Hannes: Líður ekki vel í svona leikjum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. október 2014 22:43 Hannes Þór Halldórsson, markvörður Íslands, sagði að það hafi verið markmiðið að vinna Lettland í kvöld með öllum tiltækum ráðum. Það tókst en strákarnir unnu sannfærandi 3-0 sigur. „Ég er mjög ánægður með að hafa haldið hreinu og það er alltaf ljúft að halda hreinu þó svo að það hafi ekki verið mikið að gera hjá mér í þessum tveimur leikjum,“ sagði Hannes við Vísi eftir leikinn í kvöld en Ísland er með markatöluna 6-0 eftir fyrstu tvo leiki riðlsins. Hannes fagnaði Ara Frey Skúlasyni mjög eftir að sá síðarnefndi bjargaði á línu í stöðunni 2-0. „Þetta var eina skiptið sem þeir þjörmuðu eitthvað að okkur og hann bjargaði liðinu þarna. Ég held að við hefðum lent í basli ef þeim hefði tekst að skora gegn okkur þá.“ Hann segir að Ísland hafi verið betra liðið í kvöld. „Þeirra leikaðferð var auðvitað hundleiðinleg en maður verður að bera virðingu fyrir því. Þetta eru hins vegar stórhættulegir leikir og manni líður ekki vel með að standa þarna aftast og horfa bara á lengst af. Maður veit aldrei hvað getur gerst þegar svona lið sækja allt í einu hratt fram.“ „Það var mikil fagmennska að klára leikinn 3-0 eins og þetta hefði getað þróast í kvöld.“ Hannes sagði að hugarfar leikmanna hafi verið afar gott í vikunni. „Við ætluðum okkur að vinna þennan leik með öllum tiltækum ráðum og það tókst.“ „Nú er gaman að mæta Hollandi. Við getum leyft okkur að njóta augnabliksins gegn Hollandi þó svo að við stefnum auðvitað að því að vinna þann leik. Það verður erfitt enda Holland með eitt besta landslið heims og frábæra einstaklinga í sínum röðum.“ „Við höfum ekkert spáð í þeim leik en nú hefst sú vinna og við förum að skoða hvernig við getum lagt Hollendingana að velli." EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Aron Einar: Við höldum okkur á jörðinni Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði sagði að það hafi vissulega verið ljúft að skora sitt fyrsta mark fyrir Ísland. 10. október 2014 22:04 Pahars: Ekkert gekk hjá Íslandi fyrir rauða spjaldið Marian Pahars, landsliðsþjálfari Lettlands, vildi ekki afsaka slaka frammistöðu síns liðs en sagði ákvarðanir dómarans afdrifaríkar. 10. október 2014 21:29 Gylfi: Vildi klára leikinn Gylfi Þór Sigurðsson kom Íslandi á bragðið í 3-0 sigrinum í Riga í kvöld en hann varð þó fyrir meiðslum snemma leiks. 10. október 2014 22:30 Heimir: Förum rólegir í Hollandsleikinn Landsliðsþjálfarinn segir liðið heppið að hafa ekki misst menn í meiðsli í kvöld. 10. október 2014 21:53 Ragnar: Svona lagað endar alltaf með marki Varnarmaðurinn Ragnar Sigurðsson segir að það hafi verið erfitt að eiga við vel skipulagðan varnarleik Lettlands. 10. október 2014 21:43 Íslenska landsliðið á toppi riðilsins eftir 3-0 sigur í Lettlandi Íslenska landsliðið í knattspyrnu hefur aldrei unnið annan leik í undankeppni stórmóts eftir sigur í þeim fyrsta. 10. október 2014 17:30 Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ Fótbolti „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Fótbolti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Fótbolti „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Sjá meira
Hannes Þór Halldórsson, markvörður Íslands, sagði að það hafi verið markmiðið að vinna Lettland í kvöld með öllum tiltækum ráðum. Það tókst en strákarnir unnu sannfærandi 3-0 sigur. „Ég er mjög ánægður með að hafa haldið hreinu og það er alltaf ljúft að halda hreinu þó svo að það hafi ekki verið mikið að gera hjá mér í þessum tveimur leikjum,“ sagði Hannes við Vísi eftir leikinn í kvöld en Ísland er með markatöluna 6-0 eftir fyrstu tvo leiki riðlsins. Hannes fagnaði Ara Frey Skúlasyni mjög eftir að sá síðarnefndi bjargaði á línu í stöðunni 2-0. „Þetta var eina skiptið sem þeir þjörmuðu eitthvað að okkur og hann bjargaði liðinu þarna. Ég held að við hefðum lent í basli ef þeim hefði tekst að skora gegn okkur þá.“ Hann segir að Ísland hafi verið betra liðið í kvöld. „Þeirra leikaðferð var auðvitað hundleiðinleg en maður verður að bera virðingu fyrir því. Þetta eru hins vegar stórhættulegir leikir og manni líður ekki vel með að standa þarna aftast og horfa bara á lengst af. Maður veit aldrei hvað getur gerst þegar svona lið sækja allt í einu hratt fram.“ „Það var mikil fagmennska að klára leikinn 3-0 eins og þetta hefði getað þróast í kvöld.“ Hannes sagði að hugarfar leikmanna hafi verið afar gott í vikunni. „Við ætluðum okkur að vinna þennan leik með öllum tiltækum ráðum og það tókst.“ „Nú er gaman að mæta Hollandi. Við getum leyft okkur að njóta augnabliksins gegn Hollandi þó svo að við stefnum auðvitað að því að vinna þann leik. Það verður erfitt enda Holland með eitt besta landslið heims og frábæra einstaklinga í sínum röðum.“ „Við höfum ekkert spáð í þeim leik en nú hefst sú vinna og við förum að skoða hvernig við getum lagt Hollendingana að velli."
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Aron Einar: Við höldum okkur á jörðinni Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði sagði að það hafi vissulega verið ljúft að skora sitt fyrsta mark fyrir Ísland. 10. október 2014 22:04 Pahars: Ekkert gekk hjá Íslandi fyrir rauða spjaldið Marian Pahars, landsliðsþjálfari Lettlands, vildi ekki afsaka slaka frammistöðu síns liðs en sagði ákvarðanir dómarans afdrifaríkar. 10. október 2014 21:29 Gylfi: Vildi klára leikinn Gylfi Þór Sigurðsson kom Íslandi á bragðið í 3-0 sigrinum í Riga í kvöld en hann varð þó fyrir meiðslum snemma leiks. 10. október 2014 22:30 Heimir: Förum rólegir í Hollandsleikinn Landsliðsþjálfarinn segir liðið heppið að hafa ekki misst menn í meiðsli í kvöld. 10. október 2014 21:53 Ragnar: Svona lagað endar alltaf með marki Varnarmaðurinn Ragnar Sigurðsson segir að það hafi verið erfitt að eiga við vel skipulagðan varnarleik Lettlands. 10. október 2014 21:43 Íslenska landsliðið á toppi riðilsins eftir 3-0 sigur í Lettlandi Íslenska landsliðið í knattspyrnu hefur aldrei unnið annan leik í undankeppni stórmóts eftir sigur í þeim fyrsta. 10. október 2014 17:30 Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ Fótbolti „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Fótbolti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Fótbolti „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Sjá meira
Aron Einar: Við höldum okkur á jörðinni Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði sagði að það hafi vissulega verið ljúft að skora sitt fyrsta mark fyrir Ísland. 10. október 2014 22:04
Pahars: Ekkert gekk hjá Íslandi fyrir rauða spjaldið Marian Pahars, landsliðsþjálfari Lettlands, vildi ekki afsaka slaka frammistöðu síns liðs en sagði ákvarðanir dómarans afdrifaríkar. 10. október 2014 21:29
Gylfi: Vildi klára leikinn Gylfi Þór Sigurðsson kom Íslandi á bragðið í 3-0 sigrinum í Riga í kvöld en hann varð þó fyrir meiðslum snemma leiks. 10. október 2014 22:30
Heimir: Förum rólegir í Hollandsleikinn Landsliðsþjálfarinn segir liðið heppið að hafa ekki misst menn í meiðsli í kvöld. 10. október 2014 21:53
Ragnar: Svona lagað endar alltaf með marki Varnarmaðurinn Ragnar Sigurðsson segir að það hafi verið erfitt að eiga við vel skipulagðan varnarleik Lettlands. 10. október 2014 21:43
Íslenska landsliðið á toppi riðilsins eftir 3-0 sigur í Lettlandi Íslenska landsliðið í knattspyrnu hefur aldrei unnið annan leik í undankeppni stórmóts eftir sigur í þeim fyrsta. 10. október 2014 17:30