Innlent

Í tæpa hálfa öld á Skólavörðustíg

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Einn farsælasti úrsmiður landsins fagnaði 80 ára afmæli sínu í dag og komu kaupmenn á Skólavörðustígnum honum rækilega á óvart í tilefni dagsins. Helgi Sigurðsson hefur staðið vaktina á Skólavörðustíg í tæpa hálfa öld.

Helgi Sigurðsson hefur starfað sem úrsmiður frá árinu 1958. Hann flutti sig yfir á Skólavörðustíginn árið 1967 og hefur verið þar allar götur síðan. Það var fín stemmning við Skólavörðustíg 3 í dag þegar kaupmenn, vinir og fjölskylda Helga kom honum á óvart á stórafmælinu.

„Helgi hefur staðið vaktina vel og lengi. Hann er einn af þessum traustu og skemmtilegu mönnum sem allir elska. Helgi nýtur þess í dag að vera á Skólavörðustíg 3 þar sem mestur straumurinn er og það sjást engin merki þess að hann sé að hætta,“ segir Jakob Frímann Magnússon, miðborgarstjóri í Reykjavík.

„Ég veit ekki hvenær ég hætti,“ segir Helgi á afmælisdeginum. „Ég er ekki búinn að skrifa uppsagnarbréfið og er ekki viss að ég myndi taka við því. Það er enn gaman að fara í vinnuna á morgnanna.“
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.