Mannslát vegna mistaka: Skrýtið að móteitur hafi ekki verið notað Hrund Þórsdóttir skrifar 29. janúar 2014 20:00 Í gær sögðum við frá láti Péturs Péturssonar sem féll frá eftir of stóran skammt af morfínlyfinu Contalgin, sem ætlaður var herbergisfélaga hans á hjúkrunarheimilinu Garðvangi. Í kjölfarið var tekin ákvörðun um að gefa honum ekki móteitur og lést hann níu dögum síðar. Læknir sem við ræddum við í dag segir að til sé móteitur gegn morfínlyfjum sem virki strax og engin ástæða sé til að spara. Það eyðir þó ekki efnunum úr líkamanum heldur dregur tímabundið úr einkennum og því getur þurft að gefa það endurtekið. Læknirinn segir skrýtið að móteitur hafi ekki verið notað og Magnús Karl Magnússon, prófessor í lyfja- og eiturefnafræði, tekur undir að það sé óvenjulegt. „Þegar við sjáum alvarleg einkenni um morfíneitrun, þá er langoftast gerð tilraun með að gefa svona móteitur. Það er ekki auðvelt að gera það, það þarf að komast í æð hjá sjúklingnum, en það er tiltölulega hættulítið að gefa það,“ segir Magnús. Eldra fólk þolir móteitrið og helsta ástæðan fyrir að grípa ekki til þess er ef sjúklingur hefur ofnæmi fyrir því. Þá þarf að taka tillit til undirliggjandi sjúkdóma en jafnvel þótt þeir séu til staðar segir Magnús ráðlegt að nota móteitrið. „Ef um er að ræða lífshættulega aukaverkun, já,“ segir hann. Samkvæmt lögum skal tilkynna lögreglu ef ætla má að dauðsfall megi rekja til mistaka, vanrækslu eða óhappatilviks við læknismeðferð en lát Péturs var ekki tilkynnt. Það er meðal þess sem er til skoðunar hjá Geir Gunnlaugssyni landlækni og embætti hans, í tengslum við málið. Hann vísar til norskrar reynslu. „Þeir vinna þannig að þegar ekki er grunur um glæpsamlegan ásetning í mistökum í heilbrigðisþjónustu, þá er ekki tilkynnt til lögreglu. Þetta er kannski eitthvað sem við þurfum að skoða og ef til vill að læra eitthvað af,“ segir Geir. Fjölskylda Péturs ætlar ekki að kæra heldur setur málið í hendur landlæknisembættisins. „Ég get fullvissað ættingjana um það að við munum skoða þetta mál af mikilli festu og miklum heiðarleika,“ segir Geir að lokum. Tengdar fréttir Lést eftir mistök á hjúkrunarheimili: „Við vorum ekki á leiðinni að kveðja hann“ Maður lést vegna mistaka sem gerð voru við umönnun hans á hjúkrunarheimilinu Garðvangi í Garði nú fyrir mánaðamótin. Banameinið var rangur lyfjaskammtur, sem ætlaður var herbergisfélaga hans. Í kjölfarið var svo tekin ákvörðun um að gefa honum ekki mótefni og lést hann rúmri viku síðar. 28. janúar 2014 17:00 Ættingjar telja undirmönnun spila stóran þátt í mannsláti: "Af hverju var ekkert gert?" Börn manns sem lést vegna mistaka sem gerð voru við umönnun hans á hjúkrunarheimilinu Garðvangi í Garði nú fyrir mánaðamótin, hafa samúð með starfsmanninum sem gerði mistök sem kostuðu líf föður þeirra. Þau segja ástand heilbrigðiskerfisins slæmt og ætla ekki að kæra. 28. janúar 2014 20:00 Lögreglu ekki tilkynnt um mistök við lyfjagjöf Pétur Pétursson fékk tvítugfaldan skammt af morfínlyfinu Contalgin sem ætlaður var herbergisfélaga. Lögreglu var ekki tilkynnt um mistökin þrátt fyrir lagaskyldu. 29. janúar 2014 07:00 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Í gær sögðum við frá láti Péturs Péturssonar sem féll frá eftir of stóran skammt af morfínlyfinu Contalgin, sem ætlaður var herbergisfélaga hans á hjúkrunarheimilinu Garðvangi. Í kjölfarið var tekin ákvörðun um að gefa honum ekki móteitur og lést hann níu dögum síðar. Læknir sem við ræddum við í dag segir að til sé móteitur gegn morfínlyfjum sem virki strax og engin ástæða sé til að spara. Það eyðir þó ekki efnunum úr líkamanum heldur dregur tímabundið úr einkennum og því getur þurft að gefa það endurtekið. Læknirinn segir skrýtið að móteitur hafi ekki verið notað og Magnús Karl Magnússon, prófessor í lyfja- og eiturefnafræði, tekur undir að það sé óvenjulegt. „Þegar við sjáum alvarleg einkenni um morfíneitrun, þá er langoftast gerð tilraun með að gefa svona móteitur. Það er ekki auðvelt að gera það, það þarf að komast í æð hjá sjúklingnum, en það er tiltölulega hættulítið að gefa það,“ segir Magnús. Eldra fólk þolir móteitrið og helsta ástæðan fyrir að grípa ekki til þess er ef sjúklingur hefur ofnæmi fyrir því. Þá þarf að taka tillit til undirliggjandi sjúkdóma en jafnvel þótt þeir séu til staðar segir Magnús ráðlegt að nota móteitrið. „Ef um er að ræða lífshættulega aukaverkun, já,“ segir hann. Samkvæmt lögum skal tilkynna lögreglu ef ætla má að dauðsfall megi rekja til mistaka, vanrækslu eða óhappatilviks við læknismeðferð en lát Péturs var ekki tilkynnt. Það er meðal þess sem er til skoðunar hjá Geir Gunnlaugssyni landlækni og embætti hans, í tengslum við málið. Hann vísar til norskrar reynslu. „Þeir vinna þannig að þegar ekki er grunur um glæpsamlegan ásetning í mistökum í heilbrigðisþjónustu, þá er ekki tilkynnt til lögreglu. Þetta er kannski eitthvað sem við þurfum að skoða og ef til vill að læra eitthvað af,“ segir Geir. Fjölskylda Péturs ætlar ekki að kæra heldur setur málið í hendur landlæknisembættisins. „Ég get fullvissað ættingjana um það að við munum skoða þetta mál af mikilli festu og miklum heiðarleika,“ segir Geir að lokum.
Tengdar fréttir Lést eftir mistök á hjúkrunarheimili: „Við vorum ekki á leiðinni að kveðja hann“ Maður lést vegna mistaka sem gerð voru við umönnun hans á hjúkrunarheimilinu Garðvangi í Garði nú fyrir mánaðamótin. Banameinið var rangur lyfjaskammtur, sem ætlaður var herbergisfélaga hans. Í kjölfarið var svo tekin ákvörðun um að gefa honum ekki mótefni og lést hann rúmri viku síðar. 28. janúar 2014 17:00 Ættingjar telja undirmönnun spila stóran þátt í mannsláti: "Af hverju var ekkert gert?" Börn manns sem lést vegna mistaka sem gerð voru við umönnun hans á hjúkrunarheimilinu Garðvangi í Garði nú fyrir mánaðamótin, hafa samúð með starfsmanninum sem gerði mistök sem kostuðu líf föður þeirra. Þau segja ástand heilbrigðiskerfisins slæmt og ætla ekki að kæra. 28. janúar 2014 20:00 Lögreglu ekki tilkynnt um mistök við lyfjagjöf Pétur Pétursson fékk tvítugfaldan skammt af morfínlyfinu Contalgin sem ætlaður var herbergisfélaga. Lögreglu var ekki tilkynnt um mistökin þrátt fyrir lagaskyldu. 29. janúar 2014 07:00 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Lést eftir mistök á hjúkrunarheimili: „Við vorum ekki á leiðinni að kveðja hann“ Maður lést vegna mistaka sem gerð voru við umönnun hans á hjúkrunarheimilinu Garðvangi í Garði nú fyrir mánaðamótin. Banameinið var rangur lyfjaskammtur, sem ætlaður var herbergisfélaga hans. Í kjölfarið var svo tekin ákvörðun um að gefa honum ekki mótefni og lést hann rúmri viku síðar. 28. janúar 2014 17:00
Ættingjar telja undirmönnun spila stóran þátt í mannsláti: "Af hverju var ekkert gert?" Börn manns sem lést vegna mistaka sem gerð voru við umönnun hans á hjúkrunarheimilinu Garðvangi í Garði nú fyrir mánaðamótin, hafa samúð með starfsmanninum sem gerði mistök sem kostuðu líf föður þeirra. Þau segja ástand heilbrigðiskerfisins slæmt og ætla ekki að kæra. 28. janúar 2014 20:00
Lögreglu ekki tilkynnt um mistök við lyfjagjöf Pétur Pétursson fékk tvítugfaldan skammt af morfínlyfinu Contalgin sem ætlaður var herbergisfélaga. Lögreglu var ekki tilkynnt um mistökin þrátt fyrir lagaskyldu. 29. janúar 2014 07:00