Innlent

Segir tölvuárásinni hafa verið af­stýrt

Sigríður J. Friðjónsdóttir og Haraldur Johannesen,
Sigríður J. Friðjónsdóttir og Haraldur Johannesen,

„Við teljium að það hafi tekist að afstýra árásinni,“ sagði Jón Bjartmarz, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, spurður hvort hann teldi að það hefði verið framin tölvuárás hér á landi.

Jón ásamt Haraldi Johannesen, ríkislögreglustjóra, og Sigríði J. Friðjónsdóttur ríkissaksóknara, gaf skýrslu á sameiginlegum fundi í Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og Allsherjar- og menntamálanefnd sem nú fer fram á nefndarsviði Alþingis.

Eftir skýrslugjöf gáfu þau Haraldur, Sigríður og Jón færi á sér í viðtal þar sem meðal annars kom fram að embætti ríkislögreglustjóra telur að tölvuárásinni, sem FBI kom hingað til lands að rannsaka sumarið 2011, hafi verið afstýrt með sértækum aðgerðum.

Þá sagði Haraldur að embættið hafi vitað af veru FBI mannanna hér á landi í þá fimm daga sem þeir tóku viðtöl við ungan mann sem er kallaður Siggi hakkari, og virðist í raun hafa verið uppljóstrari alríkislögreglunnar.

Haraldur sagði það aftur á móti innanríkisráðuneytisins að svara fyrir ferðir FBI mannanna eftir að ráðuneytið skipaði yfirvöldum að slíta samstarfi við alríkislögregluna.

Spurður hvort það væri óheppilegt að ráðherra skipti sér af einstöku rannsóknum lögreglunnar svaraði hann: „Ég er bara embættismaður og get ekki sagt til um það hvað er eðlilegt hjá ráðherrum.“



Ríkissaksóknari sagði að engin hefði verið yfirheyrður af hálfu íslenskra yfirvalda vegna málsins en Jón gaf til kynna að árásin væri runnin undan rifjum hóps tölvuþrjóta sem kalla sig Lulzec.



Innanríkisráðherra gefur nú skýrslu hjá nefndinni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×