Meiðyrðamál gegn RÚV: Rekinn vegna fréttar um tíu ára gamalt kynferðisbrot Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 11. júní 2014 17:30 Meiðyrðamál gegn Malín Brand og Óðni Jónssyni var höfðað í mars. Fyrsta fyrirtaka í málinu var í gær. Slökkviliðsmaður, sem missti vinnuna í kjölfar umfjöllunar um hann á RÚV í janúar 2013, hefur stefnt Malín Brand, fréttakonu, og Óðni Jónssyni, þáverandi fréttastjóra RÚV, fyrir meiðyrði. Fréttin fjallaði um kynferðisbrot sem maðurinn var dæmdur fyrir tæpum tíu árum áður. Hún var flutt í kjölfar umfjöllunar Kastljóss um Karl Vigni Þorsteinsson og kynferðisbrot hans. Kona sem sá þáttinn um Karl Vigni furðaði sig á því í bloggfærslu að maður sem brotið hafði á henni tæplega tíu árum fyrr starfaði sem slökkviliðsmaður. RÚV fjallaði um málið og maðurinn var svo rekinn. Meiðyrðamálið var höfðað í mars og var fyrsta fyrirtaka í því fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Krefst fyrrum slökkviliðsmaðurinn ómerkingar á ummælunum, fréttinni og miskabóta samkvæmt heimildum Vísis. Segist hann ósáttur yfir því að hafa verið tengdur umfjöllun um alvarlega kynferðisglæpi Karls Vignis, sérstaklega í ljósi þess hversu langur tími hafði liðið síðan hann var dæmdur fyrir brot sitt. Menn verða að geta átt afturkvæmt eftir að hafa tekið út refsingu að sögn Vilhjálms Hans Vilhjálmssonar, lögmanns.„RÚV tekur upp á því að blanda þessu eldgamla máli inn í umfjöllun um mjög alvarleg kynferðisafbrotamál sem voru til umræðu á þessum tíma,“ segir Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson, lögmaður mannsins. „Þessum málum telur RÚV við hæfi að blanda saman og tengja umbjóðanda minn við þau voðaverk. Það er ekki látið þar við sitja heldur hefur RÚV samband við vinnuveitanda mannsins og kemur því til leiðar að hann missir vinnuna.“ „Það er ljóst að öll gerum við mistök á lífsleiðinni, misjafnlega stór, en það er algjörlega nauðsynlegt að menn eigi afturkvæmt eftir að þeir hafa tekið út refsingu og bætt fyrir brot sín með einhverjum hætti,“ segir Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson, lögmaður mannsins. „Þriggja mánaða skilorðsbundinn dómur gefur vísbendingu um hversu alvarlegar sakargiftirnar voru. Síðan hefur hann haft flekklausan feril.“ Malín Brand vildi ekki tjá sig um málið að svo stöddu þegar eftir því var leitað og ekki náðist í Óðin Jónsson. Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Sjá meira
Slökkviliðsmaður, sem missti vinnuna í kjölfar umfjöllunar um hann á RÚV í janúar 2013, hefur stefnt Malín Brand, fréttakonu, og Óðni Jónssyni, þáverandi fréttastjóra RÚV, fyrir meiðyrði. Fréttin fjallaði um kynferðisbrot sem maðurinn var dæmdur fyrir tæpum tíu árum áður. Hún var flutt í kjölfar umfjöllunar Kastljóss um Karl Vigni Þorsteinsson og kynferðisbrot hans. Kona sem sá þáttinn um Karl Vigni furðaði sig á því í bloggfærslu að maður sem brotið hafði á henni tæplega tíu árum fyrr starfaði sem slökkviliðsmaður. RÚV fjallaði um málið og maðurinn var svo rekinn. Meiðyrðamálið var höfðað í mars og var fyrsta fyrirtaka í því fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Krefst fyrrum slökkviliðsmaðurinn ómerkingar á ummælunum, fréttinni og miskabóta samkvæmt heimildum Vísis. Segist hann ósáttur yfir því að hafa verið tengdur umfjöllun um alvarlega kynferðisglæpi Karls Vignis, sérstaklega í ljósi þess hversu langur tími hafði liðið síðan hann var dæmdur fyrir brot sitt. Menn verða að geta átt afturkvæmt eftir að hafa tekið út refsingu að sögn Vilhjálms Hans Vilhjálmssonar, lögmanns.„RÚV tekur upp á því að blanda þessu eldgamla máli inn í umfjöllun um mjög alvarleg kynferðisafbrotamál sem voru til umræðu á þessum tíma,“ segir Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson, lögmaður mannsins. „Þessum málum telur RÚV við hæfi að blanda saman og tengja umbjóðanda minn við þau voðaverk. Það er ekki látið þar við sitja heldur hefur RÚV samband við vinnuveitanda mannsins og kemur því til leiðar að hann missir vinnuna.“ „Það er ljóst að öll gerum við mistök á lífsleiðinni, misjafnlega stór, en það er algjörlega nauðsynlegt að menn eigi afturkvæmt eftir að þeir hafa tekið út refsingu og bætt fyrir brot sín með einhverjum hætti,“ segir Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson, lögmaður mannsins. „Þriggja mánaða skilorðsbundinn dómur gefur vísbendingu um hversu alvarlegar sakargiftirnar voru. Síðan hefur hann haft flekklausan feril.“ Malín Brand vildi ekki tjá sig um málið að svo stöddu þegar eftir því var leitað og ekki náðist í Óðin Jónsson.
Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Sjá meira