Erlent

Íranir verða ekki með í friðarviðræðum

Ban ki-Moon, framkvæmdastjóri SÞ.
Ban ki-Moon, framkvæmdastjóri SÞ. Vísir/AFP
Íranir ákváðu í gærkvöldi að þiggja ekki boð Sameinuðu þjóðanna um að sitja friðarviðræður vegna Sýrlandsstríðsins sem hefjast eiga í Sviss í vikunni. Það vakti mikla athygli og deilur í gær þegar fréttist af því að Ban Ki-moon framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hafði boðið Íran að vera með.

Uppreisnarmenn í Sýrlandi sögðust strax ekki ætla að mæta og Bandaríkjamenn gagnrýndu málið hart og kröfðust þess að Íranir myndu skrifa undir viljayfirlýsingu sem gerð var á dögunum þar sem meðal annars gengið er út frá því að al-Assad forseti fari frá völdum.

Þessu neituðu Íranir og munu því ekki mæta til fundarins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×