Innlent

Össur um FBI málið: Erlend lögreglulið fá ekki að vaða hingað inn

Jón Hákon Halldórsson skrifar
„Það sem skiptir máli er það að hingað vaða ekki inn erlend lögreglulið til þess að yfirheyra íslenska borgara án þess að hafa til þess að hafa þar til bærri, samkvæmt lögum og alþjóðlegum samningum, frá íslenskum yfirvöldum," sagði Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra á Alþingi í dag.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, spurði Össur út í atburðarrásina sumarið 2011 þegar lögreglumenn frá bandarísku alríkislögreglunni, FBI, komu hingað til lands til þess að rannsaka yfirvofandi árás á tölvukerfi stjórnarráðsins. Nokkrum vikum síðar komu þeir hingað til lands og yfirheyrðu íslenskan tölvuhakkara, sem kallaður er Siggi hakkari, en svo virðist sem tilgangurinn hafi verið að rannsaka uppljóstrunarsamtökin WikiLeaks.

Eins og fram hefur komið kom FBI hingað til þess að rannsaka yfirvofandi árás á tölvukerfi stjórnarráðsins eftir að réttarbeiðni barst íslenskum stjórnvöldum. Össur telur hins vegar að yfirheyrslurnar yfir Sigga hakkara hafi verið gerðar í algjöru leyfisleysi. „Ég tel af og frá að líta svo á að heimsókn hingað sex vikum fyrr með leyfi íslenskra yfirvalda hafi náð yfir það að koma síðan nokkrum vikum síðar og hefja yfirheyrslur yfir einstaklingi sem virtist fyrst og fremst beinast að Wikileaks," sagði Össur. Hann sagðist telja að ákvörðun Ögmundar um að vísa FBI úr landi hafa verið hárrétt viðbrögð.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.