Kortafyrirtæki og bankar greiða 1.620 milljónir í sekt Jóhann Óli Eiðsson skrifar 19. desember 2014 07:30 Sektargreiðslur kortafyrirtækja og banka á undanförnum árum nema vel á þriðja milljarð króna. visir/pjetur Arion banki, Íslandsbanki og Landsbankinn, auk greiðslukortafyrirtækjanna Valitors og Borgunar, hafa gert sátt við Samkeppniseftirlitið vegna rannsóknar á samkeppnishömlum á greiðslukortamarkaði. Samkvæmt sáttinni leggjast fyrirtækin í umfangsmiklar aðgerðir til að efla samkeppni. Að auki hafa þau fallist á að greiða samtals 1.620 milljónir í sekt. Brot fyrirtækjanna snúa að framkvæmd við ákvörðun milligjalda og við veitingu vildarpunkta á árunum 2007 til 2009. Sú háttsemi að Valitor og Borgun ákvæðu milligjald fyrir hönd bankanna þótti ganga gegn ákvæðum samkeppnislaga. Í sáttinni felst að hámark verður sett á milligjald auk þess sem Valitor og Borgun skilja á milli færslu- og útgáfuþjónustu. Að auki verður horfið frá því að viðskiptabankarnir eigi greiðslukortafyrirtækin í sameiningu, en það ferli er hafið nú þegar með sölu Landsbankans á hlut sínum í fyrirtækjunum.Jóhannes ingi kolbeinsson„Við komum inn á markaðinn árið 2002 og síðan þá hafa fyrirtækin reynt að bregða fyrir okkur fæti,“ segir Jóhannes Ingi Kolbeinsson, framkvæmdastjóri Kortaþjónustunnar. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem kvörtun fyrirtækisins leiðir til sáttar en sektargreiðslur áðurnefndra fyrirtækja í umræddum málum nema vel á þriðja milljarð króna. „Endurbæturnar sem sæst er á eru löngu tímabærar og ótrúlegt að ekki hafi verið lagst í þær fyrr. Vonandi verða þær til þess að við þurfum ekki að kvarta oftar,“ segir Jóhannes. Þá staðfestir hann að rekið sé skaðabótamál fyrir dómstólum vegna þess tjóns sem fyrirtæki hans hafi orðið fyrir. Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins í málinu verður birt í upphafi næsta árs. Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fleiri fréttir Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Sjá meira
Arion banki, Íslandsbanki og Landsbankinn, auk greiðslukortafyrirtækjanna Valitors og Borgunar, hafa gert sátt við Samkeppniseftirlitið vegna rannsóknar á samkeppnishömlum á greiðslukortamarkaði. Samkvæmt sáttinni leggjast fyrirtækin í umfangsmiklar aðgerðir til að efla samkeppni. Að auki hafa þau fallist á að greiða samtals 1.620 milljónir í sekt. Brot fyrirtækjanna snúa að framkvæmd við ákvörðun milligjalda og við veitingu vildarpunkta á árunum 2007 til 2009. Sú háttsemi að Valitor og Borgun ákvæðu milligjald fyrir hönd bankanna þótti ganga gegn ákvæðum samkeppnislaga. Í sáttinni felst að hámark verður sett á milligjald auk þess sem Valitor og Borgun skilja á milli færslu- og útgáfuþjónustu. Að auki verður horfið frá því að viðskiptabankarnir eigi greiðslukortafyrirtækin í sameiningu, en það ferli er hafið nú þegar með sölu Landsbankans á hlut sínum í fyrirtækjunum.Jóhannes ingi kolbeinsson„Við komum inn á markaðinn árið 2002 og síðan þá hafa fyrirtækin reynt að bregða fyrir okkur fæti,“ segir Jóhannes Ingi Kolbeinsson, framkvæmdastjóri Kortaþjónustunnar. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem kvörtun fyrirtækisins leiðir til sáttar en sektargreiðslur áðurnefndra fyrirtækja í umræddum málum nema vel á þriðja milljarð króna. „Endurbæturnar sem sæst er á eru löngu tímabærar og ótrúlegt að ekki hafi verið lagst í þær fyrr. Vonandi verða þær til þess að við þurfum ekki að kvarta oftar,“ segir Jóhannes. Þá staðfestir hann að rekið sé skaðabótamál fyrir dómstólum vegna þess tjóns sem fyrirtæki hans hafi orðið fyrir. Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins í málinu verður birt í upphafi næsta árs.
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fleiri fréttir Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Sjá meira