Ástin bjargaði Aroni í gegnum meiðslin Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. desember 2014 09:30 Aron Jóhannsson er kominn aftur á fullt. vísir/getty Aron Jóhannsson, Íslendingurinn í bandaríska knattspyrnulandsliðinu, er kominn aftur á fullt eftir erfið meiðsli sem eyðilögðu meira og minna fyrir honum heimsmeistaramótið í sumar. Aron kom inn á í fyrsta leik Bandaríkjanna gegn Gana í sumar en spilaði svo ekki mínútu til viðbótar vegna meiðsla, en hann er nú kominn á fætur og búinn að skora tvö mörk í sex leikjum fyrir AZ í Hollandi. Þessi öflugi framherji var á miklum skriði fyrir HM og lauk síðasta tímabili með AZ með stæl. Hann skoraði 26 mörk í 51 leik og var valinn í HM-hóp Bandaríkjanna þar sem hann sem fyrr segir spilaði ekki mikið. „Síðustu sex mánuðir voru erfiðasti tími lífs míns,“ segir Aron í ítarlegu viðtali við Vice Sports. Blaðamaður Vice Sports hitti Aron á kaffihúsi á Schiphol-flugvellinum í Hollandi og segir hann vera stærri en síðast þegar þeir hittust. Grafarvogsbúinn hafi greinilega tekið hressilega á því í ræktinni undanfarna mánuði.Aron Jóhannsson á HM.vísir/gettyHann segir Aron ekki mættan til Amsterdam til að versla. Hann var að skutla vinum og ættingum á flugvöllinn og að bíða eftir kærustunni sinni, Bryndísi Stefánsdóttur. Hann segir ástina í sínu lífi hafa haldið honum heilum á geði á meðan hann gekk í gegnum meiðslin. „Ég vorkenni henni svolítið. Ég fór stundum út á völl þar sem ég átti að æfa með liðinu en ég gat það ekki út af ökklanum. Þá varð ég enn meira pirraður og hún þarf að lifa með pirringnum í mér. En hún hjápaði mér,“ segir Aron. Aron lýsir því í viðtalinu þegar hann kom inn á í byrjun leiks gegn Gana, en hann var ekki í byrjunarliðinu. Jozy Altidore, framherji Sunderland, tognaði aftan í læri snemma leiks og þá þurfti Aron að gera sig kláran. „Það besta við HM var auðvitað að koma inn á. Um leið og Altidore meiddist fóru ég og Wondo (Chris Wondolowski) að hita upp. Við vissum ekki hvað var í gangi,“ segir Aron. „Ég myndi ekki segja að ég hafi verið stressaður, ég var meira spenntur. Þetta voru mínar fyrstu mínútur á HM. Nafn mitt var kallað þegar ég var að gera mig kláran og ég hugsaði: „Hættu nú, ég er að fara að spila á HM.“ En þegar ég var kominn út á völlinn gaf ég mig allan í leikinn.“ Aron ræðir margt fleira í viðtalinu; æfingabúðirnar fyrir HM, stöðu Landons Donavans í sumar, lífið í Hollandi og landsliðsþjálfarann Jürgen Klinsmann. Allt viðtalið á ensku má lesa hér. Fótbolti Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira
Aron Jóhannsson, Íslendingurinn í bandaríska knattspyrnulandsliðinu, er kominn aftur á fullt eftir erfið meiðsli sem eyðilögðu meira og minna fyrir honum heimsmeistaramótið í sumar. Aron kom inn á í fyrsta leik Bandaríkjanna gegn Gana í sumar en spilaði svo ekki mínútu til viðbótar vegna meiðsla, en hann er nú kominn á fætur og búinn að skora tvö mörk í sex leikjum fyrir AZ í Hollandi. Þessi öflugi framherji var á miklum skriði fyrir HM og lauk síðasta tímabili með AZ með stæl. Hann skoraði 26 mörk í 51 leik og var valinn í HM-hóp Bandaríkjanna þar sem hann sem fyrr segir spilaði ekki mikið. „Síðustu sex mánuðir voru erfiðasti tími lífs míns,“ segir Aron í ítarlegu viðtali við Vice Sports. Blaðamaður Vice Sports hitti Aron á kaffihúsi á Schiphol-flugvellinum í Hollandi og segir hann vera stærri en síðast þegar þeir hittust. Grafarvogsbúinn hafi greinilega tekið hressilega á því í ræktinni undanfarna mánuði.Aron Jóhannsson á HM.vísir/gettyHann segir Aron ekki mættan til Amsterdam til að versla. Hann var að skutla vinum og ættingum á flugvöllinn og að bíða eftir kærustunni sinni, Bryndísi Stefánsdóttur. Hann segir ástina í sínu lífi hafa haldið honum heilum á geði á meðan hann gekk í gegnum meiðslin. „Ég vorkenni henni svolítið. Ég fór stundum út á völl þar sem ég átti að æfa með liðinu en ég gat það ekki út af ökklanum. Þá varð ég enn meira pirraður og hún þarf að lifa með pirringnum í mér. En hún hjápaði mér,“ segir Aron. Aron lýsir því í viðtalinu þegar hann kom inn á í byrjun leiks gegn Gana, en hann var ekki í byrjunarliðinu. Jozy Altidore, framherji Sunderland, tognaði aftan í læri snemma leiks og þá þurfti Aron að gera sig kláran. „Það besta við HM var auðvitað að koma inn á. Um leið og Altidore meiddist fóru ég og Wondo (Chris Wondolowski) að hita upp. Við vissum ekki hvað var í gangi,“ segir Aron. „Ég myndi ekki segja að ég hafi verið stressaður, ég var meira spenntur. Þetta voru mínar fyrstu mínútur á HM. Nafn mitt var kallað þegar ég var að gera mig kláran og ég hugsaði: „Hættu nú, ég er að fara að spila á HM.“ En þegar ég var kominn út á völlinn gaf ég mig allan í leikinn.“ Aron ræðir margt fleira í viðtalinu; æfingabúðirnar fyrir HM, stöðu Landons Donavans í sumar, lífið í Hollandi og landsliðsþjálfarann Jürgen Klinsmann. Allt viðtalið á ensku má lesa hér.
Fótbolti Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira