Myndband af flugslysinu við Hlíðarfjallsveg Þorbjörn Þórðarson skrifar 6. janúar 2014 15:30 Fréttastofa 365 birtir nú í fyrsta sinn opinberlega myndband sem sýnir þegar TF-MYX sjúkraflugvél Mýflugs brotlendir á akstursíþróttabraut við Hlíðarfjallsveg á Akureyri hinn 5. ágúst 2013. Tveir létust í flugslysinu. Fréttastofan metur það svo að birting myndbandsins eigi erindi við almenning m.a vegna forvarnar- og upplýsingagildis. Miðlar 365 hafa á undanförnum vikum unnið að fréttaskýringu um flugslysið og birtist fyrsti hluti umfjöllunarinnar í Fréttablaðinu í dag. Annar hluti birtist síðan í Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld. Þegar TF-MYX vél Mýflugs fórst á Hlíðarfjallsvegi hinn 5. ágúst sl. létust flugstjórinn Páll Steindór Steindórsson og sjúkraflutningamaðurinn Pétur Róbert Tryggvason. Sá eini sem lifði slysið af var flugmaðurinn Axel Albert Jensen.Fullyrt að vélin hafi misst hæð Þegar TF-MYX var skammt frá Akureyrarflugvelli á slysdegi sá áhöfnin til flugvallarins og lauk blindflugi. Skömmu síðar óskaði áhöfnin eftir því við flugturninn að fljúga einn hring yfir bæinn og fékk það samþykkt. Rannsóknarnefnd Samgönguslysa sendi frá sér þessa bráðabirgðaskýrslu hinn 5. október sl. um slysið á Hlíðarfjallsvegi. Þar segir að þegar flugvélin hafi nálgast akstursíþróttabrautina í vinstri beygju hafi hún misst hæð. Sagan af slysinu hefur hins vegar aldrei verið fyllilega sögð. Í fréttaskýringu um málið í kvöld verður farið ofan í saumana á því hvort það standist að vélin hafi misst hæð í ljósi þess hvernig vélin flýgur að brautinni, eins og sést í myndbandinu. Vegna aðstandenda þeirra sem létust þykir málið viðkvæmt og hafði fréttastofan samband við aðstandendur til að upplýsa þá um birtingu myndbandsins áður. Fréttastofa 365 telur að brýnir almannahagsmunir mæli með birtingu myndbandsins af nokkrum ástæðum. Í fyrsta lagi verði að upplýsa um nákvæmlega hvað gerðist þegar TF-MYX brotlenti við Hlíðarfjallsveg til að draga af því lærdóm. Í öðru lagi er rannsóknarnefnd samgönguslysa opinber nefnd sem fjármögnuð er með skattfé. Í þriðja lagi annast fyrirtækið Mýflug sjúkraflug á grundvelli opinbers samnings að undangengnu útboði. Kostnaður vegna sjúkraflugsins á grundvelli þessa samnings greiðist úr ríkissjóði. Fréttastofan telur að umfjöllun um flugslysið við Hlíðarfjallsveg sé innlegg í umræðu um rannsókn á flugslysum á Íslandi og starfsháttum þeirra sem annast sjúkraflug á grundvelli opinbers samnings. Af þessum sökum eigi birting myndbandsins og önnur umfjöllun um málið brýnt erindi við almenning. Fréttaskýring um slysið við Hlíðarfjallsveg verður í Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld strax að loknum fréttum. Akureyri Flugslys í Hlíðarfjalli Fréttir af flugi Tengdar fréttir Könnun Mýflugs: „Ekkert ábótavant sem þarf að bregðast við“ "Við getum ekki rannsakað flugslys. Við höfum enga þekkingu til að gera slíkt og svo sem ekki trúverðugur aðili til þess heldur,“ segir flugöryggisfulltrúi Mýflugs. 6. janúar 2014 13:44 „Beygjan að brautinni var alltof skörp“ Bróðir Péturs Tryggvasonar sem fórst í flugslysi á Akureyri í ágúst segir kröfu um rannsókn byggjast á hagsmunum tveggja barna sem Pétur skilur eftir sig. 6. janúar 2014 10:15 Ályktanir rannsóknarnefndar stangast á við framburð vitna Lögmaður barna Péturs Tryggvasonar sjúkraflutningamannsins sem lést í flugslysinu í Hlíðarfjalli, segir nú til vandlegrar skoðunar að óska opinberrar rannsóknar á brotlendingunni og tildrögum hennar. 6. janúar 2014 09:17 Vilja rannsókn á Hlíðarfjallsslysinu Bróðir sjúkraflutningamanns sem fórst er sjúkraflugvél brotlenti á kappakstursbraut á Akureyri í ágúst hyggst krefjast opinberrar rannsóknar á slysinu. Flugstjórinn lést einnig í slysinu en aðstoðarflugmaðurinn, sem varaði hann við því að flogið væri allt 6. janúar 2014 07:00 Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Fleiri fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Sjá meira
Fréttastofa 365 birtir nú í fyrsta sinn opinberlega myndband sem sýnir þegar TF-MYX sjúkraflugvél Mýflugs brotlendir á akstursíþróttabraut við Hlíðarfjallsveg á Akureyri hinn 5. ágúst 2013. Tveir létust í flugslysinu. Fréttastofan metur það svo að birting myndbandsins eigi erindi við almenning m.a vegna forvarnar- og upplýsingagildis. Miðlar 365 hafa á undanförnum vikum unnið að fréttaskýringu um flugslysið og birtist fyrsti hluti umfjöllunarinnar í Fréttablaðinu í dag. Annar hluti birtist síðan í Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld. Þegar TF-MYX vél Mýflugs fórst á Hlíðarfjallsvegi hinn 5. ágúst sl. létust flugstjórinn Páll Steindór Steindórsson og sjúkraflutningamaðurinn Pétur Róbert Tryggvason. Sá eini sem lifði slysið af var flugmaðurinn Axel Albert Jensen.Fullyrt að vélin hafi misst hæð Þegar TF-MYX var skammt frá Akureyrarflugvelli á slysdegi sá áhöfnin til flugvallarins og lauk blindflugi. Skömmu síðar óskaði áhöfnin eftir því við flugturninn að fljúga einn hring yfir bæinn og fékk það samþykkt. Rannsóknarnefnd Samgönguslysa sendi frá sér þessa bráðabirgðaskýrslu hinn 5. október sl. um slysið á Hlíðarfjallsvegi. Þar segir að þegar flugvélin hafi nálgast akstursíþróttabrautina í vinstri beygju hafi hún misst hæð. Sagan af slysinu hefur hins vegar aldrei verið fyllilega sögð. Í fréttaskýringu um málið í kvöld verður farið ofan í saumana á því hvort það standist að vélin hafi misst hæð í ljósi þess hvernig vélin flýgur að brautinni, eins og sést í myndbandinu. Vegna aðstandenda þeirra sem létust þykir málið viðkvæmt og hafði fréttastofan samband við aðstandendur til að upplýsa þá um birtingu myndbandsins áður. Fréttastofa 365 telur að brýnir almannahagsmunir mæli með birtingu myndbandsins af nokkrum ástæðum. Í fyrsta lagi verði að upplýsa um nákvæmlega hvað gerðist þegar TF-MYX brotlenti við Hlíðarfjallsveg til að draga af því lærdóm. Í öðru lagi er rannsóknarnefnd samgönguslysa opinber nefnd sem fjármögnuð er með skattfé. Í þriðja lagi annast fyrirtækið Mýflug sjúkraflug á grundvelli opinbers samnings að undangengnu útboði. Kostnaður vegna sjúkraflugsins á grundvelli þessa samnings greiðist úr ríkissjóði. Fréttastofan telur að umfjöllun um flugslysið við Hlíðarfjallsveg sé innlegg í umræðu um rannsókn á flugslysum á Íslandi og starfsháttum þeirra sem annast sjúkraflug á grundvelli opinbers samnings. Af þessum sökum eigi birting myndbandsins og önnur umfjöllun um málið brýnt erindi við almenning. Fréttaskýring um slysið við Hlíðarfjallsveg verður í Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld strax að loknum fréttum.
Akureyri Flugslys í Hlíðarfjalli Fréttir af flugi Tengdar fréttir Könnun Mýflugs: „Ekkert ábótavant sem þarf að bregðast við“ "Við getum ekki rannsakað flugslys. Við höfum enga þekkingu til að gera slíkt og svo sem ekki trúverðugur aðili til þess heldur,“ segir flugöryggisfulltrúi Mýflugs. 6. janúar 2014 13:44 „Beygjan að brautinni var alltof skörp“ Bróðir Péturs Tryggvasonar sem fórst í flugslysi á Akureyri í ágúst segir kröfu um rannsókn byggjast á hagsmunum tveggja barna sem Pétur skilur eftir sig. 6. janúar 2014 10:15 Ályktanir rannsóknarnefndar stangast á við framburð vitna Lögmaður barna Péturs Tryggvasonar sjúkraflutningamannsins sem lést í flugslysinu í Hlíðarfjalli, segir nú til vandlegrar skoðunar að óska opinberrar rannsóknar á brotlendingunni og tildrögum hennar. 6. janúar 2014 09:17 Vilja rannsókn á Hlíðarfjallsslysinu Bróðir sjúkraflutningamanns sem fórst er sjúkraflugvél brotlenti á kappakstursbraut á Akureyri í ágúst hyggst krefjast opinberrar rannsóknar á slysinu. Flugstjórinn lést einnig í slysinu en aðstoðarflugmaðurinn, sem varaði hann við því að flogið væri allt 6. janúar 2014 07:00 Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Fleiri fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Sjá meira
Könnun Mýflugs: „Ekkert ábótavant sem þarf að bregðast við“ "Við getum ekki rannsakað flugslys. Við höfum enga þekkingu til að gera slíkt og svo sem ekki trúverðugur aðili til þess heldur,“ segir flugöryggisfulltrúi Mýflugs. 6. janúar 2014 13:44
„Beygjan að brautinni var alltof skörp“ Bróðir Péturs Tryggvasonar sem fórst í flugslysi á Akureyri í ágúst segir kröfu um rannsókn byggjast á hagsmunum tveggja barna sem Pétur skilur eftir sig. 6. janúar 2014 10:15
Ályktanir rannsóknarnefndar stangast á við framburð vitna Lögmaður barna Péturs Tryggvasonar sjúkraflutningamannsins sem lést í flugslysinu í Hlíðarfjalli, segir nú til vandlegrar skoðunar að óska opinberrar rannsóknar á brotlendingunni og tildrögum hennar. 6. janúar 2014 09:17
Vilja rannsókn á Hlíðarfjallsslysinu Bróðir sjúkraflutningamanns sem fórst er sjúkraflugvél brotlenti á kappakstursbraut á Akureyri í ágúst hyggst krefjast opinberrar rannsóknar á slysinu. Flugstjórinn lést einnig í slysinu en aðstoðarflugmaðurinn, sem varaði hann við því að flogið væri allt 6. janúar 2014 07:00