Óttast hvatvísar ráðstafanir ráðherra Óli Kristján Ármannsson skrifar 10. nóvember 2014 07:00 Frumvarp til nýrra laga um opinber fjármál er í meðförum fjárlaganefndar Alþingis eftir fyrstu umræðu. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra mælti fyrir frumvarpinu á ný í byrjun síðasta mánaðar. Fréttablaðið/Ernir Gerðar eru athugasemdir við heimildir ráðherra til að færa til eða ráðstafa fjármunum í hluta athugasemda sem sendar hafa verið Alþingi vegna frumvarps til nýrra laga um opinber fjármál, sem nú eru í meðförum þingsins. Frumvarpið var fyrst lagt fram á vorþingi þessa árs, en ekki náðist að afgreiða það. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra mælti svo fyrir frumvarpinu að nýju í byrjun síðasta mánaðar. „Frumvarpið felur í sér heildarlöggjöf um fjármál ríkis og sveitarfélaga þar sem áhersla er lögð á langtímastefnumörkun opinberra fjármála og aukinn aga við framkvæmd fjárlaga,“ sagði Bjarni við framlagningu frumvarpsins. Í athugasemdum Hagsmunasamtaka heimilanna, sem sendar voru inn í gær, föstudag, er gerð athugasemd við að ráðherra verði samkvæmt nýjum lögum heimilt að ráðstafa varasjóði, sem gert er ráð fyrir að nemi að lágmarki einu prósenti af fjárheimildum fjárlaga. „Miðað við umfang ríkisútgjalda er um að ræða 6,4 milljarða króna á ári, eða 25,6 milljarða á einu kjörtímabili,“ segir í umsögninni, sem Vilhjálmur Bjarnason og Guðmundur Ásgeirsson rita undir. „Vekur það ekki aðeins upp spurningar um mögulega hættu á ómálefnalegri ráðstöfun þeirra fjármuna, heldur einnig efasemdir um stjórnskipulegt gildi svo víðtæks framsals á fjárveitingarvaldi í hendur ráðherra. Þá gera samtökin athugasemd við heimild ráðherra í nýju lögunum til að breyta skiptingu fjárveitinga innan málaflokka á hverju fjárlagaári. Telja bréfritarar þá hættu fyrir hendi með slíku fyrirkomulagi að „hvatvísar ráðstafanir af hálfu ráðherra“ gætu jafnvel kippt í burtu rekstrargrundvelli þeirra stofnana sem slíkar breytingar næðu til. „Sem kann ekki góðri lukku að stýra.“ Svipuðum sjónarmiðum er haldið á lofti í umsögn Félags forstöðumanna ríkisstofnana sem í athugasemd sinni við frumvarpið eftir fyrri framlagningu í vor bentu á að margar stofnanir væru með þannig útgjöld að ekki væri hægt að breyta þeim innan þess sex vikna ramma sem ráðherra er, samkvæmt frumvarpinu, heimilt að segja fyrir um. „Telja má að svo opið ákvæði gangi gegn markmiðum frumvarpsins um fyrirsjáanleika og stöðugleika, þegar haft er í huga að gert er ráð fyrir að gerðar séu þriggja ára áætlanir og að unnar séu vandaðar rekstraráætlanir,“ segir í umsögninni. Í vor mæltist Ríkisendurskoðun líka til þess að ráðherra gerði fjárlaganefnd grein fyrir fyrirhugaðri ráðstöfun úr varasjóði áður en til hennar kæmi. Þá taldi stofnunin til bóta að ákvæði um styrkveitingar á forræði ráðherra yrði þannig að auglýsa þyrfti eftir umsóknum um styrki og faglegt mat réði úthlutunum. Í athugasemd Samkeppniseftirlitsins við sömu grein er mælst til þess að bætt sé við klausu um að gæta ætti samkeppnissjónarmiða við úthlutun styrkja og framlaga ráðherra. Ströng skilyrði gilda um notkun varasjóðsinsÍ skýringum með nýju frumvarpi um opinber fjármál kemur fram að notkun almenns varasjóðs A-hluta sé háð ströngum skilyrðum. Um þurfi að vera að ræða útgjöld sem séu tímabundin, ófyrirsjáanleg, óhjákvæmileg og ókleift að mæta með öðrum hætti. Sambærileg heimild í fjárlögum síðustu ára hefur verið nýtt til að mæta hækkunum launa og verðlags, ásamt ófyrirséðum útgjöldum, þar með töldum gengisbótum vegna veikari stöðu gjaldmiðilsins en gert hafi verið ráð fyrir, útgjöldum vegna eldgosa og náttúruhamfara, auk útgjalda vegna kjarasamninga. „Ráðherra ber ábyrgð á því að meta hvort öll tilgreind skilyrði ákvæðisins séu uppfyllt og með hliðsjón af tilgangi ákvæðisins ber að túlka það þröngt,“ segir í skýringunum. Þá kemur fram að fjárlaganefnd þingsins skuli upplýst um notkun fjár úr almennum varasjóði þegar ákvörðun ráðherra liggi fyrir. Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Fleiri fréttir Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Sjá meira
Gerðar eru athugasemdir við heimildir ráðherra til að færa til eða ráðstafa fjármunum í hluta athugasemda sem sendar hafa verið Alþingi vegna frumvarps til nýrra laga um opinber fjármál, sem nú eru í meðförum þingsins. Frumvarpið var fyrst lagt fram á vorþingi þessa árs, en ekki náðist að afgreiða það. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra mælti svo fyrir frumvarpinu að nýju í byrjun síðasta mánaðar. „Frumvarpið felur í sér heildarlöggjöf um fjármál ríkis og sveitarfélaga þar sem áhersla er lögð á langtímastefnumörkun opinberra fjármála og aukinn aga við framkvæmd fjárlaga,“ sagði Bjarni við framlagningu frumvarpsins. Í athugasemdum Hagsmunasamtaka heimilanna, sem sendar voru inn í gær, föstudag, er gerð athugasemd við að ráðherra verði samkvæmt nýjum lögum heimilt að ráðstafa varasjóði, sem gert er ráð fyrir að nemi að lágmarki einu prósenti af fjárheimildum fjárlaga. „Miðað við umfang ríkisútgjalda er um að ræða 6,4 milljarða króna á ári, eða 25,6 milljarða á einu kjörtímabili,“ segir í umsögninni, sem Vilhjálmur Bjarnason og Guðmundur Ásgeirsson rita undir. „Vekur það ekki aðeins upp spurningar um mögulega hættu á ómálefnalegri ráðstöfun þeirra fjármuna, heldur einnig efasemdir um stjórnskipulegt gildi svo víðtæks framsals á fjárveitingarvaldi í hendur ráðherra. Þá gera samtökin athugasemd við heimild ráðherra í nýju lögunum til að breyta skiptingu fjárveitinga innan málaflokka á hverju fjárlagaári. Telja bréfritarar þá hættu fyrir hendi með slíku fyrirkomulagi að „hvatvísar ráðstafanir af hálfu ráðherra“ gætu jafnvel kippt í burtu rekstrargrundvelli þeirra stofnana sem slíkar breytingar næðu til. „Sem kann ekki góðri lukku að stýra.“ Svipuðum sjónarmiðum er haldið á lofti í umsögn Félags forstöðumanna ríkisstofnana sem í athugasemd sinni við frumvarpið eftir fyrri framlagningu í vor bentu á að margar stofnanir væru með þannig útgjöld að ekki væri hægt að breyta þeim innan þess sex vikna ramma sem ráðherra er, samkvæmt frumvarpinu, heimilt að segja fyrir um. „Telja má að svo opið ákvæði gangi gegn markmiðum frumvarpsins um fyrirsjáanleika og stöðugleika, þegar haft er í huga að gert er ráð fyrir að gerðar séu þriggja ára áætlanir og að unnar séu vandaðar rekstraráætlanir,“ segir í umsögninni. Í vor mæltist Ríkisendurskoðun líka til þess að ráðherra gerði fjárlaganefnd grein fyrir fyrirhugaðri ráðstöfun úr varasjóði áður en til hennar kæmi. Þá taldi stofnunin til bóta að ákvæði um styrkveitingar á forræði ráðherra yrði þannig að auglýsa þyrfti eftir umsóknum um styrki og faglegt mat réði úthlutunum. Í athugasemd Samkeppniseftirlitsins við sömu grein er mælst til þess að bætt sé við klausu um að gæta ætti samkeppnissjónarmiða við úthlutun styrkja og framlaga ráðherra. Ströng skilyrði gilda um notkun varasjóðsinsÍ skýringum með nýju frumvarpi um opinber fjármál kemur fram að notkun almenns varasjóðs A-hluta sé háð ströngum skilyrðum. Um þurfi að vera að ræða útgjöld sem séu tímabundin, ófyrirsjáanleg, óhjákvæmileg og ókleift að mæta með öðrum hætti. Sambærileg heimild í fjárlögum síðustu ára hefur verið nýtt til að mæta hækkunum launa og verðlags, ásamt ófyrirséðum útgjöldum, þar með töldum gengisbótum vegna veikari stöðu gjaldmiðilsins en gert hafi verið ráð fyrir, útgjöldum vegna eldgosa og náttúruhamfara, auk útgjalda vegna kjarasamninga. „Ráðherra ber ábyrgð á því að meta hvort öll tilgreind skilyrði ákvæðisins séu uppfyllt og með hliðsjón af tilgangi ákvæðisins ber að túlka það þröngt,“ segir í skýringunum. Þá kemur fram að fjárlaganefnd þingsins skuli upplýst um notkun fjár úr almennum varasjóði þegar ákvörðun ráðherra liggi fyrir.
Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Fleiri fréttir Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Sjá meira