Innlent

Andlát: Ólafur Óskar Lárusson myndlistarmaður

Ólafur Óskar Lárusson.
Ólafur Óskar Lárusson.
Ólafur Óskar Lárusson myndlistarmaður lést á Landspítalnum-Háskólasjúkrahúsi fimmtudaginn 4. desember. Ólafur fæddist á Selfossi hinn 10. september árið 1951. Hann er sonur Ásdísar Lárusdóttur og Lárusar Óskars Ólafssonar. Bróðir hans er Hannes Óskar Lárusson myndlistarmaður.

Börn Ólafs Óskars eru Ásdís Hrund Ólafsdóttir, Davíð Óskar Ólafsson og Svava Ingimarsdóttir. Eftirlifandi eiginkona Ólafs er Sigrún Bára Friðfinnsdóttir. Börn Sigrúnar Báru eru Stefán Hrafn Hagalín, Friðfinnur Örn Hagalín, Guðmundur Már Hagalín og Halldóra Anna Hagalín.

Ólafur Óskar ólst upp í Austur-Meðalholtum og í Hlíðunum í Reykjavík. Hann lauk námi úr Mynd- og handíðaskóla Íslands og þaðan lá leiðin til Hollands í framhaldsnám. Ólafur kom víða við, en ásamt myndlist fékkst hann meðal annars við kennslu, grafíska hönnun og var einn af stofnendum Nýlistasafnsins. Á löngum og farsælum ferli hélt Ólafur Óskar Lárusson yfir 30 einkasýningar og tók þátt yfir 20 samsýningum.

Útför hans verður auglýst síðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×