Erlent

Lifði af 60 tíma úti á sjó þrátt fyrir að vera ósyndur

Stefán Árni Pálsson skrifar
"Þetta er í raun kraftaverk.“
"Þetta er í raun kraftaverk.“ nordicphotos/afp
Tævani lifði af 60 klukkustundir út á sjó, þrátt fyrir það að vera ósyndur en þetta kemur fram á vef BBC.

Tseng Lien-fa, sem er 42 ár, var staddur á strönd í Hualien í Tævan á föstudaginn þegar stór alda hrifsaði hann með sér út á sjó.

Maðurinn endaði á annarri strönd um 75 kílómetrum í burtu og fannst hann síðan á sunndaginn.

Chen Tien, læknir á svæðinu segir að maðurinn sé í nokkuð góðu ásigkomulagi og hafi í raun aðeins upplifað töluverðan vökvaskort.

„Þetta er í raun kraftaverk,“ sagði Chen Tien.

Maðurinn vonaðist eftir því allan tímann að skip myndi sigla framhjá honum og í framhaldinu bjarga honum um borð, en svo var ekki.

„Þegar ég fann fyrir sandinum náði ég loks að slaka á og gerði mér grein fyrir því að ég væri að komast í land,“ sagði Lien-fa í viðtali við Reuters.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×