingmenn úr öllum flokkum hafa lagt fram frumvarp um ætlað samþykki, sem felur í sér að fólk þarf að taka fram, vilji það ekki gefa líffæri sín. Búist er við að frumvarpið verði afgreitt úr velferðarnefnd um miðjan febrúar og gæti það svo farið í aðra umræðu fljótlega. Silja Dögg Gunnarsdóttir er fyrsti flutningsmaður þess. „Það er skortur á líffærum og við getum ekki ætlast til þess að fá meira af líffærum en við gefum,“ segir hún. Silja tekur skýrt fram að þótt frumvarpið fari í gegn liggi endanlegt samþykki áfram hjá aðstandendum. Fæstir gangi þó gegn vilja hinna látnu. Hún telur flesta vilja gefa líffæri sín. „Það er í okkur, innra með okkur sem manneskjum, að vilja hjálpa öðru fólki en mjög margir láta þessa skoðun sína ekki í ljós eða skrá þetta ekki sérstaklega,“ segir Silja. Þeim sem vilja gerast líffæragjafar er bent á bækling sem á að vera til taks, til dæmis á heilbrigðisstofnunum og í apótekum. Eins og sjá má í myndskeiðinu fyllir maður einfaldlega út lítið kort, lætur aðstandendur vita um afstöðu sína og geymir svo kortið hjá öðrum persónuskilríkjum. Runólfur Pálsson er í forsvari fyrir líffæraígræðsluteymi Landspítalans. Eins og staðan er í dag, getum við vænst þess að fá öll þau líffæri sem við þurfum, þrátt fyrir að gefa svona fá frá okkur? „Í rauninni ekki,“ segir Runólfur. Þörfin fyrir líffæri hefur aukist vegna tækniframfara og þar sem einstaklingar, sem áður hefði verið synjað um ígræðslur því þeir þættu ekki heppilegir, fá þær í auknum mæli. „Svo er hitt líka að ígrædd líffæri endast í takmarkaðan tíma svo nú eru í auknum mæli að koma einstaklingar á biðlista eftir líffærum sem hafa áður fengið ígræðslur.“ Bið eftir nýra getur verið að allt að þremur árum en góðu fréttirnar eru að Íslendingar standa sig afar vel sem lifandi gjafar. „Íslendingar hafa verið mjög fúsir til að gefa úr sér nýra og það hefur gert að verkum að þessi skortur sem er á líffærum og sérstaklega nýrum, frá látnum, hefur ekki verið eins mikið vandamál og annars hefði verið.“ Runólfur hvetur alla til að gerast líffæragjafar. „Þetta er stórkostlegasta gjöf sem hægt er að gefa og það skiptir miklu máli að fólk ræði þetta við sína nánustu þannig að þeim sé kunnugt um þeirra afstöðu ef um ótímabært andlát er að ræða.“
Tengdar fréttir Líffæraskortur á Íslandi Á Íslandi er skortur á líffærum. Þörf er fyrir fleiri líffæragjafa og frumvarpi sem liggur fyrir Alþingi og þingmenn úr öllum flokkum standa að, er ætlað að auðvelda fólki að gerast gjafar. 30. janúar 2014 16:12 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Fyrrverandi ísraleskir foringjar biðla til Bandaríkjaforseta um að ljúka stríðinu Erlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Einn handtekinn vegna líkamsárasar Innlent Fleiri fréttir Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Sjá meira
Líffæraskortur á Íslandi Á Íslandi er skortur á líffærum. Þörf er fyrir fleiri líffæragjafa og frumvarpi sem liggur fyrir Alþingi og þingmenn úr öllum flokkum standa að, er ætlað að auðvelda fólki að gerast gjafar. 30. janúar 2014 16:12