Innlent

Ákærðu í Gálgahraunsmáli neituðu öll sök

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
"Þetta er skrítin lífsreynsla,“ segir Tinna sem segir að það hafi komið sér á óvart þegar hún heyrði fyrst af ákærunum. "Þetta er mjög óraunveruleg upplifun.“
"Þetta er skrítin lífsreynsla,“ segir Tinna sem segir að það hafi komið sér á óvart þegar hún heyrði fyrst af ákærunum. "Þetta er mjög óraunveruleg upplifun.“
Mál þeirra níu sem ákærð voru fyrir að fara ekki eftir fyrirmælum lögreglu við mótmæli í Gálgahrauni 21. október síðastliðinn var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í morgun.

Öll ákærðu mættu og neituðu þau öll sök.

Skúli Bjarnason er lögmaður fjögurra þeirra sem ákærð voru. „Ég myndi upplifa þetta sem farsa ef ekki væri sá grafalvarlegi undirtónn sem stjórnvöld sýna með því að opinbera afstöðu sína til mannréttinda með líkum hætti og þau hafa áður opinberað til umhverfismála,“ segir hann.

Yfirvöld hafi haft sitt fram en samt fari þau þessa leið og ákæri.

Ein þeirra ákærðu er 71 árs gömul kona sem sat í hrauninu með kaffibrúsann sinn af hugsjón. „Maður hlýtur að velta því fyrir sér hver situr á toppnum,“ segir hann.

Fólkið er er ákært fyrir að hafa brotið gegn 19. grein lögreglulaga en samkvæmt ákvæðinu er fólki skylt að hlýða fyrirmælum lögreglu.

Tinna Þorvalds-og Önnudóttir er ein þeirra sem er ákærð. Þegar fréttastofa hafði samband við Tinnu var hún nýkomin úr dómsal.

„Þetta er skrítin lífsreynsla,“ segir Tinna sem segir að það hafi komið sér á óvart þegar hún heyrði fyrst af ákærunum. „Þetta er mjög óraunveruleg upplifun.“ 


Tengdar fréttir

Náttúruvinir settir í einangrun

"Ég var í einangrun í upp undir fjórar klukkustundir og var tekinn í yfirheyrslu sem stóð yfir í um hálftíma,“ segir Gunnsteinn Ólafsson, hrauna- og náttúruvinur, sem var handtekinn tvisvar sinnum á meðan á mótmælunum í Gálgahrauni stóð í fyrradag.

Myndband af handtöku Ómars Ragnarssonar

"Í hnotskurn er málið þannig að það er siðlaust að á meðan að málið er enn rekið fyrir Hæstarétti að fara í þessa framkvæmd,“ segir Ómar Ragnarsson, náttúruvinur sem er laus úr haldi, en hann var handtekinn í morgun þar sem hann var að mótmæla við Gálgahraun.

Vigdís til varnar Gálgahrauni

Boðað hefur verið til styrktartónleikar í Neskirkju til stuðnings baráttu Hraunavina fyrir verndun Gálgahrauns og er Vigdís Finnbogadóttir verndari tónleikanna.

Lögreglan handtók þá sem ekki fóru að fyrirmælum

Egill Bjarnason yfirlögregluþjónn segir ástæðuna fyrir handtökunum við Gálgahraun á mánudaginn í öll skiptin hafa verið vegna þess að fólk fór ekki að fyrirmælum lögreglu á vettvangi. Eins og fram hefur komið var fólkið handtekið á svæðinu þar sem mótmælin fóru fram vegna lagningar nýs Álftanesvegar yfir Gálgahraun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×