Innlent

Eins og kýrnar á vorin hjá Mýflugi

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Flugmenn sem koma til Mýflugs frá stóru flugfélögunum eru eins og kýr sem hleypt er út á vorin, að sögn framkvæmdastjóra Mýflugs, Leifs Hallgrímssonar.
Flugmenn sem koma til Mýflugs frá stóru flugfélögunum eru eins og kýr sem hleypt er út á vorin, að sögn framkvæmdastjóra Mýflugs, Leifs Hallgrímssonar. Stöð 2/Baldur
Leifur Hallgrímsson, framkvæmdastjóri Mýflugs, vildi fáum spurningum svara þegar rætt var við hann um starfsumhverfið hjá félaginu. Leifur neitaði hins vegar að kvartanir hefðu borist vegna öryggismála hjá félaginu og sagði að eftir því sem hann best vissi væri starfsumhverfið í „besta lagi“.

Í viðtali í fréttaþættinum Landið allt sem sýndur var 16. desember 2012 á Stöð 2 var hins vegar rætt ítarlega við Leif um Mýflug. Frásögn Leifs þar varpar ef til vill ljósi á það viðhorf sem ríkir innan Mýflugs. Aðspurður kveðst Leifur aldrei hafa verið heillaður af því að fljúga þotum.

„Nei, þetta er nú bara svona eins og að keyra strætó, held ég, að fljúga svona þotum. Að minnsta kosti þeir sem hafa komið og verið að fljúga hjá okkur – komið frá þessum stóru félögum, við höfum fengið svoleiðis menn – það er pínulítið eins og þegar kúnum er hleypt út á vorin. Það er bara svoleiðis, sko. Þetta er allt svo niðurnjörvað á þessum þotum. Þú mátt ekki gera neitt. Það er fylgst með þér og horft yfir öxlina á þér og þú ert látinn svara til saka ef þú beygir meira en 30 gráður – og þar fram eftir götunum,“ sagði Leifur Hallgrímsson í Landinu öllu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×