Erlent

Facebook hættir með styrktar sögur

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Facebook-síða skoðuð.
Facebook-síða skoðuð. Nordicphotos/AFP
Facebook hefur tilkynnt að frá og með 9. apríl muni svonefndar „styrktar sögur” hætta að birtast á Facebook-síðum.

Frá því síðasta sumar hefur verið vitað að Facebook ætli að hætta með þessa þjónustu, en tímasetningin liggur nú fyrir.

Styrktar sögur er ein umdeildasta tegund auglýsinga sem Facebook hefur boðið upp á. Fyrirtæki og aðrir gátu notað þennan möguleika til að auglýsa sérstaklega á Facebook að einhver hafi lækað síður frá þeim.

Facebook bauð fyrst upp á þennan möguleika árið 2011, og strax í kjölfarið hófst dómsmál út af því. Því máli lauk með því að Facebook samdi við ákærendur um að greiða 20 milljarða dala.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×