Kanínukjöt á boðstólnum hér á landi fyrir næstu jól Kjartan Atli Kjartansson skrifar 23. janúar 2014 14:49 Birgit býður Íslendingum upp á kanínukjöt fyrir næstu jól. „Ég stefni að því að senda fyrsta kanínukjötið á markað hér á landi fyrir jólin,“ segir Birgit Kositzke, kanínubóndi í Húnaþingi vestra. Hún segir kanínukjöt vera mjög ljúffengt. „Sumir segja að þetta bragðist eins og kalkúnn, en ég get ekki alveg verið sammála því. Þetta er hvítt kjöt en bragðið er einstakt,“ útskýrir Birgit. Samhliða kanínuslátrun mun hún gefa út bækling með uppskriftum. „Kanínukjöt í sinnepssósu er ótrúlega góður réttur. Svo þykir mér kínverskur réttur; kanínukjöt með banana og rúsínum í rjómasósu vera algjört sælgæti,“ segir Birgit. Hún er frá austurhluta Þýskalands og var kanínurækt stunduð á heimili hennar í æsku. „Við steiktum kanínukjötið yfirleitt í ofni. En svo var líka oft súpa með kanínukjöti. Það er hægt að vinna mikið með kjötið og gera marga frábæra rétti.“ Bær hennar er fimm kílómetrum norðan við Hvammstanga og hefur Sláturhúsið þar fengið leyfi til að slátra kanínum frá Matvælastofnun. Hún er með um 60 kanínur í ræktun og hyggst fjölga þeim í 170. Hún ætlar að byrja smátt en vinna sig svo upp og árið 2018 hyggst hún vera komin á fullt skrið með ræktunina. Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira
„Ég stefni að því að senda fyrsta kanínukjötið á markað hér á landi fyrir jólin,“ segir Birgit Kositzke, kanínubóndi í Húnaþingi vestra. Hún segir kanínukjöt vera mjög ljúffengt. „Sumir segja að þetta bragðist eins og kalkúnn, en ég get ekki alveg verið sammála því. Þetta er hvítt kjöt en bragðið er einstakt,“ útskýrir Birgit. Samhliða kanínuslátrun mun hún gefa út bækling með uppskriftum. „Kanínukjöt í sinnepssósu er ótrúlega góður réttur. Svo þykir mér kínverskur réttur; kanínukjöt með banana og rúsínum í rjómasósu vera algjört sælgæti,“ segir Birgit. Hún er frá austurhluta Þýskalands og var kanínurækt stunduð á heimili hennar í æsku. „Við steiktum kanínukjötið yfirleitt í ofni. En svo var líka oft súpa með kanínukjöti. Það er hægt að vinna mikið með kjötið og gera marga frábæra rétti.“ Bær hennar er fimm kílómetrum norðan við Hvammstanga og hefur Sláturhúsið þar fengið leyfi til að slátra kanínum frá Matvælastofnun. Hún er með um 60 kanínur í ræktun og hyggst fjölga þeim í 170. Hún ætlar að byrja smátt en vinna sig svo upp og árið 2018 hyggst hún vera komin á fullt skrið með ræktunina.
Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira