Óttast skemmdir á heimili vegna tíðra sprenginga Jón Júlíus Karlsson skrifar 15. janúar 2014 20:45 Við óttumst að húsið okkar verði fyrir skemmdum. Þetta segja íbúar í grennd við gamla Lýsisreitinn í Vesturbæ Reykjavíkur. Unnið er að því að sprengja upp klöpp á reitnum með tilheyrandi ónæði fyrir íbúa á svæðinu. Sprengt er frá morgni til kvölds. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld og mátti þar meðal annars sjá hversu öflugar sprengingarnar eru. Reisa á um 500 manna byggð á gamla Lýsisreitnum og þarf að sprengja tvisvar til fimm sinnum á dag til að hægt sé að fjarlægja jarðveg. Byggðin á reitnum er umdeild og framkvæmdirnar fara einnig illa í íbúa í grennd við framkvæmdarsvæðið.Ný 500 manna byggð mun rísa á gamla Lýsisreitnum í Vesturbæ Reykjavíkur.Búa skammt frá framkvæmdasvæðinu Hjónin Svanlaug Rós Þorsteinsdóttir og Xavier Rodriguez búa í næsta nágreni við Lýsisreitinn. Nokkuð högg kemur á hús þeirra hjóna þegar sprengt er innan við hálfum kílómetra frá heimili þeirra. „Það er verið að sprengja hérna 3-5 sinnum á dag og þá hristist allt húsið og allir innanstokksmunir. Það er óskemmtilegt og mikið ónæði af þessu,“ segir Svanlaug.Svanlaug Rós og Xavier Rodriguez búa skammt frá Lýsisreitnum.Stöð2/ArnarÞolir 70 ára gamalt hús 300 skjálfta? Svanlaug og Xavier búa í 70 ára gömlu húsi skammt frá framkvæmdasvæðinu og hafa áhyggjur af því að skemmdir gætu orðið á heimili þeirra vegna tíðra sprenginga. „Við erum áhyggjufull yfir því. Þetta er gamalt hús sem við búum í. Þetta er eins og fimm jarðskjálftar á dag og ef þetta á að standa yfir í þrjá mánuði þá erum við komin með u.þ.b. 300 jarðskjálfta. Hvort að 70 ára gamalt hús þolir það veit ég ekki,“ bætir Svanlaug við. Sprengingar í Vesturbænum taka að öllum líkindum enda í lok mars. Verkefnastjóri hjá Þingvangi sem stýrir framkvæmdum telur að það hafi verið rétt ákvörðun að sprengja frekar en að nota stórtækar vinnuvélar. „Við töldum að það yrði minna ónæði fyrir íbúanna að það yrði sprengt 3-5 sinnum yfir daginn í stað þess að hér væru stórvirkar vinnuvélar með fleyga að pikka í bergið,“ sagði Matthías Geir Ásgeirsson, verkefnastjóri hjá Þingvangi ehf. Mest lesið Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Sjá meira
Við óttumst að húsið okkar verði fyrir skemmdum. Þetta segja íbúar í grennd við gamla Lýsisreitinn í Vesturbæ Reykjavíkur. Unnið er að því að sprengja upp klöpp á reitnum með tilheyrandi ónæði fyrir íbúa á svæðinu. Sprengt er frá morgni til kvölds. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld og mátti þar meðal annars sjá hversu öflugar sprengingarnar eru. Reisa á um 500 manna byggð á gamla Lýsisreitnum og þarf að sprengja tvisvar til fimm sinnum á dag til að hægt sé að fjarlægja jarðveg. Byggðin á reitnum er umdeild og framkvæmdirnar fara einnig illa í íbúa í grennd við framkvæmdarsvæðið.Ný 500 manna byggð mun rísa á gamla Lýsisreitnum í Vesturbæ Reykjavíkur.Búa skammt frá framkvæmdasvæðinu Hjónin Svanlaug Rós Þorsteinsdóttir og Xavier Rodriguez búa í næsta nágreni við Lýsisreitinn. Nokkuð högg kemur á hús þeirra hjóna þegar sprengt er innan við hálfum kílómetra frá heimili þeirra. „Það er verið að sprengja hérna 3-5 sinnum á dag og þá hristist allt húsið og allir innanstokksmunir. Það er óskemmtilegt og mikið ónæði af þessu,“ segir Svanlaug.Svanlaug Rós og Xavier Rodriguez búa skammt frá Lýsisreitnum.Stöð2/ArnarÞolir 70 ára gamalt hús 300 skjálfta? Svanlaug og Xavier búa í 70 ára gömlu húsi skammt frá framkvæmdasvæðinu og hafa áhyggjur af því að skemmdir gætu orðið á heimili þeirra vegna tíðra sprenginga. „Við erum áhyggjufull yfir því. Þetta er gamalt hús sem við búum í. Þetta er eins og fimm jarðskjálftar á dag og ef þetta á að standa yfir í þrjá mánuði þá erum við komin með u.þ.b. 300 jarðskjálfta. Hvort að 70 ára gamalt hús þolir það veit ég ekki,“ bætir Svanlaug við. Sprengingar í Vesturbænum taka að öllum líkindum enda í lok mars. Verkefnastjóri hjá Þingvangi sem stýrir framkvæmdum telur að það hafi verið rétt ákvörðun að sprengja frekar en að nota stórtækar vinnuvélar. „Við töldum að það yrði minna ónæði fyrir íbúanna að það yrði sprengt 3-5 sinnum yfir daginn í stað þess að hér væru stórvirkar vinnuvélar með fleyga að pikka í bergið,“ sagði Matthías Geir Ásgeirsson, verkefnastjóri hjá Þingvangi ehf.
Mest lesið Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Sjá meira