Segir ritstjóra DV hafa hótað sér Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 17. janúar 2014 14:54 Þórey segist hafa átt nokkur símtöl við Reyni þar sem hún hafi "reynt að leiðrétta rangan fréttaflutning af málinu“. vísir: auðunn/Valli Þórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarmaður innanríkisráðherra, segir Reyni Traustason, ritstjóra DV, hafa hótað sér vegna ummæla hennar í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun. Í þættinum sagði Þórey að fréttaflutningur af málum hælisleitandans Tony Omos, sem var snúið á sínum tíma til Sviss, væri beinlínis hugsaður til að koma höggi á Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra. DV hefur fjallað um málið en það snýst meðal annars um leka, minnisblað úr ráðuneytinu sem Fréttablaðið og Morgunblaðið byggðu á frétt sem greindi frá því að Omos væri til rannsóknar vegna ýmissa sakarefna. Á Facebook-síðu sinni segir Þórey:„Var að fá eitt ógeðfelldasta símtal sem ég hef nokkurn tíma fengið á mínum starfsferli frá Reyni Traustasyni ritstjóra DV sem hótaði mér því að ef ég bæði DV ekki afsökunar á ummælum mínum í morgunútvarpinu innan tveggja tíma - þá færi hann „í mig“,“ skrifar Þórey og bætir við: „Ég stend við það sem ég sagði í morgunútvarpinu og læt ekki hóta mér með þessum hætti.“ Í athugasemdakerfinu tjáir Reynir sig og spyr hvort Þórey vilji ekki upplýsa um „hin einkasamtölin“ þeirra á milli. „Og einnig einkasamtalið við ráðherrann.“ Þessu svarar Þórey og segist hafa átt nokkur símtöl við Reyni þar sem hún hafi „reynt að leiðrétta rangan fréttaflutning af málinu, án árangurs“.„Leiðinlegt að sitja undir þessu“ Hanna Birna hefur þvertekið fyrir að minnisblaðið hafi komið frá starfsmönnum ráðuneytisins en eins og Bergsteinn Sigurðsson, þáttastjórnandi Morgunútvarpsins, benti á er vandséð hvaðan annars staðar minnisblaðið getur hafa komið. Málið er nú hjá ríkissaksóknar til skoðunar. „Það er leiðinlegt að sitja undir þessu. Þetta eru að verða tveir mánuðir sem þetta mál hefur verið til umfjöllunar. Það er rétt, þetta er komið til ríkissaksóknara, þetta er í októberlok, þá vitna fjölmiðlar í minnisblað úr ráðuneytinu... rekstrarfélag stjórnarráðsins fer þá strax í að gera athugun á því hvort umrædd gögn hafi farið úr ráðuneytinu, gögn sem tengjast þessum hælisleitendum og komast að því að svo er ekki,“ sagði Þórey. Hún staðhæfir að búið sé að taka fyrir að gögn hafi farið frá starfsmönnum ráðuneytisins, rannsókn hafi farið fram á því sem náði yfir alla starfsmenn, „okkur aðstoðarmennina, alla.“ Þórey var spurð hvort hún hafi ekki lekið minnisblaðinu? „Nei auðvitað lak ég þessu ekki, að sjálfsögðu ekki. Starfsfólk ráðuneytisins er að höndla með þessi viðkvæmu mál hælisleitenda, fjalla um ýmis mál, einhver 5.000 þúsund mál sem við fjöllum um á hverju ári í ráðuneytinu og gríðarlegt gagnamagn sem fylgir hverju og einu máli. Starfsfólkið er í ráðuneytinu er sérstaklega vandað og sérstaklega formfast. Enda finnum við fyrir því að þetta beinist ekki gegn starfsfólkinu. Þetta er meira til að koma höggi á ráðherrann. Það er augljóst. Og þess vegna hefur verið fjallað mjög mikið um okkur aðstoðarmennina og hana í þessu sambandi. Athyglisvert að fylgjast með því hvernig DV hefur gengið fram í þessu máli: 50 fréttir af málinu!“ Þórey er þá spurð í þá veru að ekki sé öðrum til að dreifa, öll gögn til annarra tengdra aðila séu skráð og þar eru engin spor um minnisblaðið. „Nei, það er búið að fara í gegnum tölvusamskipti og búið að sýna fram á að þetta hafi ekki farið frá ráðuneytinu.“ Lekamálið Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sjá meira
Þórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarmaður innanríkisráðherra, segir Reyni Traustason, ritstjóra DV, hafa hótað sér vegna ummæla hennar í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun. Í þættinum sagði Þórey að fréttaflutningur af málum hælisleitandans Tony Omos, sem var snúið á sínum tíma til Sviss, væri beinlínis hugsaður til að koma höggi á Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra. DV hefur fjallað um málið en það snýst meðal annars um leka, minnisblað úr ráðuneytinu sem Fréttablaðið og Morgunblaðið byggðu á frétt sem greindi frá því að Omos væri til rannsóknar vegna ýmissa sakarefna. Á Facebook-síðu sinni segir Þórey:„Var að fá eitt ógeðfelldasta símtal sem ég hef nokkurn tíma fengið á mínum starfsferli frá Reyni Traustasyni ritstjóra DV sem hótaði mér því að ef ég bæði DV ekki afsökunar á ummælum mínum í morgunútvarpinu innan tveggja tíma - þá færi hann „í mig“,“ skrifar Þórey og bætir við: „Ég stend við það sem ég sagði í morgunútvarpinu og læt ekki hóta mér með þessum hætti.“ Í athugasemdakerfinu tjáir Reynir sig og spyr hvort Þórey vilji ekki upplýsa um „hin einkasamtölin“ þeirra á milli. „Og einnig einkasamtalið við ráðherrann.“ Þessu svarar Þórey og segist hafa átt nokkur símtöl við Reyni þar sem hún hafi „reynt að leiðrétta rangan fréttaflutning af málinu, án árangurs“.„Leiðinlegt að sitja undir þessu“ Hanna Birna hefur þvertekið fyrir að minnisblaðið hafi komið frá starfsmönnum ráðuneytisins en eins og Bergsteinn Sigurðsson, þáttastjórnandi Morgunútvarpsins, benti á er vandséð hvaðan annars staðar minnisblaðið getur hafa komið. Málið er nú hjá ríkissaksóknar til skoðunar. „Það er leiðinlegt að sitja undir þessu. Þetta eru að verða tveir mánuðir sem þetta mál hefur verið til umfjöllunar. Það er rétt, þetta er komið til ríkissaksóknara, þetta er í októberlok, þá vitna fjölmiðlar í minnisblað úr ráðuneytinu... rekstrarfélag stjórnarráðsins fer þá strax í að gera athugun á því hvort umrædd gögn hafi farið úr ráðuneytinu, gögn sem tengjast þessum hælisleitendum og komast að því að svo er ekki,“ sagði Þórey. Hún staðhæfir að búið sé að taka fyrir að gögn hafi farið frá starfsmönnum ráðuneytisins, rannsókn hafi farið fram á því sem náði yfir alla starfsmenn, „okkur aðstoðarmennina, alla.“ Þórey var spurð hvort hún hafi ekki lekið minnisblaðinu? „Nei auðvitað lak ég þessu ekki, að sjálfsögðu ekki. Starfsfólk ráðuneytisins er að höndla með þessi viðkvæmu mál hælisleitenda, fjalla um ýmis mál, einhver 5.000 þúsund mál sem við fjöllum um á hverju ári í ráðuneytinu og gríðarlegt gagnamagn sem fylgir hverju og einu máli. Starfsfólkið er í ráðuneytinu er sérstaklega vandað og sérstaklega formfast. Enda finnum við fyrir því að þetta beinist ekki gegn starfsfólkinu. Þetta er meira til að koma höggi á ráðherrann. Það er augljóst. Og þess vegna hefur verið fjallað mjög mikið um okkur aðstoðarmennina og hana í þessu sambandi. Athyglisvert að fylgjast með því hvernig DV hefur gengið fram í þessu máli: 50 fréttir af málinu!“ Þórey er þá spurð í þá veru að ekki sé öðrum til að dreifa, öll gögn til annarra tengdra aðila séu skráð og þar eru engin spor um minnisblaðið. „Nei, það er búið að fara í gegnum tölvusamskipti og búið að sýna fram á að þetta hafi ekki farið frá ráðuneytinu.“
Lekamálið Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sjá meira