„Þetta er komið gott núna og ég ætla að láta kné fylgja kviði" Jóhannes Stefánsson skrifar 7. febrúar 2014 16:44 Björn Leifsson segist búinn að fá sig fullsaddan á framferði Reynis Traustasonar í garð sinn og fjölskyldu sinnar. Björn Leifsson, einnig þekktur sem Bjössi í World Class, segist vera búinn að missa þolinmæðina í garð DV og Reynis Traustasonar og hyggst höfða meiðyrðamál á hendur ristjóranum. „Hingað til hef ég ekki nennt að svara þeim. Núna er þetta orðið svo yfirgengilegt að það er út fyrir allan þjófabálk," segir Björn um málið. Hann hefur falið lögmanni sínum að undirbúa málshöfðun á hendur Reyni Traustasyni vegna aðdróttana í garð sín, fjölskyldu sinnar og fyrirtækja sem tengjast World Class. DV birti í gær umfjöllun um Björn, konu hans Hafdísi Jónsdóttur og félög tengd World Class þar sem því er meðal annars haldið fram að Björn hafi fengið World Class að gjöf að nýju eftir að félagið fór í milljarðagjaldþrot. Áður hefur DV haldið því fram að hjónin hafi fengið háa fjármuni afskrifaða, viðhaft kennitöluflakk og óheiðarlega viðskiptahætti.Segir Reyni Traustason leggja fæð á sig „Það hafa aldrei verið afskriftir á lánum hjá okkur," segir Björn. „Mér helst mjög vel á starfsfólki og ég væri ekki með 300 manns í vinnu ef málum væri háttað eins og hann heldur fram. Kannski er besti vitnisburðurinn samt sá að ég er með 25.000 manns í viðskiptum sem koma til okkar aftur og aftur," bætir hann við. „Reynir Traustason leggur fæð á mig. Við erum báðir frá Flateyri og bjuggum hlið við hlið þegar við vorum yngri. Kannski höndlar hann það ekki að mér gangi vel en sér ekki. Kannski er öfundin svona sterkt afl, ég kann ekki aðra skýringu," segir Björn. Björn segir að hann og fjölskylda hans hafi látið meiðyrði Reynis Traustasonar og DV ganga yfir sig hingað til, en nú sé nóg komið. Kornið sem fyllti mælinn er nýjasta umfjöllun DV um málefni World Class. „Þetta er komið gott núna og ég ætla að láta kné fylgja kviði," segir Björn Leifsson að lokum.Hér má sjá yfirlýsingu sem Björn sendi frá sér vegna málsins:„Yfirlýsing frá Birni Leifssyni:Vegna ítrekaðra meiðyrða og atvinnurógs ritstjóra DV í minn garð og fyrirtækja sem annast rekstur líkamsræktarstöðva World Class vil ég koma efitirfafrandi á framfæri:Ekki hefur verið skipt um félög sem standa að rekstri líkamsræktarstöðva World Class og þau hafa ekki skipt um kennitölu.Vegna krafna Straums fjárfestingabanka í kjölfar fjárfestinga í Danmörku sem fyrirtækið Þrek tók þátt í með 25% hlut var óskað eftir gjaldþrotaskiptum félagsins. Áður en til slita kom tókst samkomulag við kröfuhafa og hluthafar tóku aftur við rekstri félgsins. Í samningum þessum fólust ekki afskriftir á lánum. Þrek hafði unnið tvö af fjórum dómsmólum sem slitastjóri fór fram með en samkomulag varð um að draga hin dómsmálinn til baka.Fyrirtækin sem standa að rekstri líkamsræktarstöðva World Class hafa ávallt staðið við allar sínar skuldbindingar.Á undanförnum árum hefur DV ítrekað dróttað um mig, fjöskyldu mína og fyrirtæki sem tengjast World Class. Ég hef fram til þessa ekki viljað svara þessum sora en hef nú tekið ákvörðun um að biðja lögmann minn um að undirbúa meiðyrðamál gegn ritstjóra og útgefanda DV.“ Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Fleiri fréttir Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Sjá meira
Björn Leifsson, einnig þekktur sem Bjössi í World Class, segist vera búinn að missa þolinmæðina í garð DV og Reynis Traustasonar og hyggst höfða meiðyrðamál á hendur ristjóranum. „Hingað til hef ég ekki nennt að svara þeim. Núna er þetta orðið svo yfirgengilegt að það er út fyrir allan þjófabálk," segir Björn um málið. Hann hefur falið lögmanni sínum að undirbúa málshöfðun á hendur Reyni Traustasyni vegna aðdróttana í garð sín, fjölskyldu sinnar og fyrirtækja sem tengjast World Class. DV birti í gær umfjöllun um Björn, konu hans Hafdísi Jónsdóttur og félög tengd World Class þar sem því er meðal annars haldið fram að Björn hafi fengið World Class að gjöf að nýju eftir að félagið fór í milljarðagjaldþrot. Áður hefur DV haldið því fram að hjónin hafi fengið háa fjármuni afskrifaða, viðhaft kennitöluflakk og óheiðarlega viðskiptahætti.Segir Reyni Traustason leggja fæð á sig „Það hafa aldrei verið afskriftir á lánum hjá okkur," segir Björn. „Mér helst mjög vel á starfsfólki og ég væri ekki með 300 manns í vinnu ef málum væri háttað eins og hann heldur fram. Kannski er besti vitnisburðurinn samt sá að ég er með 25.000 manns í viðskiptum sem koma til okkar aftur og aftur," bætir hann við. „Reynir Traustason leggur fæð á mig. Við erum báðir frá Flateyri og bjuggum hlið við hlið þegar við vorum yngri. Kannski höndlar hann það ekki að mér gangi vel en sér ekki. Kannski er öfundin svona sterkt afl, ég kann ekki aðra skýringu," segir Björn. Björn segir að hann og fjölskylda hans hafi látið meiðyrði Reynis Traustasonar og DV ganga yfir sig hingað til, en nú sé nóg komið. Kornið sem fyllti mælinn er nýjasta umfjöllun DV um málefni World Class. „Þetta er komið gott núna og ég ætla að láta kné fylgja kviði," segir Björn Leifsson að lokum.Hér má sjá yfirlýsingu sem Björn sendi frá sér vegna málsins:„Yfirlýsing frá Birni Leifssyni:Vegna ítrekaðra meiðyrða og atvinnurógs ritstjóra DV í minn garð og fyrirtækja sem annast rekstur líkamsræktarstöðva World Class vil ég koma efitirfafrandi á framfæri:Ekki hefur verið skipt um félög sem standa að rekstri líkamsræktarstöðva World Class og þau hafa ekki skipt um kennitölu.Vegna krafna Straums fjárfestingabanka í kjölfar fjárfestinga í Danmörku sem fyrirtækið Þrek tók þátt í með 25% hlut var óskað eftir gjaldþrotaskiptum félagsins. Áður en til slita kom tókst samkomulag við kröfuhafa og hluthafar tóku aftur við rekstri félgsins. Í samningum þessum fólust ekki afskriftir á lánum. Þrek hafði unnið tvö af fjórum dómsmólum sem slitastjóri fór fram með en samkomulag varð um að draga hin dómsmálinn til baka.Fyrirtækin sem standa að rekstri líkamsræktarstöðva World Class hafa ávallt staðið við allar sínar skuldbindingar.Á undanförnum árum hefur DV ítrekað dróttað um mig, fjöskyldu mína og fyrirtæki sem tengjast World Class. Ég hef fram til þessa ekki viljað svara þessum sora en hef nú tekið ákvörðun um að biðja lögmann minn um að undirbúa meiðyrðamál gegn ritstjóra og útgefanda DV.“
Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Fleiri fréttir Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Sjá meira