Erlent

Eiturlyfjabarón handtekinn eftir að komst upp um hann á Instagram

Stefán Árni Pálsson skrifar
El Chino Antrax varð of áberandi á samskiptamiðlunum.
El Chino Antrax varð of áberandi á samskiptamiðlunum. mynd / skjáskot.
Mexíkóskur eiturlyfjabarón var handtekinn á dögunum eftir að komst upp um hann á samskiptamiðlunum  Instagram og Twitter.

Jose Rodrigo Arechiga Gamboa eða El Chino Antrax eins og hann er þekktur í undirheiminum birti fjölda mynda á miðlunum þar sem dýr lífstíll hans kom vel í ljós.

Mexíkósk yfirvöld hafa fylgst grannt með færslum mannsins lengi og létu síðan einn daginn til skara skríða.

Maðurinn var handtekinn á flugvelli í Amsterdam en hann hefur verið eftirlýstur í Suður-Karólínu um tíma og ku hann vera einn sá stærsti í dreifingu á eiturlyfjum í Norður Ameríku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×