Meiðyrðamál gegn RÚV: Rekinn vegna fréttar um tíu ára gamalt kynferðisbrot Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 11. júní 2014 17:30 Meiðyrðamál gegn Malín Brand og Óðni Jónssyni var höfðað í mars. Fyrsta fyrirtaka í málinu var í gær. Slökkviliðsmaður, sem missti vinnuna í kjölfar umfjöllunar um hann á RÚV í janúar 2013, hefur stefnt Malín Brand, fréttakonu, og Óðni Jónssyni, þáverandi fréttastjóra RÚV, fyrir meiðyrði. Fréttin fjallaði um kynferðisbrot sem maðurinn var dæmdur fyrir tæpum tíu árum áður. Hún var flutt í kjölfar umfjöllunar Kastljóss um Karl Vigni Þorsteinsson og kynferðisbrot hans. Kona sem sá þáttinn um Karl Vigni furðaði sig á því í bloggfærslu að maður sem brotið hafði á henni tæplega tíu árum fyrr starfaði sem slökkviliðsmaður. RÚV fjallaði um málið og maðurinn var svo rekinn. Meiðyrðamálið var höfðað í mars og var fyrsta fyrirtaka í því fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Krefst fyrrum slökkviliðsmaðurinn ómerkingar á ummælunum, fréttinni og miskabóta samkvæmt heimildum Vísis. Segist hann ósáttur yfir því að hafa verið tengdur umfjöllun um alvarlega kynferðisglæpi Karls Vignis, sérstaklega í ljósi þess hversu langur tími hafði liðið síðan hann var dæmdur fyrir brot sitt. Menn verða að geta átt afturkvæmt eftir að hafa tekið út refsingu að sögn Vilhjálms Hans Vilhjálmssonar, lögmanns.„RÚV tekur upp á því að blanda þessu eldgamla máli inn í umfjöllun um mjög alvarleg kynferðisafbrotamál sem voru til umræðu á þessum tíma,“ segir Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson, lögmaður mannsins. „Þessum málum telur RÚV við hæfi að blanda saman og tengja umbjóðanda minn við þau voðaverk. Það er ekki látið þar við sitja heldur hefur RÚV samband við vinnuveitanda mannsins og kemur því til leiðar að hann missir vinnuna.“ „Það er ljóst að öll gerum við mistök á lífsleiðinni, misjafnlega stór, en það er algjörlega nauðsynlegt að menn eigi afturkvæmt eftir að þeir hafa tekið út refsingu og bætt fyrir brot sín með einhverjum hætti,“ segir Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson, lögmaður mannsins. „Þriggja mánaða skilorðsbundinn dómur gefur vísbendingu um hversu alvarlegar sakargiftirnar voru. Síðan hefur hann haft flekklausan feril.“ Malín Brand vildi ekki tjá sig um málið að svo stöddu þegar eftir því var leitað og ekki náðist í Óðin Jónsson. Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Slökkviliðsmaður, sem missti vinnuna í kjölfar umfjöllunar um hann á RÚV í janúar 2013, hefur stefnt Malín Brand, fréttakonu, og Óðni Jónssyni, þáverandi fréttastjóra RÚV, fyrir meiðyrði. Fréttin fjallaði um kynferðisbrot sem maðurinn var dæmdur fyrir tæpum tíu árum áður. Hún var flutt í kjölfar umfjöllunar Kastljóss um Karl Vigni Þorsteinsson og kynferðisbrot hans. Kona sem sá þáttinn um Karl Vigni furðaði sig á því í bloggfærslu að maður sem brotið hafði á henni tæplega tíu árum fyrr starfaði sem slökkviliðsmaður. RÚV fjallaði um málið og maðurinn var svo rekinn. Meiðyrðamálið var höfðað í mars og var fyrsta fyrirtaka í því fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Krefst fyrrum slökkviliðsmaðurinn ómerkingar á ummælunum, fréttinni og miskabóta samkvæmt heimildum Vísis. Segist hann ósáttur yfir því að hafa verið tengdur umfjöllun um alvarlega kynferðisglæpi Karls Vignis, sérstaklega í ljósi þess hversu langur tími hafði liðið síðan hann var dæmdur fyrir brot sitt. Menn verða að geta átt afturkvæmt eftir að hafa tekið út refsingu að sögn Vilhjálms Hans Vilhjálmssonar, lögmanns.„RÚV tekur upp á því að blanda þessu eldgamla máli inn í umfjöllun um mjög alvarleg kynferðisafbrotamál sem voru til umræðu á þessum tíma,“ segir Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson, lögmaður mannsins. „Þessum málum telur RÚV við hæfi að blanda saman og tengja umbjóðanda minn við þau voðaverk. Það er ekki látið þar við sitja heldur hefur RÚV samband við vinnuveitanda mannsins og kemur því til leiðar að hann missir vinnuna.“ „Það er ljóst að öll gerum við mistök á lífsleiðinni, misjafnlega stór, en það er algjörlega nauðsynlegt að menn eigi afturkvæmt eftir að þeir hafa tekið út refsingu og bætt fyrir brot sín með einhverjum hætti,“ segir Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson, lögmaður mannsins. „Þriggja mánaða skilorðsbundinn dómur gefur vísbendingu um hversu alvarlegar sakargiftirnar voru. Síðan hefur hann haft flekklausan feril.“ Malín Brand vildi ekki tjá sig um málið að svo stöddu þegar eftir því var leitað og ekki náðist í Óðin Jónsson.
Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira