Innlent

Lögreglan handtók þá sem ekki fóru að fyrirmælum

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Lögreglan handtók þá sem ekki fóru að fyrirmælum hennar.
Lögreglan handtók þá sem ekki fóru að fyrirmælum hennar. mynd/GVA

Egill Bjarnason yfirlögregluþjónn segir ástæðuna fyrir handtökunum við Gálgahraun á mánudaginn í öll skiptin hafa verið vegna þess að fólk fór ekki að fyrirmælum lögreglu á vettvangi. Eins og fram hefur komið var fólkið handtekið á svæðinu þar sem mótmælin fóru fram vegna lagningar nýs Álftanesvegar yfir Gálgahraun.

„Í fyrra skiptið þegar fólkið var handtekið var því boðin lögreglustjórasátt og síðan sleppt. Í síðara skiptið var ákveðið að gefa þeim handteknu kost á að tjá sig um ætlað brot með því að taka lögregluskýrslu af þeim,“ segir Egill.

Spurður um það hvort nauðsynlegt hafi verið að halda fólkinu í einangrun í jafn langan tíma og gert var svarar Egill að lögreglan hvorki vilji né geti tjáð sig um mál einstaklinga.


Tengdar fréttir

Náttúruvinir settir í einangrun

"Ég var í einangrun í upp undir fjórar klukkustundir og var tekinn í yfirheyrslu sem stóð yfir í um hálftíma,“ segir Gunnsteinn Ólafsson, hrauna- og náttúruvinur, sem var handtekinn tvisvar sinnum á meðan á mótmælunum í Gálgahrauni stóð í fyrradag.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.