Óska eftir skýrslu ráðherra um kvikmyndaiðnað Jóhann Óli Eiðsson skrifar 9. desember 2014 22:00 Flags of our Fathers skilaði tæpu hálfu prósenti af útflutningstekjum ársins 2005. Tólf þingmenn, úr röðum Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks, lögðu fram skýrslubeiðni til iðnaðar- og viðskiptaráðherra um hagræn áhrif kvikmyndagerðar á Íslandi. Beiðnin var samþykkt á þingfundi í gær og er svara að vænta í síðasta lagi í mars á komandi ári. Í greinargerð sem fylgir beiðninni segir að upplýsingar um hagræn áhrif kvikmyndaframleiðslu í samanburðarlöndum okkar bendi til að fjárfestingum í kvikmyndagerð fylgi jákvæðir hvatar og hagræn áhrif í héraði. Sóknarfæri í geiranum séu töluverð og mikilvægt sé fyrir stjórnvöld að íhuga hvernig hátta eigi stuðningi við málaflokkinn. Reynsla erlendis frá sýni að gera megi ráð fyrir að aukning verði á ferðamannastraumi sem nemi fjórum til tíu prósentum árlega fyrstu þrjú árin eftir staður birtist í mynd sem nýtur alheimshylli. Því hefur einnig verið fleygt fram að hver fjárfest evra skili héruðum 43 evrum til baka í hagnað af umhverfinu, þjónustu og ferðamennsku.Guðlaugur Þór Þórðarsonvísir/vilhelm„Það hafa verið mörg stór og flott verkefni í kvikmyndageiranum að undanförnu og markmiðin með skýrslunni er að sjá hvaða áhrif þau hafa á iðnaðinn og hve mikil afleidd verðmæti skapast í kjölfarið,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, fyrsti flutningsmaður beiðninnar. Hann bendir á að rúm þrettán prósent ferðamanna segist hafa ákveðið að heimsækja landið eftir að hafa séð því bregða fyrir í kvikmyndum og þáttum. Guðlaugur bendir á að þarna séu verið að ræða um í það minnsta tvær atvinnugreinar og eflaust megi telja fleiri inn í dæmið. Markmiðið með skýrslunni sé að fá upplýsingar um stöðuna eins og hún er, sjá hvar tækifærin liggi og hvað megi betur fara. Hann hafi sjálfur oft lent í því á ferðum sínum með útlendingum um landið að það veki nær undantekningalaust áhuga að geta bent á tökustað Batman og James Bond mynda. Sprenging hafi hins vegar orðið í verkefnum á undanförnum árum og erfitt sé að sækja sér upplýsingar um hvar myndir hafi verið teknar upp. „Þessi mikli vöxtur skapar fjölmörg tækifæri en þau eru til lítils ef þau eru ekki nýtt. Það er klárt mál að við högnumst öll á því. Umræðan hefur stundum snúist um hvernig dreifa megi ferðamannastraumnum um landið og hér er klárlega tækifæri til þess,“ segir Guðlaugur. Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Fleiri fréttir Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Sjá meira
Tólf þingmenn, úr röðum Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks, lögðu fram skýrslubeiðni til iðnaðar- og viðskiptaráðherra um hagræn áhrif kvikmyndagerðar á Íslandi. Beiðnin var samþykkt á þingfundi í gær og er svara að vænta í síðasta lagi í mars á komandi ári. Í greinargerð sem fylgir beiðninni segir að upplýsingar um hagræn áhrif kvikmyndaframleiðslu í samanburðarlöndum okkar bendi til að fjárfestingum í kvikmyndagerð fylgi jákvæðir hvatar og hagræn áhrif í héraði. Sóknarfæri í geiranum séu töluverð og mikilvægt sé fyrir stjórnvöld að íhuga hvernig hátta eigi stuðningi við málaflokkinn. Reynsla erlendis frá sýni að gera megi ráð fyrir að aukning verði á ferðamannastraumi sem nemi fjórum til tíu prósentum árlega fyrstu þrjú árin eftir staður birtist í mynd sem nýtur alheimshylli. Því hefur einnig verið fleygt fram að hver fjárfest evra skili héruðum 43 evrum til baka í hagnað af umhverfinu, þjónustu og ferðamennsku.Guðlaugur Þór Þórðarsonvísir/vilhelm„Það hafa verið mörg stór og flott verkefni í kvikmyndageiranum að undanförnu og markmiðin með skýrslunni er að sjá hvaða áhrif þau hafa á iðnaðinn og hve mikil afleidd verðmæti skapast í kjölfarið,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, fyrsti flutningsmaður beiðninnar. Hann bendir á að rúm þrettán prósent ferðamanna segist hafa ákveðið að heimsækja landið eftir að hafa séð því bregða fyrir í kvikmyndum og þáttum. Guðlaugur bendir á að þarna séu verið að ræða um í það minnsta tvær atvinnugreinar og eflaust megi telja fleiri inn í dæmið. Markmiðið með skýrslunni sé að fá upplýsingar um stöðuna eins og hún er, sjá hvar tækifærin liggi og hvað megi betur fara. Hann hafi sjálfur oft lent í því á ferðum sínum með útlendingum um landið að það veki nær undantekningalaust áhuga að geta bent á tökustað Batman og James Bond mynda. Sprenging hafi hins vegar orðið í verkefnum á undanförnum árum og erfitt sé að sækja sér upplýsingar um hvar myndir hafi verið teknar upp. „Þessi mikli vöxtur skapar fjölmörg tækifæri en þau eru til lítils ef þau eru ekki nýtt. Það er klárt mál að við högnumst öll á því. Umræðan hefur stundum snúist um hvernig dreifa megi ferðamannastraumnum um landið og hér er klárlega tækifæri til þess,“ segir Guðlaugur.
Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Fleiri fréttir Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Sjá meira