Fleiri með presta en lækni í kauptúninu Sveinn Arnarsson skrifar 23. október 2014 07:00 Reykjavík og höfuðborgarsvæðið bera höfuð og herðar yfir aðra staði á landinu hvað varðar staðsetningu opinberra stofnana. Prestar eru í fleiri þéttbýliskjörnum á landinu en heilsugæsla. Þetta kemur fram í úttekt Byggðastofnunar á staðsetningu starfa ríkisins árið 2014. Presta er ekki að finna í tólf sveitarfélögum landsins og heilsugæslu er ekki að finna í fimmtán sveitarfélögum. Höfuðborgarsvæðið sker sig úr með langflestar stofnanir hins opinbera. Þrír þéttbýlisstaðir landsins hafa enga ríkisstarfsmenn í sinni byggð. Það eru Svalbarðseyri, skammt utan Akureyrar, Stöðvarfjörður á Austurlandi, og Stokkseyri á Suðurlandi. Engin ríkisstofnun eða útibú á vegum ríkisins er á þessum þéttbýlisstöðum. Björn Valur Gíslason, varaþingmaður VG, hefur lagt fram fyrirspurnir á þingi til allra ráðuneyta um fjölda opinberra starfa og framtíðarhorfur ráðuneytanna í starfsmannamálum.„Það má eflaust gera betur í dreifingu starfa ríkisins og eflaust er ekki nægilega vel gefið milli landshluta hvað þetta varðar. Fyrirspurnir mínar snúast fyrst og fremst um að fá vitræna umræðu í þjóðfélaginu um framtíð starfa ríkisins. Það má ekki vera svo að störf einstaklinga séu einungis rædd meðal embættismanna í ráðuneytunum,“ segir Björn Valur.Björn Valur GíslasonReykjavík notið „stórkostlegs byggðastuðnings“ Fram kemur í úttektinni að Reykjavík og höfuðborgarsvæðið beri höfuð og herðar yfir aðra staði hvað varðar staðsetningu starfa ríkisins.„Staðsetning starfa á vegum ríkisins er oft nefnd sem byggðamál en líklega sjaldan í samhengi við Reykjavík sem þó hefur notið stórkostlegs byggðastuðnings stjórnvalda að þessu leyti með höfuðstöðvar stjórnsýslu og langflestra starfsþátta ríkisins. Einkum þeirra sem hafa landið allt að vettvangi og marga starfsmenn,“ segir í úttektinni. Sjá má í úttektinni hve Reykjavík skarar fram úr sem þjónustustaður ríkisins með flestar ríkisstofnanir. Höfuðborgarsvæðið allt er einnig gríðarlega stór þjónustukjarni fyrir allt landið. Einnig má sjá að Akureyri er sá þéttbýliskjarni utan höfuðborgarsvæðisins sem hýsir flestar þjónustustofnanir hins opinbera. Þá má greina Ísafjörð, Sauðárkrók, Egilsstaði og Selfoss frá hinum minni byggðum. Byggðastofnun telur fjölda stofnana og þjónustu hins opinbera í hverjum byggðakjarna fyrir sig en greinir ekki frá fjölda starfsmanna á hverri stofnun. Til dæmis telur einn prestur í Ólafsfirði jafn mikið í greiningu Byggðastofnunar og allir prestar sem starfandi eru í Reykjavík. Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Prestar eru í fleiri þéttbýliskjörnum á landinu en heilsugæsla. Þetta kemur fram í úttekt Byggðastofnunar á staðsetningu starfa ríkisins árið 2014. Presta er ekki að finna í tólf sveitarfélögum landsins og heilsugæslu er ekki að finna í fimmtán sveitarfélögum. Höfuðborgarsvæðið sker sig úr með langflestar stofnanir hins opinbera. Þrír þéttbýlisstaðir landsins hafa enga ríkisstarfsmenn í sinni byggð. Það eru Svalbarðseyri, skammt utan Akureyrar, Stöðvarfjörður á Austurlandi, og Stokkseyri á Suðurlandi. Engin ríkisstofnun eða útibú á vegum ríkisins er á þessum þéttbýlisstöðum. Björn Valur Gíslason, varaþingmaður VG, hefur lagt fram fyrirspurnir á þingi til allra ráðuneyta um fjölda opinberra starfa og framtíðarhorfur ráðuneytanna í starfsmannamálum.„Það má eflaust gera betur í dreifingu starfa ríkisins og eflaust er ekki nægilega vel gefið milli landshluta hvað þetta varðar. Fyrirspurnir mínar snúast fyrst og fremst um að fá vitræna umræðu í þjóðfélaginu um framtíð starfa ríkisins. Það má ekki vera svo að störf einstaklinga séu einungis rædd meðal embættismanna í ráðuneytunum,“ segir Björn Valur.Björn Valur GíslasonReykjavík notið „stórkostlegs byggðastuðnings“ Fram kemur í úttektinni að Reykjavík og höfuðborgarsvæðið beri höfuð og herðar yfir aðra staði hvað varðar staðsetningu starfa ríkisins.„Staðsetning starfa á vegum ríkisins er oft nefnd sem byggðamál en líklega sjaldan í samhengi við Reykjavík sem þó hefur notið stórkostlegs byggðastuðnings stjórnvalda að þessu leyti með höfuðstöðvar stjórnsýslu og langflestra starfsþátta ríkisins. Einkum þeirra sem hafa landið allt að vettvangi og marga starfsmenn,“ segir í úttektinni. Sjá má í úttektinni hve Reykjavík skarar fram úr sem þjónustustaður ríkisins með flestar ríkisstofnanir. Höfuðborgarsvæðið allt er einnig gríðarlega stór þjónustukjarni fyrir allt landið. Einnig má sjá að Akureyri er sá þéttbýliskjarni utan höfuðborgarsvæðisins sem hýsir flestar þjónustustofnanir hins opinbera. Þá má greina Ísafjörð, Sauðárkrók, Egilsstaði og Selfoss frá hinum minni byggðum. Byggðastofnun telur fjölda stofnana og þjónustu hins opinbera í hverjum byggðakjarna fyrir sig en greinir ekki frá fjölda starfsmanna á hverri stofnun. Til dæmis telur einn prestur í Ólafsfirði jafn mikið í greiningu Byggðastofnunar og allir prestar sem starfandi eru í Reykjavík.
Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira