Tvær hugmyndir um losun hafta 9. desember 2014 07:00 Lee Buchheit var einn ráðgjafa ríkisstjórnarinnar sem hittu samráðsnefnd um afnám hafta í gær. fréttablaðið/Valli Tvær hugmyndir um losun fjármagnshafta voru kynntar fyrir samráðshópi um afnám haftanna í gær. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins felur önnur hugmyndin í sér að eigendur aflandskróna verði hvattir eða jafnvel knúnir til að skipta eignum sínum yfir í skuldabréf til 30 ára eða meira. Hin hugmyndin snýst um að leggja flatan útgönguskatt á erlendar sem og innlendar eignir. Það myndi þýða að ef lífeyrissjóðir vildu flytja fjármagn á milli landa yrðu þeir að greiða skatta af þeim fjármagnsflutningum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru hugmyndirnar ekki fullmótaðar en staða mála verður engu að síður kynnt fyrir fulltrúum slitabúa bankanna þriggja á fundi í dag. Á fundinum í gær var ekki rætt um það hversu hár útgönguskatturinn gæti orðið ef hann yrði lagður á. Það voru þeir Glen Victor Kim, sérstakur ráðgjafi Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, og Lee Buchheit, lögfræðingur og aðalsamningamaður Íslands í Icesave-málinu, sem hittu samráðshóp um afnám hafta á fundinum í gær. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, á sæti í samráðshópnum. Hann sagði í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 að afnám gjaldeyrishaftanna yrði ekki sá gróðavegur fyrir íslenska ríkið sem forsætisráðherra boðaði fyrir síðustu kosningar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson boðaði fyrir síðustu þingkosningar að samningar við kröfuhafa myndu skila um 300 milljörðum í ríkiskassann enda lægi kröfuhöfum á að fara með peningana úr landi. Árni Páll segir að ljóst sé eftir fundinn í dag að ekkert slíkt sé í farvatninu. „Þetta er ekkert í líkingu við það sem forsætisráðherra hefur margsinnis sagt, um að það sé rakinn gróðavegur að afnema höft, og það sé hægt að búa til peninga með afnámi hafta,“ sagði Árni Páll. Þvert á móti væri hægt að ráða það af kynningu á fundinum að það væri ekki áætlunin. Árni Páll sagði að fyrir tveimur árum hefði legið fyrir áætlun um afnám hafta með samningum sem hefði átt að skila 300 milljörðum í ríkiskassann. Núverandi stjórnvöld hefðu ýtt henni til hliðar. „Það sem líka virðist blasa við er að lífeyrissjóðir almennings verði aftast í biðröðinni við afnám hafta og hagsmunir kröfuhafa verði í forgangi. Það er eðlilegt að spyrja núna: Hvað hefur þessi töf kostað?“ Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti í Bárðarbungu metinn 4,1 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Sjá meira
Tvær hugmyndir um losun fjármagnshafta voru kynntar fyrir samráðshópi um afnám haftanna í gær. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins felur önnur hugmyndin í sér að eigendur aflandskróna verði hvattir eða jafnvel knúnir til að skipta eignum sínum yfir í skuldabréf til 30 ára eða meira. Hin hugmyndin snýst um að leggja flatan útgönguskatt á erlendar sem og innlendar eignir. Það myndi þýða að ef lífeyrissjóðir vildu flytja fjármagn á milli landa yrðu þeir að greiða skatta af þeim fjármagnsflutningum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru hugmyndirnar ekki fullmótaðar en staða mála verður engu að síður kynnt fyrir fulltrúum slitabúa bankanna þriggja á fundi í dag. Á fundinum í gær var ekki rætt um það hversu hár útgönguskatturinn gæti orðið ef hann yrði lagður á. Það voru þeir Glen Victor Kim, sérstakur ráðgjafi Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, og Lee Buchheit, lögfræðingur og aðalsamningamaður Íslands í Icesave-málinu, sem hittu samráðshóp um afnám hafta á fundinum í gær. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, á sæti í samráðshópnum. Hann sagði í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 að afnám gjaldeyrishaftanna yrði ekki sá gróðavegur fyrir íslenska ríkið sem forsætisráðherra boðaði fyrir síðustu kosningar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson boðaði fyrir síðustu þingkosningar að samningar við kröfuhafa myndu skila um 300 milljörðum í ríkiskassann enda lægi kröfuhöfum á að fara með peningana úr landi. Árni Páll segir að ljóst sé eftir fundinn í dag að ekkert slíkt sé í farvatninu. „Þetta er ekkert í líkingu við það sem forsætisráðherra hefur margsinnis sagt, um að það sé rakinn gróðavegur að afnema höft, og það sé hægt að búa til peninga með afnámi hafta,“ sagði Árni Páll. Þvert á móti væri hægt að ráða það af kynningu á fundinum að það væri ekki áætlunin. Árni Páll sagði að fyrir tveimur árum hefði legið fyrir áætlun um afnám hafta með samningum sem hefði átt að skila 300 milljörðum í ríkiskassann. Núverandi stjórnvöld hefðu ýtt henni til hliðar. „Það sem líka virðist blasa við er að lífeyrissjóðir almennings verði aftast í biðröðinni við afnám hafta og hagsmunir kröfuhafa verði í forgangi. Það er eðlilegt að spyrja núna: Hvað hefur þessi töf kostað?“
Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti í Bárðarbungu metinn 4,1 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Sjá meira