Erlent

Grunaðir um að hafa nauðgað danskri konu á Indlandi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sex menn í haldi vegna gruns um nauðgun á Indlandi.
Sex menn í haldi vegna gruns um nauðgun á Indlandi. nordicphotos/getty
Lögreglan í Nýju Delhi á Indlandi hefur handtekið þrjá menn sem grunaðir eru um að hafa nauðgan konu í vikunni.

Konan er 51 árs og frá Danmörku. Samkvæmt yfirlýsingu frá lögreglunni á staðnum eru mennirnir allir í kringum tvítugt.

Þrír aðrir menn hafa einnig verið handteknir í tengslum við málið en talið er að þessir sex aðilar séu allir heimilislausir.

Atvikið átti sér stað við aðalbrautarstöð borgarinnar en mennirnir rændu einnig peningum af konunni sem og raftækjum sem hún hafði í för með sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×