Innlent

Hraunavinir: „Óbætanleg skemmdarverk í Gálgahrauni“

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Grafa á brún Gálgahrauns.
Grafa á brún Gálgahrauns. Mynd/Hraunavinir
Framkvæmdir eru hafnar í sjálfu Gálgahrauninu við nýjan Álftanesveg og af því tilefni hafa Hraunavinir og aðrir velunnarar Gálgahrauns sent frá sér tilkynningu með myndum af framkvæmdunum.

„Grafan sem hóf verkið hefur þegar unnið óbætanleg skemmdarverk á ósnortnu hrauninu. Þarna hefur einkar falleg hraunbrún verið tætt í sundur, jarðvegshaugur kominn yfir einn fyrsta matjurtagarð á Íslandi, gömul þjóðleið með hraunbrúninni rofin, hið áður vinalega umhverfi er gjörbreytt," segir meðal annars í tilkynningunni.

Velunnarar Gálgagrauns ætla þó ekki að gefast upp og efna til fánagöngu á sunnudaginn kemur um hraunið, klukkan 14. Komið verður fyrir fánum í fyrirhuguðu vegstæði og hvetja Hraunavinir þá sem vilja mæta að taka með sér íslenska fánann.

Eftir einn dag við vinnu í hrauninu má sjá miklar breytingar á umhverfinu.Mynd/Hraunavinir
Moldarhaugur yfir fornum matjurtagarði. Hafist var við framkvæmdir í sjálfu hrauninu í dag.Mynd/Hraunavinir
Við gönguleiðaskilti í Gálgahrauni. Gröfu frá ÍAV má sjá í bakgrunni.Mynd/Hraunavinir



Fleiri fréttir

Sjá meira


×