Erlent

Kona beit bíl

Þorgils Jónsson skrifar
Verjandi Jeremiah sagði að fulllangt væri seilst þegar skjólstæðingi hans var líkt við James Bond-skúrkinn Jaws.
Verjandi Jeremiah sagði að fulllangt væri seilst þegar skjólstæðingi hans var líkt við James Bond-skúrkinn Jaws.
Ung kona í Wales var nýlega sakfelld fyrir eignarspjöll eftir að hafa veist að bifreið einni og bitið í hana með þeim afleiðingum að tannför komu í lakk. Frá þessu segir á vef BBC

Rhian Jeremiah, sem er 26 ára gömul, hafði verið við drykkju á minningararathöfn fyrir kærasta hennar sem hafði drukknað út af strönd Aberystwyth.

Eigandi bílsins sem um ræðir, Selina Day að nafni, bar fyrir dómi að umrætt kvöld hafi Jeremiah gengið upp að bílnum og reynt að opna dyrnar. Þær þekktust ekkert fyrir atburðinn.

„Ég skildi ekkert hvað hún var að segja, hún var mjög drukkin og dónaleg. Við rifumst stuttlega en svo beit hún í bílinn ofan við rúðuna.“

Verjandi Jeremiah sagði að fulllangt væri seilst þegar skjólstæðingi hans var líkt við James Bond-skúrkinn Jaws.

„Hún var illa drukkin þetta kvöld og í miklu uppnámi.“

Jeremiah játaði að bitið bílinn en þvertók fyrir að hafa valdið skemmdum upp á rúm 200 pund, eins og haldið var fram. Hún játaði jafnframt að hafa ráðist á tvo lögregluþjóna sem komu til að skakka leikinn.

Hún var dæmd til eins árs samfélagsþjónustu og skikkuð til að sækja tuttugu tíma í ráðgjöf vegna áfengisneyslu sinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×