Erlent

Írönum boðin þátttaka í viðræðum um Sýrland

Ban ki-Moon, framkvæmdastjóri SÞ.
Ban ki-Moon, framkvæmdastjóri SÞ. Vísir/AFP
Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur boðið Írönum að taka þátt í friðarviðræðum vegna stríðsins í Sýrlandi, sem halda á í Sviss í þessari viku.

Yfirvöld í Íran hafa þegar þekkst boðið en Ban Ki-moon segist hafa verið fullvissaður um að Íranar muni leggja sitt af mörkum til þess að koma á bráðabirgðastjórn í landinu.

Helstu fulltrúar uppreisnarmanna í Sýrlandi tóku fregnunum illa og segjast þeir ætla að draga sig út úr viðræðunum verði Írönum, sem eru stuðningsmenn Al-Assads forseta, boðið að samningaborðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×