Ábyrgðir á námslánum gætu fallið niður með hæstaréttardómi Heimir Már Pétursson skrifar 5. október 2014 13:29 Svo gæti farið að ábyrgðir á námslánum sem tekin voru eftir árið 1998 a.m.k. verði úrskurðaðar ólöglegar. En Hæstiréttur mun í vetur úrskurða í máli þar af lútandi. Lögmaður sem sækir málið segir Lánasjóð íslenskra námsmanna hafa hundsað samkomulag um sjálfskuldaábyrgðir sem félagsmála- og viðskiptaráðherra undirrituðu árið 1998. Þeir sem skrifað hafa upp á námslán fyrir ástvini eða ættingja hafa undanfarin misseri sumir vaknað upp við þann vonda draum jafnvel áratugum síðar að námslánið hefur verið gjaldfellt á þá. Þá eru dæmi um að erfingjar ábyrgðarmanna fái lánin í hausinn án þess að lánasjóðurinn hafi tilkynnt erfingjunum að þeir hafi erft ábyrgð á námsláni. Í janúar 1998 undirrituðu Páll Pétursson, þáverandi félagsmálaráðherra og Finnur Ingólfsson, þáverandi viðskiptaráðherra, fyrir hönd stjórnvalda samkomulag um notkun sjálfskuldarábyrgða. Með samkomulaginu voru settar meginreglur til verndar ábyrgðarmönnum í þeim tilvikum þegar sjálfsskuldarábyrgð er sett til tryggingar fjárhagslegri skuldbindingu. Samkomulagið gerir ríkar kröfur um vönduð vinnubrögð lánveitanda þegar tekin er ábyrgð hjá einstakling fyrir skuldum annars einstaklings. Páll Rúnar Kristjánsson lögmaður rekur mál konu sem skrifaði upp á námslán fyrir son sinn sem aldrei stóð í skilum með lánið og kemur málið til kasta Hæstaréttar í vetur. Hann segir lánasjóðinn hundsa fyrrgreint samkomulag og telja sig óbundið af því.Ábyrgðirnar gætu fallið niður með dómi Hæstaréttar.„Í raun og veru gengur þetta kannski fyrst og síðast út á tvennt. Það er annars vegar að meta greiðslugetu skuldarans og hins vegar að upplýsa ábyrgðaraðilann um hvað felst í ábyrgðinni og hversu víðtæk hún er og svo framvegis. Það er ekki bara þannig hvað varðar LÍN að þessi skylda komi úr þessu samkomulagi, heldur er LÍN stjórnvald og á stjórnvaldi hvílir rannsóknarskylda. Og þá rannsóknarskylda til að kanna greiðslugetu skuldarans og svo hvílir líka upplýsingaskylda á stjórnvaldinu,“ segir Páll Rúnar. Það sæti furðu að opinber stofnun telji sig óbundna af samkomulagi sem þessu um góða viðskiptahætti þar sem ríkisstofnanir hljóti að eiga að sýna gott fordæmi þegar kemur að framkvæmd opinberra ákvarðana og reglna. Páll Rúnar segir nokkra dóma hafa fallið í Hæstarétti þar sem ábyrgðir á hinum almenna lánamarkaði voru ógiltar en í þeim málum voru lánveitendurnir ekki opinberir aðilar. Enn sem komið er hafi hins vegar enginn dómur Hæstaréttar fjallað um þetta tiltekna álitamál hvað varðar LÍN en ef dómur falli ábyrgðarmanninum í hag muni það hafa mikil áhrif. „Það mun væntanlega hafa þær afleiðingar að tugir ef ekki hundruð ábyrgðaraðila verða lausir undan þessum ábyrgðum og mun væntanlega hafa þær afleiðingar að þessi mál öll saman, þessi hörmungarsaga þessarar sjálfskuldarábyrgðar verður úr sögunni,“ segir Páll Rúnar. Skyldur LÍN sem stjórnvalds nái lang aftur fyrir árið 1998 þegar fyrrverandi ráðherrar gerðu með sér samkomulagið um stöðu ábyrgðarmana. „Þetta gengur út á það, að hvernig getur sjálfskuldarábyrgð verið ólögmæt og ósanngjörn í höndum Arion banka en ekki í höndum LÍN? Þetta er nákvæmlega sama ábyrgðin. Hæstiréttur er búinn að segja að hún sé ósanngjörn og óréttmæt. Eini munurinn er sá hvort hún geti verið sanngjörn í höndunum á einum manni og ósanngjörn í höndunum á öðrum. Það sem gerir þetta líka svolítið sérstakt er að LÍN skuli halda því fram að þeir séu að fara eftir þeim almennu reglum sem gilda um ábyrgðarmenn. Það er rangt,“ segir Páll Rúnar Kristjánsson. Tengdar fréttir Ábyrgðarmenn rukkaðir fram yfir gröf og dauða Hætt var að krefjast ábyrgðarmanna á námslán árið 2009 en ábyrgðarmenn eldri lána geta verið eltir til greiðslu allt að dánarbúum þeirra. Frumvarp fyrrverandi menntamálaráðherra til breytinga féll á tíma. 29. september 2014 12:20 Á annað hundrað ábyrgðarmanna greiða af lánum hjá LÍN Margir gera sér ekki grein fyrir að þeir erfa bæði eignir og skuldir við andlát skyldmenna og geta þar með erft ábyrgðir af námslánum sem hinn látni skirfaði upp á. 4. október 2014 19:30 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Sjá meira
Svo gæti farið að ábyrgðir á námslánum sem tekin voru eftir árið 1998 a.m.k. verði úrskurðaðar ólöglegar. En Hæstiréttur mun í vetur úrskurða í máli þar af lútandi. Lögmaður sem sækir málið segir Lánasjóð íslenskra námsmanna hafa hundsað samkomulag um sjálfskuldaábyrgðir sem félagsmála- og viðskiptaráðherra undirrituðu árið 1998. Þeir sem skrifað hafa upp á námslán fyrir ástvini eða ættingja hafa undanfarin misseri sumir vaknað upp við þann vonda draum jafnvel áratugum síðar að námslánið hefur verið gjaldfellt á þá. Þá eru dæmi um að erfingjar ábyrgðarmanna fái lánin í hausinn án þess að lánasjóðurinn hafi tilkynnt erfingjunum að þeir hafi erft ábyrgð á námsláni. Í janúar 1998 undirrituðu Páll Pétursson, þáverandi félagsmálaráðherra og Finnur Ingólfsson, þáverandi viðskiptaráðherra, fyrir hönd stjórnvalda samkomulag um notkun sjálfskuldarábyrgða. Með samkomulaginu voru settar meginreglur til verndar ábyrgðarmönnum í þeim tilvikum þegar sjálfsskuldarábyrgð er sett til tryggingar fjárhagslegri skuldbindingu. Samkomulagið gerir ríkar kröfur um vönduð vinnubrögð lánveitanda þegar tekin er ábyrgð hjá einstakling fyrir skuldum annars einstaklings. Páll Rúnar Kristjánsson lögmaður rekur mál konu sem skrifaði upp á námslán fyrir son sinn sem aldrei stóð í skilum með lánið og kemur málið til kasta Hæstaréttar í vetur. Hann segir lánasjóðinn hundsa fyrrgreint samkomulag og telja sig óbundið af því.Ábyrgðirnar gætu fallið niður með dómi Hæstaréttar.„Í raun og veru gengur þetta kannski fyrst og síðast út á tvennt. Það er annars vegar að meta greiðslugetu skuldarans og hins vegar að upplýsa ábyrgðaraðilann um hvað felst í ábyrgðinni og hversu víðtæk hún er og svo framvegis. Það er ekki bara þannig hvað varðar LÍN að þessi skylda komi úr þessu samkomulagi, heldur er LÍN stjórnvald og á stjórnvaldi hvílir rannsóknarskylda. Og þá rannsóknarskylda til að kanna greiðslugetu skuldarans og svo hvílir líka upplýsingaskylda á stjórnvaldinu,“ segir Páll Rúnar. Það sæti furðu að opinber stofnun telji sig óbundna af samkomulagi sem þessu um góða viðskiptahætti þar sem ríkisstofnanir hljóti að eiga að sýna gott fordæmi þegar kemur að framkvæmd opinberra ákvarðana og reglna. Páll Rúnar segir nokkra dóma hafa fallið í Hæstarétti þar sem ábyrgðir á hinum almenna lánamarkaði voru ógiltar en í þeim málum voru lánveitendurnir ekki opinberir aðilar. Enn sem komið er hafi hins vegar enginn dómur Hæstaréttar fjallað um þetta tiltekna álitamál hvað varðar LÍN en ef dómur falli ábyrgðarmanninum í hag muni það hafa mikil áhrif. „Það mun væntanlega hafa þær afleiðingar að tugir ef ekki hundruð ábyrgðaraðila verða lausir undan þessum ábyrgðum og mun væntanlega hafa þær afleiðingar að þessi mál öll saman, þessi hörmungarsaga þessarar sjálfskuldarábyrgðar verður úr sögunni,“ segir Páll Rúnar. Skyldur LÍN sem stjórnvalds nái lang aftur fyrir árið 1998 þegar fyrrverandi ráðherrar gerðu með sér samkomulagið um stöðu ábyrgðarmana. „Þetta gengur út á það, að hvernig getur sjálfskuldarábyrgð verið ólögmæt og ósanngjörn í höndum Arion banka en ekki í höndum LÍN? Þetta er nákvæmlega sama ábyrgðin. Hæstiréttur er búinn að segja að hún sé ósanngjörn og óréttmæt. Eini munurinn er sá hvort hún geti verið sanngjörn í höndunum á einum manni og ósanngjörn í höndunum á öðrum. Það sem gerir þetta líka svolítið sérstakt er að LÍN skuli halda því fram að þeir séu að fara eftir þeim almennu reglum sem gilda um ábyrgðarmenn. Það er rangt,“ segir Páll Rúnar Kristjánsson.
Tengdar fréttir Ábyrgðarmenn rukkaðir fram yfir gröf og dauða Hætt var að krefjast ábyrgðarmanna á námslán árið 2009 en ábyrgðarmenn eldri lána geta verið eltir til greiðslu allt að dánarbúum þeirra. Frumvarp fyrrverandi menntamálaráðherra til breytinga féll á tíma. 29. september 2014 12:20 Á annað hundrað ábyrgðarmanna greiða af lánum hjá LÍN Margir gera sér ekki grein fyrir að þeir erfa bæði eignir og skuldir við andlát skyldmenna og geta þar með erft ábyrgðir af námslánum sem hinn látni skirfaði upp á. 4. október 2014 19:30 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Sjá meira
Ábyrgðarmenn rukkaðir fram yfir gröf og dauða Hætt var að krefjast ábyrgðarmanna á námslán árið 2009 en ábyrgðarmenn eldri lána geta verið eltir til greiðslu allt að dánarbúum þeirra. Frumvarp fyrrverandi menntamálaráðherra til breytinga féll á tíma. 29. september 2014 12:20
Á annað hundrað ábyrgðarmanna greiða af lánum hjá LÍN Margir gera sér ekki grein fyrir að þeir erfa bæði eignir og skuldir við andlát skyldmenna og geta þar með erft ábyrgðir af námslánum sem hinn látni skirfaði upp á. 4. október 2014 19:30