Erlent

Þýskir ráðamenn komust undan eftir skotárás

Al Quatif er í austurhluta Sádí Arabíu
Al Quatif er í austurhluta Sádí Arabíu Mynd/Getty
Þýskir diplómatar komust undan skotárás í Sádí Arabíu í bænum Al Awamiya í Qatif héraði en frá þessu greinir á fréttaveitu AFP.

Lögregluyfirvöld á staðnum segja að óbreyttir borgarar hafi bjargað Þjóðverjunum tveimur eftir að skotið hafði verið á bifreið þeirra og kviknað var í henni. Lögregla hefur ekkert gefið upp um hver ástæða árásarinnar var eða hvort einhver hafi lýst yfir ábyrgð og leitar nú árásarmannanna.

Meirihluti Sjía múslima í Sádí Arabíu, um það bil tvær milljónir manna, búa á svæðinu þar sem tilræðið átti sér stað en nokkuð hefur verið um mótmæli á svæðinu og telja Sjía múslimar að þeim sé mismunað.

Árið 2012 létust tveir í götumótmælum í Quatif og sökuðu Sjía múslimar öryggissveitir hersins um að hafa skotið á mannfjölda þar og fellt mótmælendur. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×