Ríkið óskar lögbanns á gjaldtöku við Geysi Heimir Már Pétursson og Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 8. mars 2014 13:08 vísir/gva Fjármálaráðherra segir að lögbannsbeiðni vegna fyrirhugaðrar gjaldtöku á geysissvæðinu verði lögð fram. Talsmaður Geyisfélagsins segir seint í rassinn gripið hjá stjórnvöldum sem vitað hafi af gjaldttökunni í 18 mánuði, en gjaldtakan á að hefjast á mánudag. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra hefur mælt með upptöku náttúrupassa sem gildi fyrir alla helstu ferðamannastaði landsins en ekki hefur verið eining um það mál og hefur Geysisfélagið, félag landeigenda á svæðinu, lagst gegn hugmyndinni. Félagið segir nauðsynlegt að byggja upp á svæðinu fyrir um 500 milljónir króna. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir ágreining ríkja um gjaldtökuheimild á þessu svæði þar sem eignarhaldið sé tvískipt milli ríkisins og landeigenda. Þess vegna verði lögbannsbeiðni lögð fram eftir helgi, en Geysismenn ætla að hefja gjaldtökuna næst komandi mánudag. „Og ríkið getur ekki annað heldur en látið reyna á rétt sinn. Í lögbannsmálinu er verið að fara fram á að gjaldtökuáformin verði stöðvuð. Meðal annars þar sem þau samræmist ekki réttarstöðunni sem sem ríkið telur að sé á svæðinu,“ segir fjármálaráðherra. Garðar Eiríksson talsmaður Geysisfélagsins segir að landeigendur muni láta lögmenn sína skoða rétt þeirra í málinu. „Ef þeir hafa ekki önnur svör til að tala við okkur þá verðum við bara að lúta því. En hins vegar bíð ég enn eftir fundi með fjármálaráðherra og vonandi náum við nú að ræða saman í komandi viku,“ segir Garðar. Fjármálaráðherra segir blandaða eignarhaldið flækja stöðuna á geysissvæðinu. „Og þá verður mögulega í framhaldinu, ef það gengur til dómstóla og fæst dómur, skorið úr um það hvort gjaldtökuheimildir eru yfirhöfuð til staðar eins og atvik málsins eru þarna,“ segir Bjarni. Talsmaður Geysisfélagsins minnir á að tilkynnt hafi verið um þessi áform með löngum fyrirvara. „Það er dálítið seint í rassinn gripið þegar menn ætla endilega að grípa til svona aðgerða rétt þegar þessi áform okkar eiga að verða að veruleika. Manni finnst að það hefði verið hægt að ræða við okkur um þetta síðast liðið eitt og hálft ár. Við höfum reynt af fullum og fúsum vilja að fá þennan minnihluta meðeiganda okkar að einhverju samtali. En það hefur því miður ekki náðst,“ segir Garðar Eiríksson talsmaður Geysisfélagsins. Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Fleiri fréttir Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Sjá meira
Fjármálaráðherra segir að lögbannsbeiðni vegna fyrirhugaðrar gjaldtöku á geysissvæðinu verði lögð fram. Talsmaður Geyisfélagsins segir seint í rassinn gripið hjá stjórnvöldum sem vitað hafi af gjaldttökunni í 18 mánuði, en gjaldtakan á að hefjast á mánudag. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra hefur mælt með upptöku náttúrupassa sem gildi fyrir alla helstu ferðamannastaði landsins en ekki hefur verið eining um það mál og hefur Geysisfélagið, félag landeigenda á svæðinu, lagst gegn hugmyndinni. Félagið segir nauðsynlegt að byggja upp á svæðinu fyrir um 500 milljónir króna. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir ágreining ríkja um gjaldtökuheimild á þessu svæði þar sem eignarhaldið sé tvískipt milli ríkisins og landeigenda. Þess vegna verði lögbannsbeiðni lögð fram eftir helgi, en Geysismenn ætla að hefja gjaldtökuna næst komandi mánudag. „Og ríkið getur ekki annað heldur en látið reyna á rétt sinn. Í lögbannsmálinu er verið að fara fram á að gjaldtökuáformin verði stöðvuð. Meðal annars þar sem þau samræmist ekki réttarstöðunni sem sem ríkið telur að sé á svæðinu,“ segir fjármálaráðherra. Garðar Eiríksson talsmaður Geysisfélagsins segir að landeigendur muni láta lögmenn sína skoða rétt þeirra í málinu. „Ef þeir hafa ekki önnur svör til að tala við okkur þá verðum við bara að lúta því. En hins vegar bíð ég enn eftir fundi með fjármálaráðherra og vonandi náum við nú að ræða saman í komandi viku,“ segir Garðar. Fjármálaráðherra segir blandaða eignarhaldið flækja stöðuna á geysissvæðinu. „Og þá verður mögulega í framhaldinu, ef það gengur til dómstóla og fæst dómur, skorið úr um það hvort gjaldtökuheimildir eru yfirhöfuð til staðar eins og atvik málsins eru þarna,“ segir Bjarni. Talsmaður Geysisfélagsins minnir á að tilkynnt hafi verið um þessi áform með löngum fyrirvara. „Það er dálítið seint í rassinn gripið þegar menn ætla endilega að grípa til svona aðgerða rétt þegar þessi áform okkar eiga að verða að veruleika. Manni finnst að það hefði verið hægt að ræða við okkur um þetta síðast liðið eitt og hálft ár. Við höfum reynt af fullum og fúsum vilja að fá þennan minnihluta meðeiganda okkar að einhverju samtali. En það hefur því miður ekki náðst,“ segir Garðar Eiríksson talsmaður Geysisfélagsins.
Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Fleiri fréttir Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Sjá meira