Aron Einar: Við ætlum okkur á stórmót Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. september 2014 12:54 Aron Einar Gunnarsson ásamt landsliðsþjálfaranum Lars Lagerbäck í Laugardalnum í hádeginu. vísir/anton Ísland hefur leik í undankeppni EM 2016 í knattspyrnu á Laugardalsvellinum á þriðjudagskvöldið. Ísland er í erfiðum riðli með Tékkum, Hollendingum, Lettum, Kasakstan og Tyrkjum, en fyrstu mótherjarnir eru þeir síðastnefndu. „Við erum búnir að undirbúa okkur vel. Við erum búnir að fara vel yfir þá og varnarleikinn og sóknarleikinn hjá okkur. Við höfum haft tíma í undirbúning sem er bara flott,“ sagði Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði á blaðamannafundi í Laugardalnum í dag. Ísland byrjaði síðustu undankeppni vel með sigri gegn Noregi á heimavelli, en liðið endaði svo á því að komast í umspil gegn Króatíu. Stefnan er að fara jafnvel af stað. „Það er mikilvægt að byrja vel og eins og við gerðum í síðustu undankeppni á móti Noregi hérna heima. Við fengum alla með okkur í þetta á þeim tímapunkti. Þetta var upp á eftir það,“ sagði Aron Einar, en sorgin var mikil eftir tapið í Zagreb. Það er þó gleymt og grafið. „Þó við höfum verið ótrúlega nálægt þessu þá erum við löngu búnir að ýta þessu á bakvið okkur og erum bara staðráðnir í að gera vel núna. Við ætlum að halda áfram að bæta okkur sem landsliðið.“ Fyrirliðinn segir það mikilvægt að ná góðum úrslitum til að halda stuðningsmönnum Íslands við efnið, en stuðningurinn við liðið undir lok síðustu undankeppni var engum líkur. „Auðvitað er mikilvægt að fá alla með okkur í þetta. Ef úrslitin fylgja góðri frammistöðu vilja allir vera hluti af þessu. Það er það sem við viljum. Við viljum fá alla með okkur, það gaf sig vel í síðustu undankeppni. Við viljum ná úrslitum til að halda áhuga fólksins,“ sagði Aron Einar. Þrátt fyrir erfiðan riðil er miðjumaðurinn fúlskeggjaði hvergi banginn. Markmið íslenska liðsins er alveg skýrt. „Þetta eru virkilega sterk lið og riðilinn verður erfiður. En maður kemst ekki á EM auðveldlega, sérstaklega ekki Ísland. Við höfum sett okkur það markmið að komast á stórmót. Það er bara einfalt. Hvort sem það gerist eða ekki verður að koma í ljós en eina sem við ætlum okkur að gera er að bæta okkur og komast á stórmót,“ sagði Aron Einar Gunnarsson. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Kolbeinn og Aron Einar klárir í slaginn gegn Tyrkjum Framherjinn og fyrirliðinn glímt við meiðsli en verða með á móti Tyrklandi á þriðjudaginn. 5. september 2014 12:35 Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Enski boltinn Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Enski boltinn Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Sjá meira
Ísland hefur leik í undankeppni EM 2016 í knattspyrnu á Laugardalsvellinum á þriðjudagskvöldið. Ísland er í erfiðum riðli með Tékkum, Hollendingum, Lettum, Kasakstan og Tyrkjum, en fyrstu mótherjarnir eru þeir síðastnefndu. „Við erum búnir að undirbúa okkur vel. Við erum búnir að fara vel yfir þá og varnarleikinn og sóknarleikinn hjá okkur. Við höfum haft tíma í undirbúning sem er bara flott,“ sagði Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði á blaðamannafundi í Laugardalnum í dag. Ísland byrjaði síðustu undankeppni vel með sigri gegn Noregi á heimavelli, en liðið endaði svo á því að komast í umspil gegn Króatíu. Stefnan er að fara jafnvel af stað. „Það er mikilvægt að byrja vel og eins og við gerðum í síðustu undankeppni á móti Noregi hérna heima. Við fengum alla með okkur í þetta á þeim tímapunkti. Þetta var upp á eftir það,“ sagði Aron Einar, en sorgin var mikil eftir tapið í Zagreb. Það er þó gleymt og grafið. „Þó við höfum verið ótrúlega nálægt þessu þá erum við löngu búnir að ýta þessu á bakvið okkur og erum bara staðráðnir í að gera vel núna. Við ætlum að halda áfram að bæta okkur sem landsliðið.“ Fyrirliðinn segir það mikilvægt að ná góðum úrslitum til að halda stuðningsmönnum Íslands við efnið, en stuðningurinn við liðið undir lok síðustu undankeppni var engum líkur. „Auðvitað er mikilvægt að fá alla með okkur í þetta. Ef úrslitin fylgja góðri frammistöðu vilja allir vera hluti af þessu. Það er það sem við viljum. Við viljum fá alla með okkur, það gaf sig vel í síðustu undankeppni. Við viljum ná úrslitum til að halda áhuga fólksins,“ sagði Aron Einar. Þrátt fyrir erfiðan riðil er miðjumaðurinn fúlskeggjaði hvergi banginn. Markmið íslenska liðsins er alveg skýrt. „Þetta eru virkilega sterk lið og riðilinn verður erfiður. En maður kemst ekki á EM auðveldlega, sérstaklega ekki Ísland. Við höfum sett okkur það markmið að komast á stórmót. Það er bara einfalt. Hvort sem það gerist eða ekki verður að koma í ljós en eina sem við ætlum okkur að gera er að bæta okkur og komast á stórmót,“ sagði Aron Einar Gunnarsson.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Kolbeinn og Aron Einar klárir í slaginn gegn Tyrkjum Framherjinn og fyrirliðinn glímt við meiðsli en verða með á móti Tyrklandi á þriðjudaginn. 5. september 2014 12:35 Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Enski boltinn Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Enski boltinn Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Sjá meira
Kolbeinn og Aron Einar klárir í slaginn gegn Tyrkjum Framherjinn og fyrirliðinn glímt við meiðsli en verða með á móti Tyrklandi á þriðjudaginn. 5. september 2014 12:35