„Þetta er komið gott núna og ég ætla að láta kné fylgja kviði" Jóhannes Stefánsson skrifar 7. febrúar 2014 16:44 Björn Leifsson segist búinn að fá sig fullsaddan á framferði Reynis Traustasonar í garð sinn og fjölskyldu sinnar. Björn Leifsson, einnig þekktur sem Bjössi í World Class, segist vera búinn að missa þolinmæðina í garð DV og Reynis Traustasonar og hyggst höfða meiðyrðamál á hendur ristjóranum. „Hingað til hef ég ekki nennt að svara þeim. Núna er þetta orðið svo yfirgengilegt að það er út fyrir allan þjófabálk," segir Björn um málið. Hann hefur falið lögmanni sínum að undirbúa málshöfðun á hendur Reyni Traustasyni vegna aðdróttana í garð sín, fjölskyldu sinnar og fyrirtækja sem tengjast World Class. DV birti í gær umfjöllun um Björn, konu hans Hafdísi Jónsdóttur og félög tengd World Class þar sem því er meðal annars haldið fram að Björn hafi fengið World Class að gjöf að nýju eftir að félagið fór í milljarðagjaldþrot. Áður hefur DV haldið því fram að hjónin hafi fengið háa fjármuni afskrifaða, viðhaft kennitöluflakk og óheiðarlega viðskiptahætti.Segir Reyni Traustason leggja fæð á sig „Það hafa aldrei verið afskriftir á lánum hjá okkur," segir Björn. „Mér helst mjög vel á starfsfólki og ég væri ekki með 300 manns í vinnu ef málum væri háttað eins og hann heldur fram. Kannski er besti vitnisburðurinn samt sá að ég er með 25.000 manns í viðskiptum sem koma til okkar aftur og aftur," bætir hann við. „Reynir Traustason leggur fæð á mig. Við erum báðir frá Flateyri og bjuggum hlið við hlið þegar við vorum yngri. Kannski höndlar hann það ekki að mér gangi vel en sér ekki. Kannski er öfundin svona sterkt afl, ég kann ekki aðra skýringu," segir Björn. Björn segir að hann og fjölskylda hans hafi látið meiðyrði Reynis Traustasonar og DV ganga yfir sig hingað til, en nú sé nóg komið. Kornið sem fyllti mælinn er nýjasta umfjöllun DV um málefni World Class. „Þetta er komið gott núna og ég ætla að láta kné fylgja kviði," segir Björn Leifsson að lokum.Hér má sjá yfirlýsingu sem Björn sendi frá sér vegna málsins:„Yfirlýsing frá Birni Leifssyni:Vegna ítrekaðra meiðyrða og atvinnurógs ritstjóra DV í minn garð og fyrirtækja sem annast rekstur líkamsræktarstöðva World Class vil ég koma efitirfafrandi á framfæri:Ekki hefur verið skipt um félög sem standa að rekstri líkamsræktarstöðva World Class og þau hafa ekki skipt um kennitölu.Vegna krafna Straums fjárfestingabanka í kjölfar fjárfestinga í Danmörku sem fyrirtækið Þrek tók þátt í með 25% hlut var óskað eftir gjaldþrotaskiptum félagsins. Áður en til slita kom tókst samkomulag við kröfuhafa og hluthafar tóku aftur við rekstri félgsins. Í samningum þessum fólust ekki afskriftir á lánum. Þrek hafði unnið tvö af fjórum dómsmólum sem slitastjóri fór fram með en samkomulag varð um að draga hin dómsmálinn til baka.Fyrirtækin sem standa að rekstri líkamsræktarstöðva World Class hafa ávallt staðið við allar sínar skuldbindingar.Á undanförnum árum hefur DV ítrekað dróttað um mig, fjöskyldu mína og fyrirtæki sem tengjast World Class. Ég hef fram til þessa ekki viljað svara þessum sora en hef nú tekið ákvörðun um að biðja lögmann minn um að undirbúa meiðyrðamál gegn ritstjóra og útgefanda DV.“ Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Björn Leifsson, einnig þekktur sem Bjössi í World Class, segist vera búinn að missa þolinmæðina í garð DV og Reynis Traustasonar og hyggst höfða meiðyrðamál á hendur ristjóranum. „Hingað til hef ég ekki nennt að svara þeim. Núna er þetta orðið svo yfirgengilegt að það er út fyrir allan þjófabálk," segir Björn um málið. Hann hefur falið lögmanni sínum að undirbúa málshöfðun á hendur Reyni Traustasyni vegna aðdróttana í garð sín, fjölskyldu sinnar og fyrirtækja sem tengjast World Class. DV birti í gær umfjöllun um Björn, konu hans Hafdísi Jónsdóttur og félög tengd World Class þar sem því er meðal annars haldið fram að Björn hafi fengið World Class að gjöf að nýju eftir að félagið fór í milljarðagjaldþrot. Áður hefur DV haldið því fram að hjónin hafi fengið háa fjármuni afskrifaða, viðhaft kennitöluflakk og óheiðarlega viðskiptahætti.Segir Reyni Traustason leggja fæð á sig „Það hafa aldrei verið afskriftir á lánum hjá okkur," segir Björn. „Mér helst mjög vel á starfsfólki og ég væri ekki með 300 manns í vinnu ef málum væri háttað eins og hann heldur fram. Kannski er besti vitnisburðurinn samt sá að ég er með 25.000 manns í viðskiptum sem koma til okkar aftur og aftur," bætir hann við. „Reynir Traustason leggur fæð á mig. Við erum báðir frá Flateyri og bjuggum hlið við hlið þegar við vorum yngri. Kannski höndlar hann það ekki að mér gangi vel en sér ekki. Kannski er öfundin svona sterkt afl, ég kann ekki aðra skýringu," segir Björn. Björn segir að hann og fjölskylda hans hafi látið meiðyrði Reynis Traustasonar og DV ganga yfir sig hingað til, en nú sé nóg komið. Kornið sem fyllti mælinn er nýjasta umfjöllun DV um málefni World Class. „Þetta er komið gott núna og ég ætla að láta kné fylgja kviði," segir Björn Leifsson að lokum.Hér má sjá yfirlýsingu sem Björn sendi frá sér vegna málsins:„Yfirlýsing frá Birni Leifssyni:Vegna ítrekaðra meiðyrða og atvinnurógs ritstjóra DV í minn garð og fyrirtækja sem annast rekstur líkamsræktarstöðva World Class vil ég koma efitirfafrandi á framfæri:Ekki hefur verið skipt um félög sem standa að rekstri líkamsræktarstöðva World Class og þau hafa ekki skipt um kennitölu.Vegna krafna Straums fjárfestingabanka í kjölfar fjárfestinga í Danmörku sem fyrirtækið Þrek tók þátt í með 25% hlut var óskað eftir gjaldþrotaskiptum félagsins. Áður en til slita kom tókst samkomulag við kröfuhafa og hluthafar tóku aftur við rekstri félgsins. Í samningum þessum fólust ekki afskriftir á lánum. Þrek hafði unnið tvö af fjórum dómsmólum sem slitastjóri fór fram með en samkomulag varð um að draga hin dómsmálinn til baka.Fyrirtækin sem standa að rekstri líkamsræktarstöðva World Class hafa ávallt staðið við allar sínar skuldbindingar.Á undanförnum árum hefur DV ítrekað dróttað um mig, fjöskyldu mína og fyrirtæki sem tengjast World Class. Ég hef fram til þessa ekki viljað svara þessum sora en hef nú tekið ákvörðun um að biðja lögmann minn um að undirbúa meiðyrðamál gegn ritstjóra og útgefanda DV.“
Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira