Erlent

Tvær konur handteknar í London

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Lögreglumenn í London.
Lögreglumenn í London. Nordicphotos/AFP
Tvær konur, 26 og 27 ára gamlar, hafa verið handteknar í London, grunaðar um að hafa ætlað að fremja hryðjuverk.

Önnur konan var handtekinn í morgun á flugvelli, þar sem hún var á leiðinni um borð í flugvél til Tyrklands. Hún var, að sögn breskra fjölmiðla, með mikið fé á sér og var það gert upptækt.

Hin konan var handtekin stuttu síðar í norðvesturhluta borgarinnar. Í framhaldi af handtökunum var gerð húsleit á tveimur stöðum í borginni, en konurnar eru í yfirheyrslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×