Þróa nýtt lyf úr þorskalýsi Svavar Hávarðsson skrifar 10. nóvember 2014 07:00 Þrír starfsmenn, auk eigenda og ráðgjafa koma að verkefnum LP. Mynd/LP Þróun og rannsóknir á fyrsta lyfi sprotafyrirtækisins Lipid Pharmaceuticals (LP) úr omega-3 þorskalýsi eru langt komnar. Lyfið er til meðhöndlunar á börnum og fullorðnum sem þjást af hægðatregðu. Þróun lyfsins hófst fyrir tíu árum, en fyrirtækið var stofnað árið 2009 sem rannsóknar- og þróunarfyrirtæki í samvinnu Lýsis hf., Háskóla Íslands og Landspítalans, segir Guðrún M. Ásgrímsdóttir, framkvæmdastjóri LP. „Hugmyndin í upphafi var að nota bólgueyðandi og sýkladrepandi áhrif fitusýra úr lýsi til þess að framleiða augndropa við rauðum augum og vægum augnsýkingum. Lyktin var því miður ekki nógu aðlaðandi til að hugmyndin gengi upp,“ segir Guðrún. Þá var stefnan sett á að nýta eiginleika fitusýranna til að meðhöndla gyllinæð og bólgusjúkdóma í endaþarmi. Stíllinn reyndist, nokkuð óvænt, hafa hægðalosandi áhrif í fyrstu öryggisprófunum hjá heilbrigðu fólki. Því var ákveðið að nýta þessa eiginleika og gera frekari rannsóknir á hægðalosandi eiginleikum virka efnisins í lýsinu. „Gangi áætlanir okkar eftir munum við markaðssetja fyrsta íslenska frumlyfið eftir þrjú ár. Við vitum ekki um önnur íslensk frumlyf komin þetta langt í þróunarfasanum,“ segir Guðrún. Stefnt er á sölu lyfsins í Evrópu og Bandaríkjunum, enda er smæð íslenska markaðarins slík að hún stendur ekki undir þróunarkostnaði. Þróunarvinnan hefur farið fram á rannsóknarstofu í lyfjafræði við HÍ, LSH og hjá Lýsi hf. Hluta vinnunnar er úthýst til annarra fyrirtækja bæði hérlendis og erlendis. Virka innihaldsefnið er framleitt hjá Lýsi hf. og lyfjaformið er framleitt hjá fyrirtækinu Pharmarctica á Grenivík samkvæmt gildandi gæðakröfum. Lyfjaþróun er kröfuhart og langdregið ferli, en meðal þess sem gert hefur verið er rannsókn á áhrifum lyfsins á börn sem leitað hafa á bráðamóttöku Barnaspítala Hringsins undir stjórn Orra Þórs Ormarssonar læknis, og var árangurinn mjög lofandi. Meltingarsjúkdómar, og ekki síst hægðatregða, er mikið vandamál um heim allan; algengi hægðatregðu hjá börnum er allt að 30% og hjá fullorðnum allt upp í 15%. Barnaspítali Hringsins tekur árlega á móti um 400 börnum vegna þessa, svo dæmi sé tekið. Markaður á heimsvísu með hægðalosandi lyf er því gríðarstór og fer stækkandi. Bandaríkjamarkaður einn er talinn velta 120 milljörðum króna með þennan lyfjaflokk.Lipid Pharmaceuticals í hnotskurn - Sprotafyrirtækið Lipid Pharmaceuticals ehf. (LP) var stofnað 2009. - Hluthafar eru Lýsi hf., HÍ, Landspítalinn ásamt stofnendum LP; Einari Stefánssyni lækni og Þorsteini Loftssyni lyfjafræðingi - Fyrirtækið hefur fengið styrki frá Tækniþróunarsjóði (Rannís) og AVS auk þess sem Lýsi hf. hefur lagt til hlutafé. - Samstarfsfyrirtæki LP eru m.a. Lýsi hf., PharmArctica á Grenivík og Matís. Að auki kemur að fyrirtækinu fjöldi innlendra og erlendra ráðgjafa. - Starfsemi LP byggir á rannsóknum Þorsteins Loftssonar, prófessors við lyfjafræðideild HÍ. Hann rannsakaði fitusýrur og mögulega notkun þeirra þar sem vitað var að þær gætu haft bólgueyðandi verkun og sýkladrepandi áhrif. - Markmið fyrirtækisins er að þróa, rannsaka og koma á markað stílum sem innihalda fríar omega-3 fitusýrur sem meðferð við hægðatregðu auk þess sem LP er að þróa og rannsaka smyrsli sem innihalda sömu fitusýrur til meðferðar við húðsýkingum. - Fyrirtækið hefur fengið einkaleyfi sem snýr að nýtingu frírra omega-3 fitusýra úr sjávarafurðum til lyfjagerðar í Bandaríkjunum, Nýja-Sjálandi og S-Afríku. Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
Þróun og rannsóknir á fyrsta lyfi sprotafyrirtækisins Lipid Pharmaceuticals (LP) úr omega-3 þorskalýsi eru langt komnar. Lyfið er til meðhöndlunar á börnum og fullorðnum sem þjást af hægðatregðu. Þróun lyfsins hófst fyrir tíu árum, en fyrirtækið var stofnað árið 2009 sem rannsóknar- og þróunarfyrirtæki í samvinnu Lýsis hf., Háskóla Íslands og Landspítalans, segir Guðrún M. Ásgrímsdóttir, framkvæmdastjóri LP. „Hugmyndin í upphafi var að nota bólgueyðandi og sýkladrepandi áhrif fitusýra úr lýsi til þess að framleiða augndropa við rauðum augum og vægum augnsýkingum. Lyktin var því miður ekki nógu aðlaðandi til að hugmyndin gengi upp,“ segir Guðrún. Þá var stefnan sett á að nýta eiginleika fitusýranna til að meðhöndla gyllinæð og bólgusjúkdóma í endaþarmi. Stíllinn reyndist, nokkuð óvænt, hafa hægðalosandi áhrif í fyrstu öryggisprófunum hjá heilbrigðu fólki. Því var ákveðið að nýta þessa eiginleika og gera frekari rannsóknir á hægðalosandi eiginleikum virka efnisins í lýsinu. „Gangi áætlanir okkar eftir munum við markaðssetja fyrsta íslenska frumlyfið eftir þrjú ár. Við vitum ekki um önnur íslensk frumlyf komin þetta langt í þróunarfasanum,“ segir Guðrún. Stefnt er á sölu lyfsins í Evrópu og Bandaríkjunum, enda er smæð íslenska markaðarins slík að hún stendur ekki undir þróunarkostnaði. Þróunarvinnan hefur farið fram á rannsóknarstofu í lyfjafræði við HÍ, LSH og hjá Lýsi hf. Hluta vinnunnar er úthýst til annarra fyrirtækja bæði hérlendis og erlendis. Virka innihaldsefnið er framleitt hjá Lýsi hf. og lyfjaformið er framleitt hjá fyrirtækinu Pharmarctica á Grenivík samkvæmt gildandi gæðakröfum. Lyfjaþróun er kröfuhart og langdregið ferli, en meðal þess sem gert hefur verið er rannsókn á áhrifum lyfsins á börn sem leitað hafa á bráðamóttöku Barnaspítala Hringsins undir stjórn Orra Þórs Ormarssonar læknis, og var árangurinn mjög lofandi. Meltingarsjúkdómar, og ekki síst hægðatregða, er mikið vandamál um heim allan; algengi hægðatregðu hjá börnum er allt að 30% og hjá fullorðnum allt upp í 15%. Barnaspítali Hringsins tekur árlega á móti um 400 börnum vegna þessa, svo dæmi sé tekið. Markaður á heimsvísu með hægðalosandi lyf er því gríðarstór og fer stækkandi. Bandaríkjamarkaður einn er talinn velta 120 milljörðum króna með þennan lyfjaflokk.Lipid Pharmaceuticals í hnotskurn - Sprotafyrirtækið Lipid Pharmaceuticals ehf. (LP) var stofnað 2009. - Hluthafar eru Lýsi hf., HÍ, Landspítalinn ásamt stofnendum LP; Einari Stefánssyni lækni og Þorsteini Loftssyni lyfjafræðingi - Fyrirtækið hefur fengið styrki frá Tækniþróunarsjóði (Rannís) og AVS auk þess sem Lýsi hf. hefur lagt til hlutafé. - Samstarfsfyrirtæki LP eru m.a. Lýsi hf., PharmArctica á Grenivík og Matís. Að auki kemur að fyrirtækinu fjöldi innlendra og erlendra ráðgjafa. - Starfsemi LP byggir á rannsóknum Þorsteins Loftssonar, prófessors við lyfjafræðideild HÍ. Hann rannsakaði fitusýrur og mögulega notkun þeirra þar sem vitað var að þær gætu haft bólgueyðandi verkun og sýkladrepandi áhrif. - Markmið fyrirtækisins er að þróa, rannsaka og koma á markað stílum sem innihalda fríar omega-3 fitusýrur sem meðferð við hægðatregðu auk þess sem LP er að þróa og rannsaka smyrsli sem innihalda sömu fitusýrur til meðferðar við húðsýkingum. - Fyrirtækið hefur fengið einkaleyfi sem snýr að nýtingu frírra omega-3 fitusýra úr sjávarafurðum til lyfjagerðar í Bandaríkjunum, Nýja-Sjálandi og S-Afríku.
Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira