Hóta að breyta hvalabjórbruggstjóra í bjór Jón Júlíus Karlsson skrifar 9. janúar 2014 20:00 Framleiðsla Brugghússins Steðja á nýjum Hvalabjór hefur hleypt illu blóði í hvalaverndunarsinna. Forstjóri Steðja, Dagbjartur Arilíusson, segist hafa fengið hótanir eftir að tilkynnt var um framleiðslu bjórsins. Fjallað hefur verið um hinn íslenska hvalabjór í fjölmiðlum víða um heim. Óhætt er að segja að hvalabjórinn sem brugghúsið Steðji í Borgarfirði framleiðir hafi fengið mikla fjölmiðlaathygli á síðustu dögum. Fjölmiðlar beggja vegna Atlantsála hafa fjallað um þennan nýja bjór sem þykir vægast sagt umdeildur. Stórir fréttamiðlara líkt og The Guardian, Indepentdent og Sky hafa fjallað um málið og sömuleiðis fjölmiðlar í Bandaríkjunum.Hótað líkamlegu ofbeldi Hvalamjöl er notað í bjórinn en í mjölinu eru meðal annars dauðþurrkuð hvalabein. „Þetta hefur farið eins og eldur í sinu á netinu og við höfum orðið var við það. Ég hef fengið ýmsa pósta, bæði jákvæða og neikvæða hvaðan af úr heiminum,“ segir Dagbjartur og viðurkennir að hann hafi fengið hótanir. „Það hafa borist hótanir bæði í gær og í morgun. Ég mun ekki taka þessu hótunum alvarlega að svo stöddu. Við búum á Íslandi og erum vel sett upp í sveit. Við teljum okkur vera nokkuð einangruð.“ Dagbjartur telur sig hafa fengið allt að 15 hótanir og eru þær af misjöfnum toga. Nokkrir hafa hótað Dagbjarti líkamsmeiðingum og einn hótar að breyta bruggstjóranum í bjór. Bjórinn verður til sölu í verslunum ÁTVR á Þorra, frá 24. janúar til 22. febrúar.Í ósátt við okkar helstu viðskiptalönd Ekki eru allir þó eins hrifnir af nýjasta bjórnum á markaðnum. „Þetta er engan veginn til framdráttar fyrir landið okkar að kynna þessa afurð úr hvölum sem er almennt í mikilli ósátt við okkar helstu viðskiptalönd,“ segir Ásbjörn Björgvinsson, formaður Ferðamálasamtaka Íslands. „Við höfum ekki fundið fyrir öðru en að hvalveiðar og svona hvalafurðir séu ekkert að hjálpa okkur. Þessi framleiðsla mun gera Íslandi meira ógagn en gagn. Þarna er farið af stað með einhvern brandara en ég á eftir að sjá hversu margir munu drekka þennan bjór.“ Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Framleiðsla Brugghússins Steðja á nýjum Hvalabjór hefur hleypt illu blóði í hvalaverndunarsinna. Forstjóri Steðja, Dagbjartur Arilíusson, segist hafa fengið hótanir eftir að tilkynnt var um framleiðslu bjórsins. Fjallað hefur verið um hinn íslenska hvalabjór í fjölmiðlum víða um heim. Óhætt er að segja að hvalabjórinn sem brugghúsið Steðji í Borgarfirði framleiðir hafi fengið mikla fjölmiðlaathygli á síðustu dögum. Fjölmiðlar beggja vegna Atlantsála hafa fjallað um þennan nýja bjór sem þykir vægast sagt umdeildur. Stórir fréttamiðlara líkt og The Guardian, Indepentdent og Sky hafa fjallað um málið og sömuleiðis fjölmiðlar í Bandaríkjunum.Hótað líkamlegu ofbeldi Hvalamjöl er notað í bjórinn en í mjölinu eru meðal annars dauðþurrkuð hvalabein. „Þetta hefur farið eins og eldur í sinu á netinu og við höfum orðið var við það. Ég hef fengið ýmsa pósta, bæði jákvæða og neikvæða hvaðan af úr heiminum,“ segir Dagbjartur og viðurkennir að hann hafi fengið hótanir. „Það hafa borist hótanir bæði í gær og í morgun. Ég mun ekki taka þessu hótunum alvarlega að svo stöddu. Við búum á Íslandi og erum vel sett upp í sveit. Við teljum okkur vera nokkuð einangruð.“ Dagbjartur telur sig hafa fengið allt að 15 hótanir og eru þær af misjöfnum toga. Nokkrir hafa hótað Dagbjarti líkamsmeiðingum og einn hótar að breyta bruggstjóranum í bjór. Bjórinn verður til sölu í verslunum ÁTVR á Þorra, frá 24. janúar til 22. febrúar.Í ósátt við okkar helstu viðskiptalönd Ekki eru allir þó eins hrifnir af nýjasta bjórnum á markaðnum. „Þetta er engan veginn til framdráttar fyrir landið okkar að kynna þessa afurð úr hvölum sem er almennt í mikilli ósátt við okkar helstu viðskiptalönd,“ segir Ásbjörn Björgvinsson, formaður Ferðamálasamtaka Íslands. „Við höfum ekki fundið fyrir öðru en að hvalveiðar og svona hvalafurðir séu ekkert að hjálpa okkur. Þessi framleiðsla mun gera Íslandi meira ógagn en gagn. Þarna er farið af stað með einhvern brandara en ég á eftir að sjá hversu margir munu drekka þennan bjór.“
Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira