Innlent

Ætla að reisa minnisvarða á Miðnesheiði

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Bæjarstjórnin samþykkti tillöguna með fyrirvara.
Bæjarstjórnin samþykkti tillöguna með fyrirvara.
Bæjarstjórnin í Sandgerði hefur samþykkt að setja upp vörðu til minningar um þá sem látið hafa lífið á Miðnesheiði. Varðan verður þar sem áður stóðu Grímsvörður. Þetta samþykkti bæjarstjórnin 2. desember síðastliðinn.

Samþykki tillögunnar er gert með fyrirvara um jákvæða umfjöllun húsæðis-, skipulags- og byggingaráðs sveitarfélagsins en atvinnu-, ferða- og menningarráð hefur þegar gefið verkefninu jákvæða umsögn. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×