Erlent

Biður Bandaríkin að vera fús til samstarfs við Norður-Kóreu

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Bae var handtekinn í nóvember árið 2012.
Bae var handtekinn í nóvember árið 2012. vísir/ap
Kenneth Bae, bandarískur ríkisborgari sem dæmdur var í 15 ára þrælkunarvinnu í Norður-Kóreu í fyrra, biðlar til bandarískra yfirvalda um að vera samstarfsfús Norður-Kóreumönnum í von um að verða látinn laus.

Þetta gerði Bae á einskonar blaðamannafundi í Pyongyang í dag en hann var handtekinn í nóvember árið 2012 og dæmdur í maí í fyrra en hann var grunaður um að ætla að fella ríkisstjórn Norður-Kóreu.

Bae segist telja að enginn bandarískur ríkisborgari hafi verið lengur í haldi yfirvalda í Norður-Kóreu en hann tók það þó fram á fundinum að hann hefði ekki sætt illri meðferð í fangelsinu. Hins vegar er talið líklegt að Bae hafi verið undir ströngu eftirliti á fundinum og því mögulega ófær um að segja alla söguna.

Bandarísk yfirvöld hafa áhyggjur af heilsufari Bae og halda áfram að þrýsta á Norður-Kóreumenn að láta hann lausan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×