„Þetta er komið gott núna og ég ætla að láta kné fylgja kviði" Jóhannes Stefánsson skrifar 7. febrúar 2014 16:44 Björn Leifsson segist búinn að fá sig fullsaddan á framferði Reynis Traustasonar í garð sinn og fjölskyldu sinnar. Björn Leifsson, einnig þekktur sem Bjössi í World Class, segist vera búinn að missa þolinmæðina í garð DV og Reynis Traustasonar og hyggst höfða meiðyrðamál á hendur ristjóranum. „Hingað til hef ég ekki nennt að svara þeim. Núna er þetta orðið svo yfirgengilegt að það er út fyrir allan þjófabálk," segir Björn um málið. Hann hefur falið lögmanni sínum að undirbúa málshöfðun á hendur Reyni Traustasyni vegna aðdróttana í garð sín, fjölskyldu sinnar og fyrirtækja sem tengjast World Class. DV birti í gær umfjöllun um Björn, konu hans Hafdísi Jónsdóttur og félög tengd World Class þar sem því er meðal annars haldið fram að Björn hafi fengið World Class að gjöf að nýju eftir að félagið fór í milljarðagjaldþrot. Áður hefur DV haldið því fram að hjónin hafi fengið háa fjármuni afskrifaða, viðhaft kennitöluflakk og óheiðarlega viðskiptahætti.Segir Reyni Traustason leggja fæð á sig „Það hafa aldrei verið afskriftir á lánum hjá okkur," segir Björn. „Mér helst mjög vel á starfsfólki og ég væri ekki með 300 manns í vinnu ef málum væri háttað eins og hann heldur fram. Kannski er besti vitnisburðurinn samt sá að ég er með 25.000 manns í viðskiptum sem koma til okkar aftur og aftur," bætir hann við. „Reynir Traustason leggur fæð á mig. Við erum báðir frá Flateyri og bjuggum hlið við hlið þegar við vorum yngri. Kannski höndlar hann það ekki að mér gangi vel en sér ekki. Kannski er öfundin svona sterkt afl, ég kann ekki aðra skýringu," segir Björn. Björn segir að hann og fjölskylda hans hafi látið meiðyrði Reynis Traustasonar og DV ganga yfir sig hingað til, en nú sé nóg komið. Kornið sem fyllti mælinn er nýjasta umfjöllun DV um málefni World Class. „Þetta er komið gott núna og ég ætla að láta kné fylgja kviði," segir Björn Leifsson að lokum.Hér má sjá yfirlýsingu sem Björn sendi frá sér vegna málsins:„Yfirlýsing frá Birni Leifssyni:Vegna ítrekaðra meiðyrða og atvinnurógs ritstjóra DV í minn garð og fyrirtækja sem annast rekstur líkamsræktarstöðva World Class vil ég koma efitirfafrandi á framfæri:Ekki hefur verið skipt um félög sem standa að rekstri líkamsræktarstöðva World Class og þau hafa ekki skipt um kennitölu.Vegna krafna Straums fjárfestingabanka í kjölfar fjárfestinga í Danmörku sem fyrirtækið Þrek tók þátt í með 25% hlut var óskað eftir gjaldþrotaskiptum félagsins. Áður en til slita kom tókst samkomulag við kröfuhafa og hluthafar tóku aftur við rekstri félgsins. Í samningum þessum fólust ekki afskriftir á lánum. Þrek hafði unnið tvö af fjórum dómsmólum sem slitastjóri fór fram með en samkomulag varð um að draga hin dómsmálinn til baka.Fyrirtækin sem standa að rekstri líkamsræktarstöðva World Class hafa ávallt staðið við allar sínar skuldbindingar.Á undanförnum árum hefur DV ítrekað dróttað um mig, fjöskyldu mína og fyrirtæki sem tengjast World Class. Ég hef fram til þessa ekki viljað svara þessum sora en hef nú tekið ákvörðun um að biðja lögmann minn um að undirbúa meiðyrðamál gegn ritstjóra og útgefanda DV.“ Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Réðst á starfsmenn lögreglu Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Fleiri fréttir Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Sjá meira
Björn Leifsson, einnig þekktur sem Bjössi í World Class, segist vera búinn að missa þolinmæðina í garð DV og Reynis Traustasonar og hyggst höfða meiðyrðamál á hendur ristjóranum. „Hingað til hef ég ekki nennt að svara þeim. Núna er þetta orðið svo yfirgengilegt að það er út fyrir allan þjófabálk," segir Björn um málið. Hann hefur falið lögmanni sínum að undirbúa málshöfðun á hendur Reyni Traustasyni vegna aðdróttana í garð sín, fjölskyldu sinnar og fyrirtækja sem tengjast World Class. DV birti í gær umfjöllun um Björn, konu hans Hafdísi Jónsdóttur og félög tengd World Class þar sem því er meðal annars haldið fram að Björn hafi fengið World Class að gjöf að nýju eftir að félagið fór í milljarðagjaldþrot. Áður hefur DV haldið því fram að hjónin hafi fengið háa fjármuni afskrifaða, viðhaft kennitöluflakk og óheiðarlega viðskiptahætti.Segir Reyni Traustason leggja fæð á sig „Það hafa aldrei verið afskriftir á lánum hjá okkur," segir Björn. „Mér helst mjög vel á starfsfólki og ég væri ekki með 300 manns í vinnu ef málum væri háttað eins og hann heldur fram. Kannski er besti vitnisburðurinn samt sá að ég er með 25.000 manns í viðskiptum sem koma til okkar aftur og aftur," bætir hann við. „Reynir Traustason leggur fæð á mig. Við erum báðir frá Flateyri og bjuggum hlið við hlið þegar við vorum yngri. Kannski höndlar hann það ekki að mér gangi vel en sér ekki. Kannski er öfundin svona sterkt afl, ég kann ekki aðra skýringu," segir Björn. Björn segir að hann og fjölskylda hans hafi látið meiðyrði Reynis Traustasonar og DV ganga yfir sig hingað til, en nú sé nóg komið. Kornið sem fyllti mælinn er nýjasta umfjöllun DV um málefni World Class. „Þetta er komið gott núna og ég ætla að láta kné fylgja kviði," segir Björn Leifsson að lokum.Hér má sjá yfirlýsingu sem Björn sendi frá sér vegna málsins:„Yfirlýsing frá Birni Leifssyni:Vegna ítrekaðra meiðyrða og atvinnurógs ritstjóra DV í minn garð og fyrirtækja sem annast rekstur líkamsræktarstöðva World Class vil ég koma efitirfafrandi á framfæri:Ekki hefur verið skipt um félög sem standa að rekstri líkamsræktarstöðva World Class og þau hafa ekki skipt um kennitölu.Vegna krafna Straums fjárfestingabanka í kjölfar fjárfestinga í Danmörku sem fyrirtækið Þrek tók þátt í með 25% hlut var óskað eftir gjaldþrotaskiptum félagsins. Áður en til slita kom tókst samkomulag við kröfuhafa og hluthafar tóku aftur við rekstri félgsins. Í samningum þessum fólust ekki afskriftir á lánum. Þrek hafði unnið tvö af fjórum dómsmólum sem slitastjóri fór fram með en samkomulag varð um að draga hin dómsmálinn til baka.Fyrirtækin sem standa að rekstri líkamsræktarstöðva World Class hafa ávallt staðið við allar sínar skuldbindingar.Á undanförnum árum hefur DV ítrekað dróttað um mig, fjöskyldu mína og fyrirtæki sem tengjast World Class. Ég hef fram til þessa ekki viljað svara þessum sora en hef nú tekið ákvörðun um að biðja lögmann minn um að undirbúa meiðyrðamál gegn ritstjóra og útgefanda DV.“
Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Réðst á starfsmenn lögreglu Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Fleiri fréttir Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Sjá meira