Sparar skattfé og eykur öryggi almennings Þorbjörn Þórðarson skrifar 8. janúar 2014 21:41 Forstjóri Landhelgisgæslunnar hefur bent á ókosti þess að hafa tvískipt sjúkraflug á Íslandi en Gæslan og Mýflug sinna sjúkraflugi. Heilbrigðisráðherra boðar skýrslu um framtíðarstefnu í sjúkrafluginu. Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar hefur bent á það að hafa allt sjúkraflug á einum stað feli í sér hagkvæmni og sparnað fyrir skattgreiðendur og auki öryggi. Ríkisendurskoðun tekur undir þessi sjónarmið í skýrslu. Sjúklingar sem koma frá Vestmannaeyjum, Vestfjörðum, Norðurlandi og Austfjörðum eru fluttir með flugvélum Mýflugs á grundvelli samnings við Sjúkratryggingar Íslands en Landhelgisgæslan annast annað sjúkraflug. Til skoðunar hefur verið hvort heppilegra sé að færa þetta allt undir gæsluna. Hefur sú umræða vaknað að nýju eftir umfjöllun um starfshætti Mýflugs í aðdraganda flugslyssins við Hlíðarfjallsveg hinn 5 5. ágúst í fyrra þegar TF-MYX fórst.Eykur öryggi og sparar skattfé Í skýrslu ríkisendurskoðunar um sjúkraflug á Íslandi sem kom út í ágúst síðastliðnum er tekið undir þessi sjónarmið en þar segir: „Helstu rök fyrir því að Landhelgisgæslan taki yfir sjúkraflug eru þau að þannig megi betur nýta mannskap stofnunarinnar, tæki og aðstöðu og auka öryggi landsmanna. Að auki styrkti slíkt fjárhagslegan grundvöll stofnunarinnar og færði allt sjúkraflug á Íslandi á eina hendi í stað tveggja eins og nú.“ Hvað er ríkisendurskoðun að segja? Hún er að segja að það myndi ekki aðeins spara peninga að flytja sjúkraflugið til Gæslunnar, það myndi einnig auka öryggi landsmanna. Skilaboðin eru býsna skýr. Georg Lárusson var ekki tilbúinn að koma í viðtal á þessum tímapunkti. Afstaða hans er skiljanleg enda er umræða um stöðu sjúkraflugsins mjög viðkvæm í augnablikinu vegna slyssins við Hlíðarfjallsveg. „Ef það væri þannig þá væri það æskilegt, en það liggja engar úttektir fyrir hvort það sé framkvæmanlegt eða hversu hagkvæmt það væri. Það væri fínt að fá niðurstöðu af slíkri vinnu áður en maður tæki afstöðu til þess,“ segir Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra.Velferðarráðuneytið þarf að bregðast við óvissunni Í skýrslu ríkisendurskoðunar sem vikið var að framar segir að „langvarandi vangaveltur innan stjórnsýslunnar um breytingar á rekstrarformi sjúkraflugs valdi óvissu sem velferðarráðuneyti þarf að draga úr með framtíðarstefnu í sjúkraflutningum.“Hvar er þessi stefna? „Hún er í vinnslu og það liggja fyrir tillögur bæði frá árinu 2008 og árinu 2010 um sjúkraflutninga. Á þeim grunni ber okkur að vinna og nýta þá vinnu sem þar er til til þess að móta þessa framtíðarstefnu,“ segir Kristján Þór. Akureyri Flugslys í Hlíðarfjalli Fréttir af flugi Tengdar fréttir Myndband af flugslysinu við Hlíðarfjallsveg Fréttastofa 365 birtir nú í fyrsta sinn opinberlega myndband sem sýnir þegar TF-MYX sjúkraflugvél Mýflugs brotlendir á akstursíþróttabraut við Hlíðarfjallsveg á Akureyri hinn 5. ágúst 2013. Tveir létust í flugslysinu. Fréttastofan metur það svo að birting myndbandsins eigi erindi við almenning m.a vegna forvarnar- og upplýsingagildis. 6. janúar 2014 15:30 Óvíst að ríkið krefji Mýflug um bætur vegna 40 milljóna tjóns á sjúkrabúnaði Ríkið greiðir 40 milljónir króna fyrir sjúkrabúnað í nýja sjúkraflugvél Mýflugs. Félagið bar ábyrgð á búnaði sem ríkið átti og eyðilagðist í flugslysinu í ágúst. Óljóst er hvort ríkið geri bótakröfu á Mýflug vegna tjónsins. 8. janúar 2014 07:15 Sannleikurinn: Sjúklingur tafði mikilvæga ostasendingu Mikilvæg ostasending fyrir Bónus er sögð hafa þurft að bíða í klukkustund á Egilstöðum eftir flugi á vegum Mýflugs árið 2006. 7. janúar 2014 22:08 Könnun Mýflugs: „Ekkert ábótavant sem þarf að bregðast við“ "Við getum ekki rannsakað flugslys. Við höfum enga þekkingu til að gera slíkt og svo sem ekki trúverðugur aðili til þess heldur,“ segir flugöryggisfulltrúi Mýflugs. 6. janúar 2014 13:44 Eins og kýrnar á vorin hjá Mýflugi Menningin meðal starfsmanna Mýflugs virðist vera fremur frjálsleg varðandi flug sem ekki tengist hefðbundnum verkefnum. Framkvæmdastjórinn segir hins vegar starfsumhverfið í besta lagi. 7. janúar 2014 07:00 Læknir óttaðist um líf sitt og spáði að sjúkraflug Mýflugs myndi enda illa Fyrrverandi læknisfræðilegur forsvarsmaður sjúkraflugs á Akureyri kveðst hafa gert margar athugasemdir við sjúkraflug Mýflugs. Hann hafi verið hætt kominn í lágflugi Leifs Hallgrímssonar, framkvæmdastjóra Mýflugs. 7. janúar 2014 07:00 Viðkvæmt en brýnt Banaslys í flugi er eðli málsins samkvæmt viðkvæmt mál. Það þarf að sýna minningu látinna virðingu og tillitssemi gagnvart aðstandendum. Það má hins vegar ekki koma í veg fyrir að dregið verði rækilega fram í dagsljósið hvað olli hinu skelfilega slysi – til þess að hægt sé að læra af því og koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig. 7. janúar 2014 07:00 Segja tvöfalt ofris hafa valdið því að flugmenn misstu stjórn Flugsérfræðingar segja að vél Mýflugs gæti hafa ofrisið í beygju sem varð til þess að hún brotlenti við Hlíðarfjallsveg. Bróðir sjúkraflutningamannsins sem lést í slysinu segist bera fullt traust til flugmanna vélarinnar, en þeir voru báðir reynslumiklir og virtir flugmenn. 7. janúar 2014 20:30 Ísland í dag: Fréttaskýring um flugslysið við Hlíðarfjallsveg Í meðfylgjandi myndskeiði má nálgast fréttaskýringu sem birtist í Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld um flugslysið á akstursíþróttabrautinni við Hlíðarfjallsveg á Akureyri 5. ágúst síðastliðinn. Fjölskylda eins þeirra sem lést í slysinu hefur efasemdir um rannsókn rannsóknarnefndar samgönguslysa og hefur farið fram á lögreglurannsókn á slysinu. 6. janúar 2014 21:48 Missti soninn í flugslysi: „Af hverju megum við ekki sjá?“ Kristín Dýrfjörð, móðir Sturlu Þórs Friðrikssonar sem fórst í flugslysi í Skerjafirði árið 2000, segir birtingu myndbands af flugslysinu við Hlíðarfjall mikilvæga. 7. janúar 2014 15:28 „Beygjan að brautinni var alltof skörp“ Bróðir Péturs Tryggvasonar sem fórst í flugslysi á Akureyri í ágúst segir kröfu um rannsókn byggjast á hagsmunum tveggja barna sem Pétur skilur eftir sig. 6. janúar 2014 10:15 Vilja rannsókn á Hlíðarfjallsslysinu Bróðir sjúkraflutningamanns sem fórst er sjúkraflugvél brotlenti á kappakstursbraut á Akureyri í ágúst hyggst krefjast opinberrar rannsóknar á slysinu. Flugstjórinn lést einnig í slysinu en aðstoðarflugmaðurinn, sem varaði hann við því að flogið væri allt 6. janúar 2014 07:00 Viðtal: Takast á við bróðurmissinn Bræðurnir Mikael og Rolf Tryggvasynir sem misstu bróður sinn Pétur Róbert Tryggvason í flugslysinu við Hlíðarfjallsveg takast nú á við bróðurmissinn. 8. janúar 2014 15:13 Ostaflutningar töfðu sjúkraflug Sjúklingur er sagður hafa þurft að bíða í klukkustund á Egilsstöðum eftir sjúkraflugi á vegum Mýflugs en flugvélin tafðist þar sem verið var að flytja hálft tonn af osti fyrir Bónus. 7. janúar 2014 12:40 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Sjá meira
Forstjóri Landhelgisgæslunnar hefur bent á ókosti þess að hafa tvískipt sjúkraflug á Íslandi en Gæslan og Mýflug sinna sjúkraflugi. Heilbrigðisráðherra boðar skýrslu um framtíðarstefnu í sjúkrafluginu. Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar hefur bent á það að hafa allt sjúkraflug á einum stað feli í sér hagkvæmni og sparnað fyrir skattgreiðendur og auki öryggi. Ríkisendurskoðun tekur undir þessi sjónarmið í skýrslu. Sjúklingar sem koma frá Vestmannaeyjum, Vestfjörðum, Norðurlandi og Austfjörðum eru fluttir með flugvélum Mýflugs á grundvelli samnings við Sjúkratryggingar Íslands en Landhelgisgæslan annast annað sjúkraflug. Til skoðunar hefur verið hvort heppilegra sé að færa þetta allt undir gæsluna. Hefur sú umræða vaknað að nýju eftir umfjöllun um starfshætti Mýflugs í aðdraganda flugslyssins við Hlíðarfjallsveg hinn 5 5. ágúst í fyrra þegar TF-MYX fórst.Eykur öryggi og sparar skattfé Í skýrslu ríkisendurskoðunar um sjúkraflug á Íslandi sem kom út í ágúst síðastliðnum er tekið undir þessi sjónarmið en þar segir: „Helstu rök fyrir því að Landhelgisgæslan taki yfir sjúkraflug eru þau að þannig megi betur nýta mannskap stofnunarinnar, tæki og aðstöðu og auka öryggi landsmanna. Að auki styrkti slíkt fjárhagslegan grundvöll stofnunarinnar og færði allt sjúkraflug á Íslandi á eina hendi í stað tveggja eins og nú.“ Hvað er ríkisendurskoðun að segja? Hún er að segja að það myndi ekki aðeins spara peninga að flytja sjúkraflugið til Gæslunnar, það myndi einnig auka öryggi landsmanna. Skilaboðin eru býsna skýr. Georg Lárusson var ekki tilbúinn að koma í viðtal á þessum tímapunkti. Afstaða hans er skiljanleg enda er umræða um stöðu sjúkraflugsins mjög viðkvæm í augnablikinu vegna slyssins við Hlíðarfjallsveg. „Ef það væri þannig þá væri það æskilegt, en það liggja engar úttektir fyrir hvort það sé framkvæmanlegt eða hversu hagkvæmt það væri. Það væri fínt að fá niðurstöðu af slíkri vinnu áður en maður tæki afstöðu til þess,“ segir Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra.Velferðarráðuneytið þarf að bregðast við óvissunni Í skýrslu ríkisendurskoðunar sem vikið var að framar segir að „langvarandi vangaveltur innan stjórnsýslunnar um breytingar á rekstrarformi sjúkraflugs valdi óvissu sem velferðarráðuneyti þarf að draga úr með framtíðarstefnu í sjúkraflutningum.“Hvar er þessi stefna? „Hún er í vinnslu og það liggja fyrir tillögur bæði frá árinu 2008 og árinu 2010 um sjúkraflutninga. Á þeim grunni ber okkur að vinna og nýta þá vinnu sem þar er til til þess að móta þessa framtíðarstefnu,“ segir Kristján Þór.
Akureyri Flugslys í Hlíðarfjalli Fréttir af flugi Tengdar fréttir Myndband af flugslysinu við Hlíðarfjallsveg Fréttastofa 365 birtir nú í fyrsta sinn opinberlega myndband sem sýnir þegar TF-MYX sjúkraflugvél Mýflugs brotlendir á akstursíþróttabraut við Hlíðarfjallsveg á Akureyri hinn 5. ágúst 2013. Tveir létust í flugslysinu. Fréttastofan metur það svo að birting myndbandsins eigi erindi við almenning m.a vegna forvarnar- og upplýsingagildis. 6. janúar 2014 15:30 Óvíst að ríkið krefji Mýflug um bætur vegna 40 milljóna tjóns á sjúkrabúnaði Ríkið greiðir 40 milljónir króna fyrir sjúkrabúnað í nýja sjúkraflugvél Mýflugs. Félagið bar ábyrgð á búnaði sem ríkið átti og eyðilagðist í flugslysinu í ágúst. Óljóst er hvort ríkið geri bótakröfu á Mýflug vegna tjónsins. 8. janúar 2014 07:15 Sannleikurinn: Sjúklingur tafði mikilvæga ostasendingu Mikilvæg ostasending fyrir Bónus er sögð hafa þurft að bíða í klukkustund á Egilstöðum eftir flugi á vegum Mýflugs árið 2006. 7. janúar 2014 22:08 Könnun Mýflugs: „Ekkert ábótavant sem þarf að bregðast við“ "Við getum ekki rannsakað flugslys. Við höfum enga þekkingu til að gera slíkt og svo sem ekki trúverðugur aðili til þess heldur,“ segir flugöryggisfulltrúi Mýflugs. 6. janúar 2014 13:44 Eins og kýrnar á vorin hjá Mýflugi Menningin meðal starfsmanna Mýflugs virðist vera fremur frjálsleg varðandi flug sem ekki tengist hefðbundnum verkefnum. Framkvæmdastjórinn segir hins vegar starfsumhverfið í besta lagi. 7. janúar 2014 07:00 Læknir óttaðist um líf sitt og spáði að sjúkraflug Mýflugs myndi enda illa Fyrrverandi læknisfræðilegur forsvarsmaður sjúkraflugs á Akureyri kveðst hafa gert margar athugasemdir við sjúkraflug Mýflugs. Hann hafi verið hætt kominn í lágflugi Leifs Hallgrímssonar, framkvæmdastjóra Mýflugs. 7. janúar 2014 07:00 Viðkvæmt en brýnt Banaslys í flugi er eðli málsins samkvæmt viðkvæmt mál. Það þarf að sýna minningu látinna virðingu og tillitssemi gagnvart aðstandendum. Það má hins vegar ekki koma í veg fyrir að dregið verði rækilega fram í dagsljósið hvað olli hinu skelfilega slysi – til þess að hægt sé að læra af því og koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig. 7. janúar 2014 07:00 Segja tvöfalt ofris hafa valdið því að flugmenn misstu stjórn Flugsérfræðingar segja að vél Mýflugs gæti hafa ofrisið í beygju sem varð til þess að hún brotlenti við Hlíðarfjallsveg. Bróðir sjúkraflutningamannsins sem lést í slysinu segist bera fullt traust til flugmanna vélarinnar, en þeir voru báðir reynslumiklir og virtir flugmenn. 7. janúar 2014 20:30 Ísland í dag: Fréttaskýring um flugslysið við Hlíðarfjallsveg Í meðfylgjandi myndskeiði má nálgast fréttaskýringu sem birtist í Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld um flugslysið á akstursíþróttabrautinni við Hlíðarfjallsveg á Akureyri 5. ágúst síðastliðinn. Fjölskylda eins þeirra sem lést í slysinu hefur efasemdir um rannsókn rannsóknarnefndar samgönguslysa og hefur farið fram á lögreglurannsókn á slysinu. 6. janúar 2014 21:48 Missti soninn í flugslysi: „Af hverju megum við ekki sjá?“ Kristín Dýrfjörð, móðir Sturlu Þórs Friðrikssonar sem fórst í flugslysi í Skerjafirði árið 2000, segir birtingu myndbands af flugslysinu við Hlíðarfjall mikilvæga. 7. janúar 2014 15:28 „Beygjan að brautinni var alltof skörp“ Bróðir Péturs Tryggvasonar sem fórst í flugslysi á Akureyri í ágúst segir kröfu um rannsókn byggjast á hagsmunum tveggja barna sem Pétur skilur eftir sig. 6. janúar 2014 10:15 Vilja rannsókn á Hlíðarfjallsslysinu Bróðir sjúkraflutningamanns sem fórst er sjúkraflugvél brotlenti á kappakstursbraut á Akureyri í ágúst hyggst krefjast opinberrar rannsóknar á slysinu. Flugstjórinn lést einnig í slysinu en aðstoðarflugmaðurinn, sem varaði hann við því að flogið væri allt 6. janúar 2014 07:00 Viðtal: Takast á við bróðurmissinn Bræðurnir Mikael og Rolf Tryggvasynir sem misstu bróður sinn Pétur Róbert Tryggvason í flugslysinu við Hlíðarfjallsveg takast nú á við bróðurmissinn. 8. janúar 2014 15:13 Ostaflutningar töfðu sjúkraflug Sjúklingur er sagður hafa þurft að bíða í klukkustund á Egilsstöðum eftir sjúkraflugi á vegum Mýflugs en flugvélin tafðist þar sem verið var að flytja hálft tonn af osti fyrir Bónus. 7. janúar 2014 12:40 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Sjá meira
Myndband af flugslysinu við Hlíðarfjallsveg Fréttastofa 365 birtir nú í fyrsta sinn opinberlega myndband sem sýnir þegar TF-MYX sjúkraflugvél Mýflugs brotlendir á akstursíþróttabraut við Hlíðarfjallsveg á Akureyri hinn 5. ágúst 2013. Tveir létust í flugslysinu. Fréttastofan metur það svo að birting myndbandsins eigi erindi við almenning m.a vegna forvarnar- og upplýsingagildis. 6. janúar 2014 15:30
Óvíst að ríkið krefji Mýflug um bætur vegna 40 milljóna tjóns á sjúkrabúnaði Ríkið greiðir 40 milljónir króna fyrir sjúkrabúnað í nýja sjúkraflugvél Mýflugs. Félagið bar ábyrgð á búnaði sem ríkið átti og eyðilagðist í flugslysinu í ágúst. Óljóst er hvort ríkið geri bótakröfu á Mýflug vegna tjónsins. 8. janúar 2014 07:15
Sannleikurinn: Sjúklingur tafði mikilvæga ostasendingu Mikilvæg ostasending fyrir Bónus er sögð hafa þurft að bíða í klukkustund á Egilstöðum eftir flugi á vegum Mýflugs árið 2006. 7. janúar 2014 22:08
Könnun Mýflugs: „Ekkert ábótavant sem þarf að bregðast við“ "Við getum ekki rannsakað flugslys. Við höfum enga þekkingu til að gera slíkt og svo sem ekki trúverðugur aðili til þess heldur,“ segir flugöryggisfulltrúi Mýflugs. 6. janúar 2014 13:44
Eins og kýrnar á vorin hjá Mýflugi Menningin meðal starfsmanna Mýflugs virðist vera fremur frjálsleg varðandi flug sem ekki tengist hefðbundnum verkefnum. Framkvæmdastjórinn segir hins vegar starfsumhverfið í besta lagi. 7. janúar 2014 07:00
Læknir óttaðist um líf sitt og spáði að sjúkraflug Mýflugs myndi enda illa Fyrrverandi læknisfræðilegur forsvarsmaður sjúkraflugs á Akureyri kveðst hafa gert margar athugasemdir við sjúkraflug Mýflugs. Hann hafi verið hætt kominn í lágflugi Leifs Hallgrímssonar, framkvæmdastjóra Mýflugs. 7. janúar 2014 07:00
Viðkvæmt en brýnt Banaslys í flugi er eðli málsins samkvæmt viðkvæmt mál. Það þarf að sýna minningu látinna virðingu og tillitssemi gagnvart aðstandendum. Það má hins vegar ekki koma í veg fyrir að dregið verði rækilega fram í dagsljósið hvað olli hinu skelfilega slysi – til þess að hægt sé að læra af því og koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig. 7. janúar 2014 07:00
Segja tvöfalt ofris hafa valdið því að flugmenn misstu stjórn Flugsérfræðingar segja að vél Mýflugs gæti hafa ofrisið í beygju sem varð til þess að hún brotlenti við Hlíðarfjallsveg. Bróðir sjúkraflutningamannsins sem lést í slysinu segist bera fullt traust til flugmanna vélarinnar, en þeir voru báðir reynslumiklir og virtir flugmenn. 7. janúar 2014 20:30
Ísland í dag: Fréttaskýring um flugslysið við Hlíðarfjallsveg Í meðfylgjandi myndskeiði má nálgast fréttaskýringu sem birtist í Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld um flugslysið á akstursíþróttabrautinni við Hlíðarfjallsveg á Akureyri 5. ágúst síðastliðinn. Fjölskylda eins þeirra sem lést í slysinu hefur efasemdir um rannsókn rannsóknarnefndar samgönguslysa og hefur farið fram á lögreglurannsókn á slysinu. 6. janúar 2014 21:48
Missti soninn í flugslysi: „Af hverju megum við ekki sjá?“ Kristín Dýrfjörð, móðir Sturlu Þórs Friðrikssonar sem fórst í flugslysi í Skerjafirði árið 2000, segir birtingu myndbands af flugslysinu við Hlíðarfjall mikilvæga. 7. janúar 2014 15:28
„Beygjan að brautinni var alltof skörp“ Bróðir Péturs Tryggvasonar sem fórst í flugslysi á Akureyri í ágúst segir kröfu um rannsókn byggjast á hagsmunum tveggja barna sem Pétur skilur eftir sig. 6. janúar 2014 10:15
Vilja rannsókn á Hlíðarfjallsslysinu Bróðir sjúkraflutningamanns sem fórst er sjúkraflugvél brotlenti á kappakstursbraut á Akureyri í ágúst hyggst krefjast opinberrar rannsóknar á slysinu. Flugstjórinn lést einnig í slysinu en aðstoðarflugmaðurinn, sem varaði hann við því að flogið væri allt 6. janúar 2014 07:00
Viðtal: Takast á við bróðurmissinn Bræðurnir Mikael og Rolf Tryggvasynir sem misstu bróður sinn Pétur Róbert Tryggvason í flugslysinu við Hlíðarfjallsveg takast nú á við bróðurmissinn. 8. janúar 2014 15:13
Ostaflutningar töfðu sjúkraflug Sjúklingur er sagður hafa þurft að bíða í klukkustund á Egilsstöðum eftir sjúkraflugi á vegum Mýflugs en flugvélin tafðist þar sem verið var að flytja hálft tonn af osti fyrir Bónus. 7. janúar 2014 12:40