Umfjöllun: Ísland - Svíþjóð 0-2 | Tveggja marka tap í Abú Dabí Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. janúar 2014 11:53 Ísland mátti sætta sig við 2-0 tap fyrir Svíum í æfingaleik sem fór fram í Abú Dabí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í dag.Robin Quaison og varamaðurinn Guilllermo Molins skoruðu mörk Svía í dag en sigurinn verður að teljast sanngjarn. Strákarnir fengu þó ágæt færi og byrjuðu vel í seinni hálfleik en það reyndist of lítið. Bæði lið fengu sín færi á meðan staðan var enn markalaus. Besta færi Íslands í fyrri hálfleik fékk Arnór Smárason sem skallaði sendingu Matthíasar Vilhjálmssonar framhjá á 28. mínútu.Hannes Þór Halldórsson varði tvívegis vel frá Svíum snemma leiks og í seinna skiptið frá Nabil Bahoui sem átti skalla að marki úr góðu færi. Svíar komust svo yfir á 33. mínútu eftir snarpa sókn. Þeir unnu boltann á miðjunni og strákarnir voru of seinir að bregðast við. Bahoui átti góða stungusendingu inn á Quaison sem afgreiddi knöttinn með fyrstu snertingu neðst í nærhornið. Síðari hálfleikur byrjaði svo vel hjá okkar mönnum og komst Matthías nálægt því að jafna metin er hann reyndi að stýra sendingu Björns Daníels Sverrissonar í markið. Varamarkvörður Svía, David Nilsson, bjargaði hins vegar í horn. Svíar sóttu í sig veðrið eftir þetta og uppskáru annað mark á 63. mínútu. Molins skoraði með föstu skoti í teignum eftir sendingu Christoffer Nyman yfir þveran teiginn. Leikurinn fjaraði út hægt og rólega eftir þetta enda margar breytingar gerðar á liðunum í síðari hálfleiknum. Guðmundur Þórarinsson, einn varamanna Íslands, fékk besta færi Íslands til að minnka muninn er hann skaut í stöng af löngu færi. Fótbolti Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Sjá meira
Ísland mátti sætta sig við 2-0 tap fyrir Svíum í æfingaleik sem fór fram í Abú Dabí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í dag.Robin Quaison og varamaðurinn Guilllermo Molins skoruðu mörk Svía í dag en sigurinn verður að teljast sanngjarn. Strákarnir fengu þó ágæt færi og byrjuðu vel í seinni hálfleik en það reyndist of lítið. Bæði lið fengu sín færi á meðan staðan var enn markalaus. Besta færi Íslands í fyrri hálfleik fékk Arnór Smárason sem skallaði sendingu Matthíasar Vilhjálmssonar framhjá á 28. mínútu.Hannes Þór Halldórsson varði tvívegis vel frá Svíum snemma leiks og í seinna skiptið frá Nabil Bahoui sem átti skalla að marki úr góðu færi. Svíar komust svo yfir á 33. mínútu eftir snarpa sókn. Þeir unnu boltann á miðjunni og strákarnir voru of seinir að bregðast við. Bahoui átti góða stungusendingu inn á Quaison sem afgreiddi knöttinn með fyrstu snertingu neðst í nærhornið. Síðari hálfleikur byrjaði svo vel hjá okkar mönnum og komst Matthías nálægt því að jafna metin er hann reyndi að stýra sendingu Björns Daníels Sverrissonar í markið. Varamarkvörður Svía, David Nilsson, bjargaði hins vegar í horn. Svíar sóttu í sig veðrið eftir þetta og uppskáru annað mark á 63. mínútu. Molins skoraði með föstu skoti í teignum eftir sendingu Christoffer Nyman yfir þveran teiginn. Leikurinn fjaraði út hægt og rólega eftir þetta enda margar breytingar gerðar á liðunum í síðari hálfleiknum. Guðmundur Þórarinsson, einn varamanna Íslands, fékk besta færi Íslands til að minnka muninn er hann skaut í stöng af löngu færi.
Fótbolti Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Sjá meira