Erlent

Telja sig hafa fundið lík þriggja ára drengsins

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mikaeel Kular er hugsanlega látinn.
Mikaeel Kular er hugsanlega látinn. nordicphotos/afp
Breska lögreglan hefur fundið lík ungs drengs í Skotlandi og samkvæmt erlendum miðlum eru allar líkur á því að um sé að ræða Mikaeel Kular sem hefur verið leitað síðasta sólahringa.

Á vef BBC kemur fram að lögreglan hafi móðir drengsins nú í haldi til yfirheyrslu.

Líkið fannst skömmu fyrir miðnætti í gær. Kular, sem var þriggja ár, hvarf síðastliðin miðvikudag en Malcolm Graham ,aðstoðarlögreglustjóri í Skotlandi, greindi frá þessu á blaðamannafundi í morgun.

Þar kom fram að búið að væri að láta fjölskyldu drengsins vita. Rannsókn málsins stendur nú yfir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×