Erlent

Fjögurra ára drengur lést eftir pyntingar

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Konan, sem sögð er vera barnfóstra drengsins, hefur ekki verið ákærð.
Konan, sem sögð er vera barnfóstra drengsins, hefur ekki verið ákærð. mynd/getty
28 ára gömul kona var handtekin í New York eftir að fjögurra ára drengur fannst látinn í lúxusíbúð í New York á miðvikudag.

Drengurinn fannst meðvitundarlaus í íbúðinni og var hann úrskurðaður látinn á Roosevelt-spítala skömmu síðar. Á barninu voru miklir áverkar, skurðir á handleggjum og fótum, og brunasár víða á líkamanum. Bill Bratton, lögreglustjóri í New York, segir drenginn hafa sætt pyntingum dögum saman.

Konan, sem sögð er vera barnfóstra drengsins, hefur ekki verið ákærð en lögregla segir hana hafa viðurkennt að hafa beitt drenginn ofbeldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×