„Þetta er komið gott núna og ég ætla að láta kné fylgja kviði" Jóhannes Stefánsson skrifar 7. febrúar 2014 16:44 Björn Leifsson segist búinn að fá sig fullsaddan á framferði Reynis Traustasonar í garð sinn og fjölskyldu sinnar. Björn Leifsson, einnig þekktur sem Bjössi í World Class, segist vera búinn að missa þolinmæðina í garð DV og Reynis Traustasonar og hyggst höfða meiðyrðamál á hendur ristjóranum. „Hingað til hef ég ekki nennt að svara þeim. Núna er þetta orðið svo yfirgengilegt að það er út fyrir allan þjófabálk," segir Björn um málið. Hann hefur falið lögmanni sínum að undirbúa málshöfðun á hendur Reyni Traustasyni vegna aðdróttana í garð sín, fjölskyldu sinnar og fyrirtækja sem tengjast World Class. DV birti í gær umfjöllun um Björn, konu hans Hafdísi Jónsdóttur og félög tengd World Class þar sem því er meðal annars haldið fram að Björn hafi fengið World Class að gjöf að nýju eftir að félagið fór í milljarðagjaldþrot. Áður hefur DV haldið því fram að hjónin hafi fengið háa fjármuni afskrifaða, viðhaft kennitöluflakk og óheiðarlega viðskiptahætti.Segir Reyni Traustason leggja fæð á sig „Það hafa aldrei verið afskriftir á lánum hjá okkur," segir Björn. „Mér helst mjög vel á starfsfólki og ég væri ekki með 300 manns í vinnu ef málum væri háttað eins og hann heldur fram. Kannski er besti vitnisburðurinn samt sá að ég er með 25.000 manns í viðskiptum sem koma til okkar aftur og aftur," bætir hann við. „Reynir Traustason leggur fæð á mig. Við erum báðir frá Flateyri og bjuggum hlið við hlið þegar við vorum yngri. Kannski höndlar hann það ekki að mér gangi vel en sér ekki. Kannski er öfundin svona sterkt afl, ég kann ekki aðra skýringu," segir Björn. Björn segir að hann og fjölskylda hans hafi látið meiðyrði Reynis Traustasonar og DV ganga yfir sig hingað til, en nú sé nóg komið. Kornið sem fyllti mælinn er nýjasta umfjöllun DV um málefni World Class. „Þetta er komið gott núna og ég ætla að láta kné fylgja kviði," segir Björn Leifsson að lokum.Hér má sjá yfirlýsingu sem Björn sendi frá sér vegna málsins:„Yfirlýsing frá Birni Leifssyni:Vegna ítrekaðra meiðyrða og atvinnurógs ritstjóra DV í minn garð og fyrirtækja sem annast rekstur líkamsræktarstöðva World Class vil ég koma efitirfafrandi á framfæri:Ekki hefur verið skipt um félög sem standa að rekstri líkamsræktarstöðva World Class og þau hafa ekki skipt um kennitölu.Vegna krafna Straums fjárfestingabanka í kjölfar fjárfestinga í Danmörku sem fyrirtækið Þrek tók þátt í með 25% hlut var óskað eftir gjaldþrotaskiptum félagsins. Áður en til slita kom tókst samkomulag við kröfuhafa og hluthafar tóku aftur við rekstri félgsins. Í samningum þessum fólust ekki afskriftir á lánum. Þrek hafði unnið tvö af fjórum dómsmólum sem slitastjóri fór fram með en samkomulag varð um að draga hin dómsmálinn til baka.Fyrirtækin sem standa að rekstri líkamsræktarstöðva World Class hafa ávallt staðið við allar sínar skuldbindingar.Á undanförnum árum hefur DV ítrekað dróttað um mig, fjöskyldu mína og fyrirtæki sem tengjast World Class. Ég hef fram til þessa ekki viljað svara þessum sora en hef nú tekið ákvörðun um að biðja lögmann minn um að undirbúa meiðyrðamál gegn ritstjóra og útgefanda DV.“ Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Sjá meira
Björn Leifsson, einnig þekktur sem Bjössi í World Class, segist vera búinn að missa þolinmæðina í garð DV og Reynis Traustasonar og hyggst höfða meiðyrðamál á hendur ristjóranum. „Hingað til hef ég ekki nennt að svara þeim. Núna er þetta orðið svo yfirgengilegt að það er út fyrir allan þjófabálk," segir Björn um málið. Hann hefur falið lögmanni sínum að undirbúa málshöfðun á hendur Reyni Traustasyni vegna aðdróttana í garð sín, fjölskyldu sinnar og fyrirtækja sem tengjast World Class. DV birti í gær umfjöllun um Björn, konu hans Hafdísi Jónsdóttur og félög tengd World Class þar sem því er meðal annars haldið fram að Björn hafi fengið World Class að gjöf að nýju eftir að félagið fór í milljarðagjaldþrot. Áður hefur DV haldið því fram að hjónin hafi fengið háa fjármuni afskrifaða, viðhaft kennitöluflakk og óheiðarlega viðskiptahætti.Segir Reyni Traustason leggja fæð á sig „Það hafa aldrei verið afskriftir á lánum hjá okkur," segir Björn. „Mér helst mjög vel á starfsfólki og ég væri ekki með 300 manns í vinnu ef málum væri háttað eins og hann heldur fram. Kannski er besti vitnisburðurinn samt sá að ég er með 25.000 manns í viðskiptum sem koma til okkar aftur og aftur," bætir hann við. „Reynir Traustason leggur fæð á mig. Við erum báðir frá Flateyri og bjuggum hlið við hlið þegar við vorum yngri. Kannski höndlar hann það ekki að mér gangi vel en sér ekki. Kannski er öfundin svona sterkt afl, ég kann ekki aðra skýringu," segir Björn. Björn segir að hann og fjölskylda hans hafi látið meiðyrði Reynis Traustasonar og DV ganga yfir sig hingað til, en nú sé nóg komið. Kornið sem fyllti mælinn er nýjasta umfjöllun DV um málefni World Class. „Þetta er komið gott núna og ég ætla að láta kné fylgja kviði," segir Björn Leifsson að lokum.Hér má sjá yfirlýsingu sem Björn sendi frá sér vegna málsins:„Yfirlýsing frá Birni Leifssyni:Vegna ítrekaðra meiðyrða og atvinnurógs ritstjóra DV í minn garð og fyrirtækja sem annast rekstur líkamsræktarstöðva World Class vil ég koma efitirfafrandi á framfæri:Ekki hefur verið skipt um félög sem standa að rekstri líkamsræktarstöðva World Class og þau hafa ekki skipt um kennitölu.Vegna krafna Straums fjárfestingabanka í kjölfar fjárfestinga í Danmörku sem fyrirtækið Þrek tók þátt í með 25% hlut var óskað eftir gjaldþrotaskiptum félagsins. Áður en til slita kom tókst samkomulag við kröfuhafa og hluthafar tóku aftur við rekstri félgsins. Í samningum þessum fólust ekki afskriftir á lánum. Þrek hafði unnið tvö af fjórum dómsmólum sem slitastjóri fór fram með en samkomulag varð um að draga hin dómsmálinn til baka.Fyrirtækin sem standa að rekstri líkamsræktarstöðva World Class hafa ávallt staðið við allar sínar skuldbindingar.Á undanförnum árum hefur DV ítrekað dróttað um mig, fjöskyldu mína og fyrirtæki sem tengjast World Class. Ég hef fram til þessa ekki viljað svara þessum sora en hef nú tekið ákvörðun um að biðja lögmann minn um að undirbúa meiðyrðamál gegn ritstjóra og útgefanda DV.“
Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Sjá meira